Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1980, Side 28

Ægir - 01.11.1980, Side 28
Ásgeir Jakobsson: Upphaf rækjuveiða hérlendis Engin nýlunda er það, að upphafssaga hinna ýmsu fiskveiðiaðferð sé nokkuð á reiki. Sjómenn hirtu ekki um að bókfesta tilraunir, sem þeir voru að gera á eigin spýtur, engin opinber aðstoð og þá engar skýrslur og engir fréttamenn á bryggjum þegar komið var að landi. Halldór Hermannsson, rækjuskipstjóri á ísa- firði, ritaði í 2. tbl. Ægis 1980 fróðlega og ítarlega yfirlitsgrein um rækjuveiðar og -vinnslu hérlendis, en hafði ekki tækifæri til að kanna upp- hafssöguna, svo sem hann hefði viljað. Ég var afturámóti fyrr í tímanum vestra en Halldór og átti í fórum mínum meira af upphafssögunni, og því varð að ráði með okkur Halldóri, að ég rekti upp- hafssöguna, svo sem ég vissi hana. Þessi grein mín þarf þó að Iesast með Halldórs grein, þar sem ég sleppi mörgu úr, sem hann rekur ítarlega. Það er fyrst að nefna, að Halldóri verður það fyrir, sem fleirum, að nota sem heimild í upphafs- sögunni, grein sem birtist í Skutli 21. febrúar 1937, en þar er sagt fullum stöfum, að Sveinn Sveinsson, oft nefndur ,,braskari“ en líka Sveinn frá Felli, agætur karl og skemmtilegur, hafi fyrstur manna gert tilraun til rækjuveiða hér við land. Margir eru búnir að hlunnfara sjálfa sig á þess- ari grein, og hafa ekki rekist á aðra Skutulsgrein, sem birtist i blaðinu 1935 eða einu og hálfu ári aður og ekki heldur á leiðréttingu í Vesturlandi Semu.b!rÍlst strax við Skutulsgreinina 1937 og er svohljoðandi: Upphaf rækjuveiðanna „í Skutli 21. f.m. í grein um Rækjuverksmiðj- una her er ranglega sagt frá upphafi rækjuveiða her við land. Fra upphafi þeirra er rétt sagt þannig- Norðmaðurinn Simon Olsen, sem kom hingað 1924, er upphafsmaður rækjuveiðanna. Er Simon kynjaður frá Haugasundi og vandist þeim þar. 588 — ÆGIR Hafði hann með út hingað rækjuvörpu, og reyndi tvisvar með henni sumarið 1924, og fékk strax dá- góðan afla. 1928 seldi Simon Sveini Sveinssyni frá Felli útbúnað sinn. Reyndi Sveinn nokkrum sinn- um, en fékk litla veiði. Lá svo veiðin niðri þangað til sumarið 1935, að þeir Simon Olsen og O.G. Syre tóku til veiðanna í félagi, og fengu sér nýjan útbúnað til veiðanna. Gekk veiðin vel, en mark- aður var lélegur. Gáfust tilraunir með að selja rækjurnar nýjar illa. Þeir félagar höfðu þá fengið tilboð frá norsku firma, um að lána þeim vélar og áhöld til niðursuðu á rækjum. Átti það að borgast smátt og smátt, með hlutfallsandvirði af fram- leiðslunni. — En þeim félögum var synjað um leyfí til innflutnings og verksmiðjustofnunar. Mynd- aðist hér þá h/f Kampalampi, sem í voru nokkrir borgarar hér og fjáraflamenn í Reykjavík. Sóttu þeir um meðmæli bæjarstjórnar til atvinnureksturs þessa, og hlutdeild hennar eða aðstoð. Það var felt í bæjarstjórn — og samþykkt að rekstur þessi yrði í höndum bæjarsj'óðs, og 23 júní síðastl. ár tók rækjuverksmiðja ísafjarðar til starfa. Ég skal hér leiða hjá mér frásögn blaðsins um Rækjuverksmiðjuna. En margar væru hnúturnar, aðköstin og jafnvel verkföll, ef einhverjir privat- menn hefðu átt verksmiðjuna, og farist þar líkt og bæjarrekstrinum.” Það má bóka það, að þessari leiðéttingu hefði Sveinn karlinn ,,braskari“ mótmælt kröftuglega hefði hann talið hana ranga. Sveinn lét engan vaða ofaní sig. Hann var á ísafirði 1937, svo og sjálfír brautreyðjendurnir, Símon Olsen og O.G. Syre, en Syre fellur úr þessari leiðréttingu og hefur látið kyrrt liggja, því að hann var að sögn manna hlé- drægastur. Hans er þó getið í aðalheimildinni um upphaf veiðanna. Það er greinin, sem birtist í Skutli 3. ágúst 1935. Sú grein kemur heim og sam-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.