Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1980, Page 24

Ægir - 01.11.1980, Page 24
Sjósetning fyrsta skuttogarans sem byggður var á Íslandi, Stálvíkur S1 1. teldu of mikið, þá þarf að smíða 10 nýja báta á ári eða samtals 30 báta. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefir lagt til að innlendum skipasmíðastöðvum verði fal- ið að smíða t.d. 10 fiskibáta í seríu en með þeim hætti er hægt að ná verulega aukinni hagkvæmni í smíði. Skipasmiðastöðvarnar í landinu hafa tekið höndum saman og falið tæknimönnum sínum að undirbúa slika seríusmíði og er þeim undirbúningi nokkuð vel á veg komið og verður málið væntanlega tilbúið til ákvarðanatöku í næsta mánuði, des. 1980. Innlend skipasmiði hefur sótt ötullega fram á trausta braut þroska og framfara á undanförnum 10-20 árum. Sumar stöðvarnar eru nú þannig búnar að þær teljast til betri stöðva á Norðurlönd- um. Starfsmenn stöðvanna hafa fengið mikla og dýr- mæta þjálfun með eigin starfi og störfum inn- lendra og erlendra leiðbeinenda. Vandað hefir ver- ið til hönnunar og góður árangur fengist. Línuritið sem fylgir hér með sýnir ótrúlegar sveiflur í endur- nýjun flota okkar. Slík endurnýjun sem hér hefir átt sér stað er jafn óholl okkar skipasmíði og ofveiðin er óholl síldar- eða þorskstofninum. Mál er að linni Nú er tækifæri sem ekki ætti að láta ónotað til þess að draga úr sveiflunum. Á meðan menn átta sig á þvi hve stór flotinn a að verða til þess að hæfilegur sé, ber að nota tirn* ann til þess að bæta framleiðsluhætti í skipasmíði- Skipasmíði tengd íslenskri þekkingu og reynslu. sem fengist hefir hér við erfiða sjósókn er sá stor- iðnaður sem stendur okkur eðlilega næstur, hva áhrærir eigin markað, þörf og þekkingu. Við eigum að stefna að því sem náðist á árinu 1969, fyrir markvissa stjórnun, þ.e. að smíða ö okkar fiskiskip sjálfir. Sameiginlegi sjóðurinn Að meðaltali þurfum við að smíða nálægt 36 BRL (brúttórúmlestir) til þess að halda flotanum 1 80.000 BRL. Opinber gjöld af framleiðslukostnaði þessara skipa er álitleg upphæð. Opinber gjöld af smíði erlendis koma einungt viðkomandi þjóðfélagi til góða. Opinber gjöld af innlendri smíði koma íslens þjóðfélagi til góða. ,«■ Þess vegna m.a. ber að efla innlenda skipasm1 markvisst — án stöðvunar, og smíða jafn og Þe en hverfa frá þeirri happa og glappa aðferð se ríkt hefir um endurnýjun flotans og sýnd er á me fylgjandi linuriti. f séf Þetta linurit sýnir ójafna fjárfeslingu, sem le'^‘r ■ nei- efnahagsöngþveiti, kúvendingu í stórum stökkum aukj e kvœðra afleiðinga fyrir þjóðfélagið. 584 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.