Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Síða 37

Ægir - 01.11.1980, Síða 37
miðum búa menn við heildarkjarasamninga. Á fjarlægum miðum (togveiðum norðurfrá, á veið- um í Kínahafi og túnfiskveiðum með línu) er hlut- fallið 95%. Aftur á móti er það ekki nema 16% á flotanum sem partroll stundar. Á verksmiðjuskip- um er hlutfall fastakaups og aflaverðlauna 50:50, en þar eru ábyrgðarmeiri störf hærra launuð en við veiðar á nálægum miðum. MIR INTíRlfURf'*' Of SfTO J apönsk fiskveiðisvœói. Veiðiaðferðir: í útróðrinum (grunnslóðaveiðunum) halda hefðbundnar veiðiaðferðir enn velli þótt nýjungar sæki mjög á. Einnig á þetta við um veiðar á fjar- lægari miðum þar sem reynsla eigenda eða skip- stjóra má sín mikils. En framþróun um borð er ör, frystitæki, færibönd, kraftmiklar vindur og netatromlur eru yfirleitt til staðar. Veiðar með raf- ntagni (t.d. á smokkfiski, krefjast minni mannafla en áður og nú er sónarnum meira meira beitt við fiskleit en eðlisávísun skipstjóra. En dýrt er þetta, og þrátt fyrir aðstoð ríkis og samvinnufélaga til hagræðingar og nýsköpunar í tæknibúnaði (veiðarfærum), hefur olíukreppan og þrengdir kostir á fjarlægum miðum hægt á tæknivæðingu flotans. Skipasmíða- og viðgerðastöðvar (slippir): í flestum fiskihöfnum er mannvirki að finna til skipasmíða — allt frá smábátum úr tré upp í verk- smiðjuskip sem byggð eru í Kobe og Nagasaki. Fjármagn til skipasmíða kemur úr ýmsum áttum eins og tilfellið er með alla nýsköpun viðvíkjandi sjávarútvegi. Eftir þýðingu stöðvanna snýr maður sér til: —staðar eða starfsgreinasamvinnufélaga, —samvinnubanka deilda eða ríkisins (aðalsam- vinnubanka landbúnaðar skógarmála og sjáv- útvegs). Ríkið styrkir lántökur með því að yfirtaka vaxtagreiðslur að hluta. —Ríkið veitir lán með afar lágum vöxtum til langs tima þegar um mikilvæg verkefni er að ræða eins og smíði fiskiskipa. Til viðbótar við áðurnefnda fyrirgreiðslu lána bankar fé til framkvæmda. Rannsókna- og upplýsingamiðstöðvar: í Japan eru rannsóknir nátengdar hagnýtri notk- un og upplýsingaöflun. í því landi er erfitt að greina rannsóknastofnanir frá vísindalegum og tæknilegum hjálparmeðulum. Helztu rannsókna- stofnanir heyra undir fiskimálaskrifstofu ríkisins. í þeim eru líffræði-, vistfræði-, haffræði- og haf- iðnfræðideildir svo fátt eitt sé nefnt. Háskólarnir og iðngreinaskólarnir (svo sem fiskiháskólarnir í Shimonoseki og Tokyo) leggja sitt af mörkum til rannsókna á öllum sviðum. Þá fjármagna stóru út- gerðarfyrirtækin rannsóknastofur sem kanna fiskstofna og prófa tæki til fiskleitar og veiða. í félagi við fiskimálaskrifstofu ríkisins en undir stjórn japanska fiskifélagsins kanna þær nýjar veiðanlegar tegundir. í rannsóknastofunum fer einnig fram heilbrigð- iseftirlit, fiskimönnum eru gefnar upplýsingar, megnunarvandamál, sjúkdómar og ofveiði — allt er þetta kannað og hvernig bregðast skuli við vanda í fiskveiðitækni og sjávareldi. Auk þess reka stærri samvinnufélög og sambönd smærri rann- sóknastofur sem hafa vísindalega og tæknilega ráðgjafa sér til aðstoðar. Japanska fiskifélagið fjármagnar rannsóknarverkefni og annast upplýs- ingastreymi til þeirra sem áhuga hafa. Til þess eru notaðir allskonar aðrir fjölmiðlar, dag- og viku- blöð (sex talsins) þar á meðal Nippon Suisan Shimbun, málgagn japanska fiskifélagsins, tímarit o.s.frv. Loks eru reglulegir þættir í útvarpi og sjónvarpi, einkum ætlaðir þeim sem á sjónum eru. ÆGIR — 597

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.