Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 29

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 29
Ofe G. Syre. an við leiðréttinguna í Vesturlandi, nema getið er Syre sem félaga Símonar Olsen, sem rétt er. Þessi fyrri Skutlsgrein er sem hér segir: Ný veiðiaðferð Verðmcet fisktegund, sem ekki hefir verið notuð héryið land, veidd hér í Djúpinu undanfarna daga. Árið 1924 fluttist Norðmaðurinn Simon Olsen hingað til bæjarins. Hafði hann þá í fórum sínum lítil veiðitæki til Rækjuveiða. En Rækjan er lítil krabbategund; rauð á lit og almennt kölluð >>kampalampi“ á máli sjómanna. Er hún náskyld humrunum, sem mikið eru veiddir til manneldis í fyorðursjónum og við Norður-Ameríku og þykja tfyrindis fæða. Á árinu 1924 reyndi Simon Olsen ásamt O.G. Syra að veiða rækjur hér í Djúpinu. Fengu þeir fé- *agar strax reynslu fyrir því, að nóg var til af þeim, en markaður enginn. Hættu þeir svo veiðiskapnum °g hafa ekki fengist við hann hér, fyr en nú. í vor Pöntuðu þeir Olsen og Syre fullkomin rækju- veiðarfæri frá Noregi, og munu þau hafa kostað urn 2000 krónur. Hafa þeir nú tekið mótorbát á leigu, og lögðu af stað í veiðiför inn í Djúp 28. júlí sl. Fengu þeir í tað sinn aðeins nokkra litra. Síðastliðinn mánudag lögðu þeir félagar enn af stað og reyndu nú utar- lega í Djúpinu — út af Jökulfjörðum á sirka 50 faðma dýpi. — Veiddu þeir þá vel, og ónýttist all mikið af aflanum vegna þess, að þeir höfðu ekki nógu stórvirk suðutæki í bátnum, en rækjurnar verður að sjóða strax lifandi úr sjónum. Settu þeir þá stór suðutæki í lest bátsins, og hafa veitt vel siðan. Rækjurnar eru, eins og frændur þeirra Letur- humarinn og humarinn, ljúffeng fæða, og meðal dýrustu sjávarafurða í Danmörku og Englandi — þrjár til fjórar krónur kílóið og jafnvel hærra verð. Eru þær margvíslega matreiddar, bæði sem ofaná- lag á brauð og einnig í salöt, súpur og sósur, einkum með fiskibollum. Hausinn er tekinn af með einu handtaki og fiskinum síðan þrýst út úr skelinni með fingrunum. íslendingar kunna fæstir að borða þessa ljúf- fengu fæðu, en borið saman við norska bæi á stærð við ísafjörð, væri eðlileg neyzla af rækjum hér ca. 100 kg. á dag. Nathan & Olsen annast sölu á þeim rækjum, sem þeir Simon Olsen veiða, og er Reykjavík aðal- markaðsstaðurinn fyrst í stað. En líklegt er að eitt- hvað verði fljótlega flutt af þeim til Englands, þar sem þær eru í geypiverði. — Hér í Kaupfélaginu geta bæjarbúar fengið nýjar rækjur. Er þeim stillt út í glugga Kaupfélagsins, og geta menn séð þær þar. Ætti fólk ekki að láta útlit skepnunnar hræða sig, heldur herða upp hugann og smakka. íslendingar kunna ekki að borða síld, og fyrir nokkrum árum kunnu þeir heldur ekki að veiða hana. íslendingar kunna yfirleitt ekki að notfæra sér nema algengustu og ódýrustu fisktegundir. Þeir vilja ekki veiða annan sjávarafla en þann, sem hægt er að rífa upp í skipsförmum á stuttum tíma. En þetta verður að breytast. ísland liggur umkringt beztu fiskimiðum heims. íslendingar verða því að verða forustuþjóð um notkun þeirra auðæfa, sem hafið geymir. — Flestar beztu vonir íslendinga eru bundnar við hafið og gnótt þeirra verðmæta, er vinna má úr þeim feng, sem þangað er sóttur.“ Eins og sést af þessari Skutulsgrein 1935 og leið- réttingu Vesturlands 1937, þá kom Simon Olsen hingað út 1924 en ekki 1927, eins og segir í grein Halldórs í Ægi og grein, sem Jensen í Kaldalóni skrifaði um upphaf rækjuveiða í Morgunblaðið 26. jan. s.l. ÆGIR — 589
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.