Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 19
ar bænda í Grýtubakkahreppi, merks þáttar í 'slenzkri útgerðarsögu. Þess hefir verið getið til, að ermóður hafi ekki verið fyrsta þilskipið, sem 0rsteinn byggði að nýju, heldur skip, sem hann afi byggt veturinn 1854-55. Er saga þess máls rakin hér að framan og óþarfi að endurtaka hana er- Sumir hafa einnig getið sér þess til, að 0rsteinn hafi byggt Hermóð veturinn 1854-1855 og að hann sé skipið, sem getið er í aflafrétt orðra haustið 1855 sem þilskips auk Orra og tnervu. Þetta fær þó engan veginn staðizt.12 Ekki er svo að sjá sem árið 1856 hafi orðið hinu jraesta á undan miklu lakara hvað aflamagn snerti. orðri getur þess í júlí, að hákarlsafli hafi orðið 8°ður, einkum þó á þilskip og ætti það að verða efnamönnum hvöt til þess að koma sér upp slíkum ^kipum. í október birti Norðri aflaskýrslu úr rýtubakkahreppi, og af henni er ljóst, að þar lafa aflazt 31.038 kútar lifrar eða 776 tunnur lýsis, sern að peningaverðmæti nam 20.952 rd., og er bað svimandi há upphæð fyrir einn hrepp. Skyldi n°kkurn furða, þótt slíkt ævintýri, sem raunar minnir mest á sögurnar um Klondyke, yrði mönn- Um hvatning til enn frekari athafna. Aftur á móti s 'ýrir Norðri einnig frá því, að hefðu hákarlamenn Selt >ýsi sitt á ísafirði, hefðu þeir fengið 1552 rd. meira fyrir sama aflamagn þar, en þeir fengu á ^kureyri. Nú fór líka árangur hinna miklu aflameta undanfarandi ára að koma greinilega í ljós, og þil- skipum fjölgaði óðum við Eyjafjörð. Vorið 1857 kom Jón Loftsson frá Grenivík siglandi til landsins á jakt, er hann hafði keypt í Danmörku, en þangað hafði hann haldið haustið áður til náms í sjó- mannafræðum. Með sér flutti Jón vörur til ýmissa verzlana á Norðurlandi, og verður þessi atburður því að teljast einhver hinn merkasti í norðlenzkri sögu siðari alda. Einnig kom þetta vor til landsins jakt, sem Þorsteinn á Skipalóni hafði látið kaupa erlendis þá um veturinn. Það er því vart unnt að segja, að þetta vor hafi verið viðburðarsnautt við Eyjafjörð, en sem betur fór má segja, að sumarið hafi orðið eyfirzkum útvegsmönnum jafn tekjuríkt og vorið varð viðburðarríkt. Ella er hætt við því, að margur hefði beðið tjón af djörfung sinni og athafnasemi. Norðri er heldur fáorður um það, hvernig útvegurinn hafi gengið fyrir sig þetta sumar, segir aðeins, að skipastóll til hákarlaveiða hafi aukizt stórlega og að afli hafi verið góður þá loksins menn hafi komizt út. En það var annað, sem varð til þess að örva útvegsmenn við Eyjafjörð. Verð á hákarlalýsi hafði farið stig- hækkandi undanfarin ár, en nú hækkaði það í 35 rd. á tunnuna, enda var það nú orðinn einhver út- gengilegasta vara, sem hinn annars svo fáskrúðugi íslenzki markaður hafði að bjóða. Þegar rætt er ÆGIR — 427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.