Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1980, Page 50

Ægir - 01.11.1980, Page 50
NÝ FISKISKIP Rán HF—342 4. maí s.l. bættist nýr skuttogari í flota lands- manna, en þá kom skuttogarinn Rán HF í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Hafnarfjarðar. Skut- togari þessi, sem áður hét C.S. Forester, er keyptur notaður frá Englandi, og er byggður þar árið 1969 hjá skipasmíðastöðinni Charles D. Holmes & Co Ltd í Beverley, smíðanúmer 1015. C.S. Forester var einn fyrsti ísfiskskuttogari, sem Bretar byggðu til veiða á fjarlægum miðum. Nefna má að skuttogari þessi kom talsvert við sögu í Þorskastríðinu hér við land. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar nokkrar breytingar á búnaði og bætt við tækjum og má þar einkum nefna, að sett var sérstök vökva- knúin skutrennuloka í skipið, gerðar breytingar á lest og vinnuþilfari, bætt við þremur vökvaknún- um hjálparvindum og loran-tækjabúnaði í brú. Rán HF er t eigu Gnoðar h/f í Hafnarfirði, en það fyrirtæki átti áður 348 brl. síðutogara sem hét Rán GK en ber nú nafnið Ingólfur. Skipstjóri á Rán er Guðmundur Vestmann og 1. vélstjóri Mart- einn Jakobsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Ágúst G. Sigurðsson. Almenn lýsing: Skipið er byggt úr stáli skv. reglum og undir eftirliti Lloyd’s Register of Shipping í flokki >Í<100A1, Stern Trawler, )J( LMC. Skipið er tveggja þilfara skuttogari með skutrennu upp á efra þilfar og tveggja hæða yfirbyggingu, íbúðarhæð og brú, rétt framan við miðju. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki ásamt keðjukössum; há- geyma fyrir brennsluolíu; vélarúm með verkstæði og ferskvatnsgeymum fremst; fiskilest, sem nær upp að efra þilfari, með öxulgöngum og botn- geymum fyrir brennsluoliu undir lest og þar fyrir aftan hjálparvélarými með hágeymum í síðum fyrir brennsluolíu og lýsi; og aftast skutgeyma fyrir sjókjölfestu. Mesta lengd ........................... 56.54 m Lengd milli lóðlína ................... 49.07 m Breidd ................................ 10.97 m Dýpt að efra þilfari ................... 7.32 m Dýpt að neðra þilfari................... 5.03 m Eiginþyngd .............................. 890 t Lestarrými .............................. 467 m3 Lýsisgeymar .............................. 18 m3 Brennsluolíugeymar ...................... 236 m3 Ferskvatnsgeymar ......................... 20 m3 Ferskvatnsgeymar (ketilvatn).............. 22 m3 Sjókjölfestugeymar....................... 121 m3 Stafnhylki (sjökjölf./ferskv.) ........... 17 m3 Ganghraði ................................ 14 hn Rúmlestatala ............................ 743 brl. Skipaskrárnúmer......................... 1558 Fremst á neðra þilfari er geymslurými, en þar fyrir aftan er ibúðarými, en aftast í því, fýrir miðju, er vélarreisn. Fyrir aftan íbúðir er lestar- rými, ásamt gangi s.b.—megin, sem tengir íbúða- rými við vinnuþilfar, þá vinnuþilfar með fiskmóttöku og aftast stýrisvélarrúm fyrir miðju. Til hliðar við stýrisvélarrúm eru veiðarfæra- geymslur. Á efra þilfari, rétt framan við miðju, er yfir- bygging, sem nær að síðum, en enginn hvalbakur er á skipinu. í umræddri yfirbyggingu eru íbúðir, klefi fyrir togvindumótor og klefi fyrir loftræsti- búnað. Aftan við yfirbyggingu er togþilfar skips- ins. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist í tvær bobbingarennur, sem ná fram að yfirbyggingu. S.b.—megin á togþilfari eru síðu- hús, þar sem eru geymslur, klefi fyrir CO2—slökkvikerfi o.fl. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er bipod- mastur fyrir pokalosun. Yfir íbúðarhæð er bru (stýrishús) skipsins, og er gangvegur til hliðar og framan við hana. í afturkanti yfirbyggingar er bipodmastur fyrir hífingar á vörpu. Framarlega a efra þilfari er niðurgangskappi og áfast honum mastur fyrir siglingaljós. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá Werkspoor af gerð TMABF 398, átta strokka fjórgengisvél með for- þjöppu og eftirkælingu, sem skilar 1950 hö við 288 sn/mín. Vélin tengist skiptiskrúfubúnaði frá Stone Manganese Marine (Kamewa) af gerð SP 4. Skrúfa er 4ra blaða með 2590 mm þvermáli. 610 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.