Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Síða 34

Ægir - 01.11.1980, Síða 34
Sjávarútvegur Japana Útvegurinn Japönsk útgerð einkennist mjög af tvennum andstæðum. Annarsvegar eru stórfyrirtæki sem gera út víðsvegar um heim, og láta æ meir til sín taka við sölu og fullvinnslu afla. Fjögur þau þekkt- ustu eru Nippon Suisan, Taiyo Gyogyo, Nichiro Gyogyo og Kyokuyo. Nokkur ný stórfyrirtæki mætti auk þess nefna, til dæmis Nippon Reizo sem helgar sig fiskvinnslu. Hinsvegar er smáútgerðin sem á sér langa sögu og byggist á dugnaði þeirra sem að henni standa, þ.e. handverkið er meginþátturinn. Flestar útgerð- irnar (95%) eru í eigu fjölskyldna, en hlutdeild þeirra í afrakstri fiskveiðanna nemur aðeins 30%. Þá er að nefna millistig framangreindra aðstæðna, sem er útgerð á nálægum miðum. Er hún upp- byggð með svipuðum hætti og smáútgerðin, en öll stærri í sniðum. Lykilinn að velgengni japanskra útvegsins er í fyrsta lagi sterk tengsl milli veiða og annarra at- vinnugreina sem hagsmuna hafa að gæta, einkum þeirra sem úrvinnslu og dreifingu stunda. í öðru lagi afskipti ríkisins sem markar heildarstefnuna, styrkir og samræmir og í þriðja lagi stór, fjölbreytt- ur og kröfuharður heimamarkaður. Stjórnunin: A toppnum er aðeins ein stofnun, fiskimála- skrifstofa, sem heyrir undir ráðuneyti landbún- aðar, skógamála og sjávarútvegs. Meginhlutverk stofnunarinnar er samræming pólitískra mark- miða sem sett hafa verið í samráði við hagsmuna- aðila auk stuðnings við rannsóknir. útgerðir; að minnsta kosti tuttugu eru í samvinnu- félagi og sjö í framleiðslusambandi. Japanska fiskifélagið: Það heitir Dai Nippon Suisan-Kai, þekktara undir enska nafninu Japan Fisheries Association, og er eini fulltrúi japanskra sjávarútvegsins. Þetta eru sjálfstæð félagssamtök sem ekki eru rekin i ágóðaskyni. í því eru sambönd samvinnufélaganna og „hringanna,” stórútgerða auk samtaka skipa- smíðastöðva, fiskiðnaðar, sölusamtaka, veiðar- færaframleiðenda o.s.frv. Þessi stofnun er í nánu sambandi við áðurnefnda fiskimálaskrifstofu og hefur mikil áhrif á opinberar aðgerðir. Hún veitir upplýsingar og tekur þátt i milliríkjasamningum- Útgerðarfélögin: Þeim er skipt í flokka eftir stjórnarfyrirkomu- lagi og árið 1977 var fjöldi þeirra eftir flokkunn þessi: A. Fjölskyldufyrirtæki undir stjórn einstaklinga B. Félagsstjórn: 1. Einkafyrirtæki 2. Staðbundin og héraðsbundin útgerðarsamvinnufélög 3. Framleiðslusambönd 4. Samvinnufélög með sam- vinnustjórn (skip, veiðarfæri, afli og stjórnun - allt sameiginlegt) 5. Skólar og opinber fyrirtæki Samtals 214.172 2.164 348 264 5.356 __91 222.395 Samvinnufélögin: í öllu héruðum Japan eru fiskimannasamvinnu- félög (ca. 4.400) og flestir fiskimenn eru félags- bundnir. Allmikill munur er á því hvort um stað- bundin félög eða fagfélög er að ræða. í stað- bundnu grunnsamtökunum eru yfirleitt einstakar Þessi fyrirtæki skiptast svo þannig eftir útgerð arháttum: Útróður (skip upp að 10 brl.) 95,2% 211.807 Nálæg mið (skip 10-1000 brl.) 4.7% 10.379 Fjarlæg mið (skip yfir 1000 brl.) 0.1% 209_ Samtals 100.0% 222.395 594 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.