Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 12
og þótti hin bezta smíð á öllum hans byggingum, meðal annars var hann fenginn til að byggj3 nokkrar kirkjur, og bar ekki á öðru en að vel þætti til takast. Eftir lát föður síns tók Þorsteinn við búi a Skipalóni, en hélt þó áfram húsasmíðum víðs vegar um land, hélt hann þá ætíð fjölda vinnu- manna á Skipalóni, enda þótti hann ætíð hinn mesti búhöldur. Svo virðist sem það sé ekki fyrr en Þorsteinn hefir tekið við búi á Skipalóni, að hann tekur til við þá grein smíðaiðnarinnar, sem lengst hefur haldið nafni hans á loft með þjóðinni,-^ skipasmíðarnar. Ekki hefur tekizt að finna heimildir fyrir þvi, hvenær Þorsteinn eignaðist í fyrsta sinni hákarla- skip eða hlut í hákarlaskipi, en með ólíkindum ma það teljast, að ekki hafi jafnan verið til slíkt skip a stórbúinu Skipalóni, eins og það var í sveit sett, eftir að hákarlaútvegur fór verulega að rísa á legg þar nyrðra. í síðasta lagi hlýtur Þorsteinn að hafa eignazt hákarlaskip jafnskjótt og hann varð sjálfseignarbóndi, enda segir sagan, að hann haú jafnan haft nokkra útgerð samfara búskapnum- Sjálfur sótti Þorsteinn lítt sjó, en þeim mun ötull' var hann við að halda vinnumönnum sínum úti, meðan nokkurs afla var von. Kostaði hann líka jafnan kapps um að hafa sem sæknasta formenn a skipum sínum, og þótti það jafnan góður maður, sem komst í skiprúm hjá Danielsen. Þá má og geta þess, að sagan segir, að Þorsteinn hafi fyrstur manna þar nyrðra orðið til þess að stækka hákarlaskip og setja á þau skýli. Veturinn 1849-50 dvaldist Þorsteinn 1 Danmörku, og er ekki að efa, að í mörg horn hefur hann litið, þar er greina mátti nokkuð, er til fram- fara horfði, því að ætið var hann opinn fyrir ölju slíku, þótt ekki þætti honum að sama skapi gef'f hin andlega spektin. Raunar verður að telja það nær óyggjandi, að Þorsteinn hafi í þessari ferð kynnt sér eitthvað smíði þilskipa, þótt ef til vill hafi hann ekki gert það í fyrri utanferð sinni. Enda var nú marg’ breytt á íslandi frá því, er var rúmum þrjátíu áruú1 fyrr. Þegar við heimkomuna bryddaði Þorsteim1 upp á ýmsum nýjungum, en sú þótti mönnum ný' stárlegust, að hann hafði með sér fjórhjólaðan vagn til flutninga, svo sem hann hafði séð gert 1 Danmörku. Er sagt, að menn hafi starað furðm lostnir á þetta farartæki, og enn meiri varð Þ° undrun þeirra, er Danielsen hóf að flytja ýmsa Sjómaður í skinnklœðum. hans en vandvirkni. Þess er jafnvel getið, að hann hafi smíðað nokkur skip, hann var búhöldur mikill og vinnuharður svo að með afbrigðum þótti, jafn- vel á þeim tíma. Um Þorstein er það sagt, að hann hafi þegar í æsku verið öðrum jafnöldrum sínum mikilvirkari og lagtækari við smíðar, var honum og snemma komið til smíðanáms hjá Óla ísfeld á Húsavík, sem þá þótti einhver mesti smiður norðanlands. Þorsteinn náði snemma miklum hagleik í iðn sinni og fór brátt að fást við ýmiss konar smíðar á eigin spýtur. Ekki vildi hann þó láta þar við sitja, er hann hafði numið hjá ísfeld, heldur hélt utan til Danmerkur árið 1818 og hugðist fullnema sig þar í húsasmíðum. Eftir heim- komuna tók hann til við iðn sína af fullum krafti, 420 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.