Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1981, Side 22

Ægir - 01.08.1981, Side 22
og vill bkðið ekki ábyrgjast, að hús sé rétt. Af skýrslu þessari er ljóst, að það ár gengu á veiðar úr Eyjafirði 32 skip, þar af 6 opin. Samtals öfluðu þessi skip í 2573 tunnur lýsis, sem Norðanfari segir nema að peningaverðmæti 82.336 rd., en frá Akur- eyri voru þetta ár fluttar út 1634 tunnur hákarla- lýsis. Af grein, sem birtist í Norðanfara 1864, kemur í lós, að ekki voru allir á sama máli um það, hvernig nýta bæri hina auknu tækni og möguleika, sem sköpuðust við tilkomu þilskipanna. Höfundur þessarar greinar ræðst harkalega á formenn og út- gerðarmenn þilskipanna fyrir þá ósvinnu, að þeir skuli notfæra sér það, að þeir geti sótt lengra út en aðrir. Segir hann þá draga afla frá minni bátunum og um leið taka björg frá þeim, sem ekki geti aflað sér þilskipa. Telur þessi höfundur, að þilskipunum væri nær að halda sig á hinum fornu miðum upp yið land og draga með þvi móti fiskinn þangað og notfæra sér stærðarmuninn til þess að liggja lengur í legunum í einu. Telur höf. einnig, að nota beri þilskipin meira til strandferða en gert sé. Þá kvartar höfundur mjög undan þvi, að sjómenn hirði nú ekki lengur sjálfan hákarlinn, heldur ein- ungis lifrina. Segir hann það mjög bagalegt bænd- um að geta nú ekki lengur fengið hákarl til viðbits i stað afurða sinna, sem sjómenn þurfi þó alltaf með, en geti nú ekki lengur greitt fyrir nema með peningum, sem bændur hafi hins vegar litil not fyrir. Þótt okkur nútímamönnum kunni að virðast þessi ritgerð barnaleg og rituð af allmikilli þröng- sýni, þá er hún þó öðrum þræði merkilegur vitnis- burður um það, að hér mætast tvennir tímar. Fyrst kemur það í ljós, að litlu opnu bátunum er raunverulega að verða ofaukið í baráttunni um auðlegð hafsins. Það, sem þó er enn merkilegra, er, að sjómannastétt er augljóslega að byrja að myndast. Stétt manna, sem að visu að eiga flestir enn heimili sitt til sveita, en sækja björg sína að mestu leyti til hafsins. Þeir leggja vöru sína inn hjá kaupmanninum gegn greiðslu í peningum. Enn er þessi sjómannastétt svo veikburða, að hún er mjög háð bændastéttinni, hvað snertir matvöru, klæði og ýmislegt annað. Til gjalds fyrir vörurnar, sem þeir fá frá bændum, hafa sjómennirnir ekki annað en laun sín, peningana, sem bændur hafa enn lítil not fyrir, en verða þó að taka við til þess að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Þar með hverfur smám saman hin aldagamla vöruskiptaverzlun og pen- ingaveltan kemst í æ ríkari mæli inn í sveitirnar, og hið gamla og feyskna bændaþjóðfélag miðaldanna fer að riðlast. En árið 1864 var einnig örlagaríkt að öðru leyti, þvi að þá fórust alls 3 norðlenzk skip, með samtals rúmlega 30 mönnum. Það sýnir þó skýrar en margt annað, hver máttur manna var orðinn, er hér var komið sögu, að alltaf tókst nokkurn veginn að fylla i skörðin. Á árinu 1865 komust hákarlaskipin fremur seint í legur, þar eð hafís lá lengi fyrir Norðurlandi, þó getur Norðanfari þess i júlí, að allmörg eyfirzku skipanna liggi fyrir vestan Horn. Síðar segir blaðið, að afli í siðustu ferðinni hafi orðið dæma- laust góður eða 1 Vi—8 tunnur lýsis í hlut. Af afla- skýrslu, sem birt var árið eftir kemur það svo i ljós, að þetta sumar hafa aflazt fyrir Norðurlandi 2905 tunnur lýsis eða að peningaverðmæti 82.792,48 rd. Einnig er af sömu skýrslu ljóst, að til veiða hafa gengið þetta ár af Norðurlandi 33 skip, þar af 26 þilskip. Auk þessa segir Norðanfari, að stöðugt sé unnið að endurbótum á flotanum, fimm skip hafi verið stækkuð og endurbyggð og enn muni ætlunin að auka flotann. Hefur vafalaust ekki veitt af, því að elztu fleyturnar hafa nú verið orðnar mjög úr sér gengnar, sennilega vart sjófærar, enda ekki óliklegt, að það hafi átt sinn þátt í hinum miklu tjónum, sem Eyfirðingar urðu fyrir á þessum árum. Af aflaskýrslum fyrir árið 1866 er ljóst, að þá var afli mjög i lakara lagi, nam að peningagildi að- eins 35.910 rd., enda reyndist veturinn harður i búi hjá mörgum. Af fréttum í Norðanfara á árinu 1866 er svo ljóst, að þá féll lýsisverðið úr 32 rd. i 28 rd. tunnan. í septemberblaði Norðanfara 1866 er frétt, sem virðist benda til þess, að ný þróun sé að hefjast t útvegsmálum við Eyjafjörð, en þar segir, að þeit verzlunarstjórarnir Steincke og Möller hafi á veg' um verzlana sinna, Guðmann og Höpfner, reist lifrarbræðslu á Torfunefi við Akureyri, sem brastt geti 90 tunnur lýsis á sólarhring, ef þrír menn starfi við hana í einu. í janúarblaði Norðanfara 1867 er allmerkileg frétt, en þar segir, að þá sé í byggingu á Akureyó þilskip, sem sé að þvi leyti frábrugðið hinum eldrt> að það sé stokkbyggt, 26 álna langt og manngeng1 undir þiljur miðskips. Það var hinn mikli skipa' smiður Jón Chr. Stephánsson, sem þetta skip byggði, og var það augljóslega mikil framför fra 430 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.