Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 31
keyptu svo saman Karmöy síðla þetta sumar, en ekki um vorið, eins og segir í grein Jens frá Kaldalóni í Mbl. 26. jan. Gunnar Friðriksson forstjóri Vélasölunnar h.f. niá gerzt um það vita, því að hann átti bátinn og varð fyrir því áfalli ungur maðurinn, 22ja ára, að byrja útgerð, að vélin bilaði stórt í ,,prufu“ keyrsl- unni“ og nýttist honum ekki báturinn sem hann hafði keypt nýjan og varð að selja hann um sum- nrið. Kannski væri Aðalvíkin enn í byggð, ef Gunnar Friðriksson hefði komið þar undir sig fót- unum, líkt og Einar Guðfinnsson úti í Bolungavík. Þetta áfall í peningaleysi kreppunnar, þoldi ekki Gunnar, sem hafði lagt allt sitt í bátinn og fluttist hann suður og haslaði sér völl á öðrum vettvangi, sem kunnugt er. Þannig var Karmöy sögufrægur hátur með ýmsum hætti; slysabátur í byrjun ferils síns, en síðan happafleyta um aldarfjórðungsskeið °g má vel kallast fyrsti rækjubáturinn, þótt búið v®ri að gera tilraunir á þremur öðrum, en 25. febr- úar 1961 fórst hann með eiganda sínum Símoni Olsen og syni hans, náðist upp og gerður út á r*kju á ný en sökk á landleið 1974, en fór þá einn; skilaði af sér mönnunum. Þetta var gæðasjóbátur, smíðaður í Noregi 1934, svo sem segir í Einarsögu. Þá víkur hér aftur til baka í frásögninni og til Þess að Sveinn Sveinsson gerir tilraun 1928, fékk r®kjuvörpuna, sem Norðmennirnir komu upp með og reyndu 1924 ,,og með honum norskur maður“, segir Halldór og hefur það verið Ole Ámundsen, sem kom upp með Símoni á Solunder. ?le er dáinn fyrir nokkrum árum. Hann var á Isafirði í ein fjögur ár en fluttist þá til Skaga- strandar og hafði þar lifrarbræðslu og átti sér trillubát. Ole setti einnig á stofn, held ég, lifr- arbræðslu í Grindavík, en ekki kann ég hans sögu að segja nema Ole var hinn mesti öndvegismaður, ems og þessir Norðmenn allir þrír, nema enginn Þeirra lærði að tala íslenzku, töluðu allir hið mesta hrognamál, og þess vegna er nú máski svo margt °ljóst í sögu þeirra. Sem unglingur heyrði ég ^ímon segja frá og mín vegna hefði hann allt eins §etað talað Yddisku, og Ole Amundsen kynntist ég n°kkru áður en hann dó, og hann átti erfitt með málið. Þetta var algengt um Norðmenn, sem hér settust að. Þeir létu sér nægja að læra nóg til dag- 'egra nota við störf sín, en málfar þeirra fór allt úr höndunum, og varð hvorki íslenzka né norska, ef t’eir ætluðu að segja langa sögu. Sveinn frá Felli og Ole gáfust upp, svo sem segir í grein Halldórs, og er þá aftur komið að því að segja frá Símoni og Syre, þegar þeir hefja veið- arnar 1935, sem ekki hefur orðið lát á siðan, nema á stríðsárunum 1939-45 (sjá H.H.). Þeir félagar hófu veiðarnar 28. júlí, voru mikið í leit að miðum þetta sumar jafnframt veiðunum, og svo segir í Vesturland 7. sept. 1935, enn einni greindi um rækjuveiðarnar, að beztu veiðisvæðin séu í Djúpinu og í Arnarfirði. Af þessu er ljóst að þeir félagar hafa fundið Arnarfjarðarmiðin, þegar á árinu 1935. Ég vil aðeins bregða upp fyllri mynd af póli- tíkinni í landinu en Halldór gerir. Þá rækju, sem þeir félagar veiddu þetta sumar suðu þeir um borð og sendu rækjuna suður, þar sem Nathan & Olsen önnuðust söluna. Um haustið 1935 stofna þeir ásamt fleirum, H.F. Kampa- lampa, en þá brást þeim Fiskimálanefnd, sem var alvaldur mikill á þessum árum i öllum nýjungum í fiskveiðum og vinnslu, landsstjórnin reyndist þeim einnig mótsnúin, þeir fengu ekki innflutning á tækjum til verksmiðjunnar, þótt þeir gætu fengið þau með góðum lánskjörum, þyrftu ekki gjaldeyri, máttu borga með rækju, og bæjarstjórnin neitaði þeim svo um lóð og byggingarleyfi. Það voru um margt atgervismenn, Kratameirihlutinn á ísafirði, sem bylt höfðu bænum úr bláhvítu í rautt, en þeir voru blóðþyrstir, og sæju þeir íhaldsmann á ferli og kæmu á hann höndum, skáru þeir hann um- svifalaust niður við trog. Bæjarstjórnin setti sjálf á stofn rækjuverk- smiðju, sem tók til starfa 23. júní 1936, og þeir Símon og Syre réru þá á rækju fyrir þá verksmiðju ásamt Sveini Sveinssyni og Árna Magnússyni, rækjuveiðimann um marga ára skeið (sjá H.H.) Nú vildi Fiskimálanefnd hjálpa þeim félögum, Símoni og Syre til að finna fleiri rækjumið fyrir hina nýju verksmiðju með rauðum lit, og styrkti þá sumarið 1936 til leitar að miðum í ísafjarðardjúpi, Jökulfjörðum og Arnarfirði og víðar. Þann 24. júní byrjuðu þeir svo veiðar fyrir verksmiðjuna og báru þá niður í Hestfirði. Ég kann nú ekki lengur að rekja þessa rækjusögu að neinu gagni, enda Halldór Hermannsson miklu kunnugri síðari tíma sögunni, en þó get ég enn bætt í smákafla úr upphafssögunni um harða sókn í rækjuna. Ég kynntist þeirri sérkennilegu sókn lítillega sem ung- lingur vestra, af því að bróðir minn, Guðmundur ÆGIR — 591
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.