Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 34

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 34
Sjávarútvegur Japana Útvegurinn Japönsk útgerð einkennist mjög af tvennum andstæðum. Annarsvegar eru stórfyrirtæki sem gera út víðsvegar um heim, og láta æ meir til sín taka við sölu og fullvinnslu afla. Fjögur þau þekkt- ustu eru Nippon Suisan, Taiyo Gyogyo, Nichiro Gyogyo og Kyokuyo. Nokkur ný stórfyrirtæki mætti auk þess nefna, til dæmis Nippon Reizo sem helgar sig fiskvinnslu. Hinsvegar er smáútgerðin sem á sér langa sögu og byggist á dugnaði þeirra sem að henni standa, þ.e. handverkið er meginþátturinn. Flestar útgerð- irnar (95%) eru í eigu fjölskyldna, en hlutdeild þeirra í afrakstri fiskveiðanna nemur aðeins 30%. Þá er að nefna millistig framangreindra aðstæðna, sem er útgerð á nálægum miðum. Er hún upp- byggð með svipuðum hætti og smáútgerðin, en öll stærri í sniðum. Lykilinn að velgengni japanskra útvegsins er í fyrsta lagi sterk tengsl milli veiða og annarra at- vinnugreina sem hagsmuna hafa að gæta, einkum þeirra sem úrvinnslu og dreifingu stunda. í öðru lagi afskipti ríkisins sem markar heildarstefnuna, styrkir og samræmir og í þriðja lagi stór, fjölbreytt- ur og kröfuharður heimamarkaður. Stjórnunin: A toppnum er aðeins ein stofnun, fiskimála- skrifstofa, sem heyrir undir ráðuneyti landbún- aðar, skógamála og sjávarútvegs. Meginhlutverk stofnunarinnar er samræming pólitískra mark- miða sem sett hafa verið í samráði við hagsmuna- aðila auk stuðnings við rannsóknir. útgerðir; að minnsta kosti tuttugu eru í samvinnu- félagi og sjö í framleiðslusambandi. Japanska fiskifélagið: Það heitir Dai Nippon Suisan-Kai, þekktara undir enska nafninu Japan Fisheries Association, og er eini fulltrúi japanskra sjávarútvegsins. Þetta eru sjálfstæð félagssamtök sem ekki eru rekin i ágóðaskyni. í því eru sambönd samvinnufélaganna og „hringanna,” stórútgerða auk samtaka skipa- smíðastöðva, fiskiðnaðar, sölusamtaka, veiðar- færaframleiðenda o.s.frv. Þessi stofnun er í nánu sambandi við áðurnefnda fiskimálaskrifstofu og hefur mikil áhrif á opinberar aðgerðir. Hún veitir upplýsingar og tekur þátt i milliríkjasamningum- Útgerðarfélögin: Þeim er skipt í flokka eftir stjórnarfyrirkomu- lagi og árið 1977 var fjöldi þeirra eftir flokkunn þessi: A. Fjölskyldufyrirtæki undir stjórn einstaklinga B. Félagsstjórn: 1. Einkafyrirtæki 2. Staðbundin og héraðsbundin útgerðarsamvinnufélög 3. Framleiðslusambönd 4. Samvinnufélög með sam- vinnustjórn (skip, veiðarfæri, afli og stjórnun - allt sameiginlegt) 5. Skólar og opinber fyrirtæki Samtals 214.172 2.164 348 264 5.356 __91 222.395 Samvinnufélögin: í öllu héruðum Japan eru fiskimannasamvinnu- félög (ca. 4.400) og flestir fiskimenn eru félags- bundnir. Allmikill munur er á því hvort um stað- bundin félög eða fagfélög er að ræða. í stað- bundnu grunnsamtökunum eru yfirleitt einstakar Þessi fyrirtæki skiptast svo þannig eftir útgerð arháttum: Útróður (skip upp að 10 brl.) 95,2% 211.807 Nálæg mið (skip 10-1000 brl.) 4.7% 10.379 Fjarlæg mið (skip yfir 1000 brl.) 0.1% 209_ Samtals 100.0% 222.395 594 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.