Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 64
FISKVERÐ
Fiskbein og fiskslóg Nr. 9/mi.
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi
lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til
mjölvinnslu svo og á lifur frá 1. júní til 30. september
1981.
a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til
fiskimjölsverksmiðja:
Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er sér-
staklega verðlagður, hvert tonn ......... kr. 125.00
Karfa- og grálúðubein og heill karfi og
grálúða, hvert tonn ..................... — 180.00
Steinbítsbein og heill steinbítur, hvert tonn — 81.25
Fiskslóg, hvert tonn .................... — 56.25
b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá skip-
um til fiskimjölsverksmiðja:
Fiskur, sem ekki er sérstaklega verð-
lagður, hvert tonn ....................... kr. 106.40
Karfi og grálúða, hvert tonn ............. — 153.20
Steinbítur, hvert tonn ................... — 69.15
Verðið er miðað við, að seljendur skili framangreindu
hráefni i verksmiðjuþró. Karfa- og grálúðubeinum skal
haldið aðskildum.
Lifur
(bræðsluhæf, seld frá veiðiskipi til lifrarbræðslu):
1) Lifur, sem landað er á höfnum frá Akra-
nesi austur um til Hornafjarðar, hvert
tonn ................................. kr. 1000.00
2) Lifur, sem landað er á öðrum höfnum,
hverttonn ............................ — 780.00
Verðið er miðað við lifrina komna á flutningstæki við
hlið veiðiskips.
Reykjavík, 3. júní 1981.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Kolmunni
Nr. 12/1981.
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi
lágmarksverð á kolmunna til bræðslu frá 1. júní til 30.
september 1981:
Hvert tonn
kr. 255.00
Verðið er miðað við 3% fituinnihald og 19Vo fitufrítt
þurrefni.
Verðið breytist um kr. 17.70 til hækkunar fyrir hvert
1%, sem fituinnihald hækkar frá viðmiðun og hlutfalls-
lega fyrir hvert 0.1%. Verðið breytist um kr. 26.50 til
hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnis-
magn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert
0.1%. Auk verðsins, sem að framan greinir, skal lögum
samkvæmt greiða fyrir kolmunna 7.5% olíugjald og
10% gjald til stofnfjársjóðs fiskiskipa, sem ekki kemur
til skipta.
Fituinnihald og fitufrítt þurrefnismagn hvers kol-
munnafarms skal ákveðið af Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameiginlega af
fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju, eftir nánari
fyrirmælum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Sým
skulu innsigluð af fulltrúa veiðiskips með innsigli við-
komandi skips.
Verðið er miðað við að seljendur skili kolmunna a
flutningstæki við hlið veiðiskips eða í löndunartæki
verksmiðju. Ekki er heimilt að nota aðra dælu en þurr-
dælu eða blanda vatni eða sjó í hráefni við löndun.
Verðuppbætur:
Með vísun til laga nr. 4 frá 1. febrúar 1980 skal greiða
50% uppbót á framangreint verð kolmunna allt veiði-
tímabilið. Uppbót þessi greiðist úr verðjöfnunardeild
Aflatryggingarsjóðs og annast Fiskifélag íslands greiðsl-
urnar til útgerðaraðila eftir reglum, sem sjávarútvegs-
ráðuneytið setur.
Reykjavík, 30. júní 1981-
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Hörpudiskur og rækja Nr. n.mi■
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið
eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski og rækju frá L
júní til 30. september 1981.
Hörpudiskur í vinnsluhæfi ástandi:
a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg ...... kr. 2.18
b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg ...... — 1 -79
Verðið er miðað við að seljendur skili hörpudiski a
flutningstæki við hlið veiðiskips og skal hörpudiskurinn
veginn á bílvog af löggitlum vigtarmanni á vinnslustað og
þess gætt, að sjór fylgi ekki með.
Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Framleiðslu-
eftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærðarflokkun
fram á vinnslustað.
Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi:
a) 160 stk. og færi í kg. hvert kg ......... kr. 7.23
b) 161 til 180 stk. í kg. hvert kg ......... — 6.31
Framhald á bls. 467■
472 — ÆGIR