Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 32
Jakobsson, nú bókaútgefandi, kom þar við sögu, var á einum rækjubátnum. Veturinn 1939, frá þvi skömmu eftir áramót og fram í marzlok, lágu 7 bátar frá ísafirði við í Arnarfirðinum frá nýári og fram í marz og voru tveir á hverjum báti. Þeir fengu iðulega fullar sínar litlu vörpur, drógu þær uppá leguna við Seleyrina í Dynjandavogi og dunduðu sér þar við að hirða úr þessum stóru hölum beztu rækjuna í 600 kg skammtinn á bát, og töldu að það magn væri ekki nema um þriðjungur eða tæplega það úr stærstu hölunum. Mótorbáturinn Vestri, síðar Bangsi, flutti rækjuna frá þeim til ísafjarðar. Rækjubátarnir voru 6-7 tonna bátar, og sem áður segir tveir menn á báti, og þeir komu aldrei heim til sín um veturinn þessir sjómenn, né fóru frá borði og voru lúkararnir á þessum koppum þó engin sal- arkynni til að dvelja í mánuðum saman, sinn bekk- urinn hvorum megin í lúkarnum, en það var hægt að sitja uppréttur á þeim og leggja sig, þeir náðu mannslengdinni, einkum bekkurinn stjórn- borðsmegin, hann var styttri þessi bakborðsmegin vegna þess að þar var kaminan en með því að pota hausnum framí hosiló gat meðalmaður líka legið bakborðsmegin. Aflinn hélzt mikill allan tímann, þar til í lok marz að rækjan hvarf gersamlega, hennar varð ekki vart einn daginn og ekki meir þann veturinn. Árinu áður voru Arnfirðingar sjálfir (sjá H.H.) að stunda rækjuna, og var þar fyrir þeim í byrjun Kristinn Pétursson, og hann var svo einn þeirra, sem var með bát í Arnarfirðinum veturinn 1939; mikill rækjumaður. Þá hefur Halldór Hermanns- son beðið mig að leiðrétta ártalsskekkju í grein sinni. Guðmundur og Jóhann hófu ekki rækju- vinnslu i húsinu, sem þeir Syrefeðgar reistu við Mjóstræti, fyrr en 1952, að Gabriel Syre segir, en hann fór til Noregs 1947 til vélakaupa og 1948-9 reistu þeir Syrefeðgar húsið við Mjóstræti og Gabriel hóf þar rækjuvinnslu og er myndin, sem hér fylgir með tekin í þeirri verksmiðju og sýnir hún rækjuvinnslu á frumbýlingsárum þessarar vinnslu, sem nú er orðinn svo stór þáttur i atvinnulifinu víða við sjávarsíðuna. Eftirskrift: Þegar þessi grein mín um upphaf rækjuveiðanna var komin í setningu, barst stutt bréf úr Noregi- Þangað út hafði Gabriel Syre skrifað, því að hann vissi þar mann á lífi, sem kynni máski eitthvað að segja okkur um upphafið. Sá maður heitir Harald Hauge og var bæði tengdur Syre og Simon, þannig að hann var mágur Syre en móðir hans föðursystir Símonar. Allir sem við sögu koma eru frá Karmöy- Harald Hauge segist svo frá í bréfi sínu: „Faðir þinn var úti i Noregi vorið 1923 og keypú þá kútterinn „Hrönn.” Þetta sumar fórum við svo til íslands á Hrönn, Gabriel Olsen (bræðrungur við Simon Olsen - höf.), Ole Amundsen, Simon Olsen, bróðir minn Gabriel Hauge og ég. Við veiddum síld fyrsta sumarið, en veiðin var léleg. Um haustið leigðu þeir faðir þinn og Simon Olsen en „sköyte frá ísafirði í þeim tilgangi að veiða rækju úti 1 firðinum. Með í þessum leiðangri var Gabriel Olsen, Is' lendingurinn sem átti bátinn og ég. Rækjunótina höfðum við haft upp með okkur frá Noregi. Við toguðum ca. 1—IV2 tíma og fengum 12 kg a rækju og sáum þá, að þarna var rækja. Við reynd- um ekki meira að toga fyrir rækju meðan ég vat uppi á íslandi. Haustið 1924 fórum við heim. Þar a eftir (Etter den tid) fréttum við, að faðir þinn og Símon Olsen hefðu keypt bát og togað fyrir rækjn og fengið góðan afla. Ég held ekki ég hafi fle'rl upplýsingar að gefa þér.” Harald Hauge segir sem sé að Hrönn og nte henni rækjuvarpan hafi komi hingað vorið 1923 og tilraun til rækjuveiða gerð haustið 1923. Ísaíjarð arblöðin, Skutull í sinni fyrri grein (1935) og Vest urland í leiðréttingunni við síðari Skutulsgreinina (1957) — eru afturámóti með ártalið 1924, sem upphafsártal. , Skutull segir „á árinu 1924” en Vesturlan 592 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.