Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 30
við þorskrannjóknir, fyrst í Eyjafirði en fór þaðan
til Austfjarða. Um þetta segir Bjarni í skýrslu
sinni, sem birt var í Andvara árið 1921: ,,Þar (á
Austfjörðum) hafði ég aldrei safnað neinum gögn-
um til aldursrannsókna og er það svæði þó ekki ó-
merkilegast því að þar er sjór að jafnaði kaldastur
og ekki óliklegt, að það muni setja mark sitt á vöxt
þeirra fiska er dvelja þar árið um kring eða lang-
dvölum. Ég valdi mér Norðfjörð, sem er sú veiði-
stöð á Austfjörðum, sem staðið hefur fremst und-
anfarin ár í veiðum og hafði líka þann kost fyrir
mig, að hún er á miðjum Austfjörðum úti við haf-
ið og veiðar stundaðar bæði grunnt og djúpt á
róðrarbáta og mótorbáta“.
Enda þótt aðaltilgangur Bjarna með ferðinni til
Norðfjarðar sumarið 1920 væri að afla gagna til
aldurslesningar á þorski hefur hann þó stuttan
kafla um síldina í skýrslu sinni: „Síldveiði var
engih á Austfjörðum meðan ég var þar og hefur
verið þar litil síðustu árin....“. Ennfremur segir
Bjarni: ,,.... á Seyðisfirði frétti ég að norskt gufu-
skip á leið til íslands hefði orðið vart við síldar-
torfur úti fyrir Austfjörðum í kringum 25. júlí.
Um líkt leyti hafði verið mikið af síld inni við
Breiðamerkursand að sögn manna, er voru þar að
reyna að koma skipi á flot (sumargjótandi síld)“.
Ennfremur segir Bjarni: ,,Ég gat þess áður að
síld væri í fiskmögum, veiddum við Hornið
(Barðsneshorn). Allt þetta bendir til að ekki hafi
verið alveg síldarlaust fyrir austur og suðurströnd-
inni í sumar og hefði ef til vill orðið meira vart við
hana ef menn hefðu reynt með reknetum, sem víst
enginn gerði“.
Mér hefur orðið tíðrætt um athuganir Bjarna
Sæmundssonar á fjarðasild og það ekki að
ástæðulausu. Enn átti Bjarni eftir að koma til
Austfjarða því að þar var hann í rannsóknarleið-
angri árið 1930. En þá hafði mikil breyting orðið á
síldargöngum á fjörðunum. Um þetta segir Bjarni í
skýrslu sinni, sem birtist í Andvara árið 1931, bls.
89—91:
„Fyrst er að minnast á síldina. Síld hefir
verið mikil við Austurland síðustu árin. Sumar-
ið 1929 var mikið af stórsíld í fjörðunum, þótt
lítið væri veitt. í Norðfjarðarflóa var hún fram
á miðjan vetur (1930), og í Seyðisfirði hefir síld
ef til vill verið allan veturinn og um vorið 1930
var þar mergð af millisíld og smásíld (8—14 í
kg), einkum frá 25. apr. til 10. maí. Skömmu
síðar varð vart við stórsíldargöngu úti fyrir
Norðfjarðarflóa, en hún vildi ekki ganga í fló-
ann, að menn héldu af því, að í honum var þá
eitthvert grugg eða seigt, leðjukennt efni, sem
settist i netin og þyngdi þau niður. Hvað það
hefur verið, skal ég ekkert um segja. Enginn tók
því miður af því sýnishorn til rannsóknar“.
Síðar gerir Bjarni grein fyrir athugunum sínum
sumarið 1930 og segir svo:
„Ég hef nú skýrt frá því helzta er ég varð vís-
ari um austfirzku síldina sumarið 1930. Þar var
bæði óþroskuð millisíld og fullþroskuð stórsíld
(hafsild) og bar miklu meira á henni þvi svo
mátti segja, að áðurnefndir firðir væru ,,fullir“
af henni síðustu viku júlímánaðar og langt fram
í ágúst. Ekki gat ég séð að hún væri frábrugðin
norðlenzku síldinni í neinu verulegu. Hún var
sami blendingurinn af vorgotssíld og sumar-
gotssíld og í svipuðu fjöldahlutfalli, það er að
segja vorgotssildin í miklum meirihluta, fæðan
likt blönduð og í Húnaflóasíldinni 1929, fitan
svipuð og í öllum fjöldanum ekki minni“.
Þarna kemst Bjarni sem sagt að þeirri merkilegu
niðurstöðu að fjarðasíld sé síður en svo sérstök
síldartegund heldur sé hún af sama toga spunnin
og Norðurlandssíldin, þ.e.a.s. aðallega vorgots-
síld, en að nokkru blönduð sumargotssíld en þó
verður munurinn sá mestur, að meira hefur borið a
ungsíld á Austfjörðum en vanalegt var í síldarafl-
anum norðanlands. Þetta átti ekki síst við um síld-
veiðarnar sem stundaðar voru síðla hausts og að
vetrarlagi um og upp úr 1930, en þær veiðar
byggðust ekki hvað síst á ókynþroska millisíld.
Þegar Bjarni Sæmundsson kemur á Norðfjörð
1898 var það þriðja síldarleysisárið í röð. En þau
urðu fleiri. Öll árin fram til 1920, þegar Bjarni
Sæmundsson kemur á Norðfjörð í annað sinn,
voru síldarleysisár. Þetta kemur fram í bók Kari
Sh. Hovland, sem nefnist „Firma J.E. LehmkuhB
Islands-forretning“. Öðru hverju varð þó síldar
vart t.d. á Reyðarfirði 1900 og 1901. Árin 1924 og
1925 virðist útlitið hafa skánað, því þá voru ráðnh
danskir síldveiðimenn til Sameinuðu ísl. verslan-
anna á Eskifirði. (Jón Arnesen). Nótabassinn var
Tómas P. Magnússon á Eskifirði. Lítið mun hafa
veiðst. Enn mun landnótin hafa verið aðalveiðar-
438 — ÆGIR