Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 50

Ægir - 01.11.1980, Qupperneq 50
NÝ FISKISKIP Rán HF—342 4. maí s.l. bættist nýr skuttogari í flota lands- manna, en þá kom skuttogarinn Rán HF í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Hafnarfjarðar. Skut- togari þessi, sem áður hét C.S. Forester, er keyptur notaður frá Englandi, og er byggður þar árið 1969 hjá skipasmíðastöðinni Charles D. Holmes & Co Ltd í Beverley, smíðanúmer 1015. C.S. Forester var einn fyrsti ísfiskskuttogari, sem Bretar byggðu til veiða á fjarlægum miðum. Nefna má að skuttogari þessi kom talsvert við sögu í Þorskastríðinu hér við land. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar nokkrar breytingar á búnaði og bætt við tækjum og má þar einkum nefna, að sett var sérstök vökva- knúin skutrennuloka í skipið, gerðar breytingar á lest og vinnuþilfari, bætt við þremur vökvaknún- um hjálparvindum og loran-tækjabúnaði í brú. Rán HF er t eigu Gnoðar h/f í Hafnarfirði, en það fyrirtæki átti áður 348 brl. síðutogara sem hét Rán GK en ber nú nafnið Ingólfur. Skipstjóri á Rán er Guðmundur Vestmann og 1. vélstjóri Mart- einn Jakobsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Ágúst G. Sigurðsson. Almenn lýsing: Skipið er byggt úr stáli skv. reglum og undir eftirliti Lloyd’s Register of Shipping í flokki >Í<100A1, Stern Trawler, )J( LMC. Skipið er tveggja þilfara skuttogari með skutrennu upp á efra þilfar og tveggja hæða yfirbyggingu, íbúðarhæð og brú, rétt framan við miðju. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki ásamt keðjukössum; há- geyma fyrir brennsluolíu; vélarúm með verkstæði og ferskvatnsgeymum fremst; fiskilest, sem nær upp að efra þilfari, með öxulgöngum og botn- geymum fyrir brennsluoliu undir lest og þar fyrir aftan hjálparvélarými með hágeymum í síðum fyrir brennsluolíu og lýsi; og aftast skutgeyma fyrir sjókjölfestu. Mesta lengd ........................... 56.54 m Lengd milli lóðlína ................... 49.07 m Breidd ................................ 10.97 m Dýpt að efra þilfari ................... 7.32 m Dýpt að neðra þilfari................... 5.03 m Eiginþyngd .............................. 890 t Lestarrými .............................. 467 m3 Lýsisgeymar .............................. 18 m3 Brennsluolíugeymar ...................... 236 m3 Ferskvatnsgeymar ......................... 20 m3 Ferskvatnsgeymar (ketilvatn).............. 22 m3 Sjókjölfestugeymar....................... 121 m3 Stafnhylki (sjökjölf./ferskv.) ........... 17 m3 Ganghraði ................................ 14 hn Rúmlestatala ............................ 743 brl. Skipaskrárnúmer......................... 1558 Fremst á neðra þilfari er geymslurými, en þar fyrir aftan er ibúðarými, en aftast í því, fýrir miðju, er vélarreisn. Fyrir aftan íbúðir er lestar- rými, ásamt gangi s.b.—megin, sem tengir íbúða- rými við vinnuþilfar, þá vinnuþilfar með fiskmóttöku og aftast stýrisvélarrúm fyrir miðju. Til hliðar við stýrisvélarrúm eru veiðarfæra- geymslur. Á efra þilfari, rétt framan við miðju, er yfir- bygging, sem nær að síðum, en enginn hvalbakur er á skipinu. í umræddri yfirbyggingu eru íbúðir, klefi fyrir togvindumótor og klefi fyrir loftræsti- búnað. Aftan við yfirbyggingu er togþilfar skips- ins. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist í tvær bobbingarennur, sem ná fram að yfirbyggingu. S.b.—megin á togþilfari eru síðu- hús, þar sem eru geymslur, klefi fyrir CO2—slökkvikerfi o.fl. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er bipod- mastur fyrir pokalosun. Yfir íbúðarhæð er bru (stýrishús) skipsins, og er gangvegur til hliðar og framan við hana. í afturkanti yfirbyggingar er bipodmastur fyrir hífingar á vörpu. Framarlega a efra þilfari er niðurgangskappi og áfast honum mastur fyrir siglingaljós. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá Werkspoor af gerð TMABF 398, átta strokka fjórgengisvél með for- þjöppu og eftirkælingu, sem skilar 1950 hö við 288 sn/mín. Vélin tengist skiptiskrúfubúnaði frá Stone Manganese Marine (Kamewa) af gerð SP 4. Skrúfa er 4ra blaða með 2590 mm þvermáli. 610 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.