Ægir - 01.04.1982, Blaðsíða 18
Gagnrýnt hefur verið, m.a. á Alþingi, að ekki
skuli hafa verið greitt í saltfiskdeild Verðjöfnunar-
sjóðs á síðasta ári. Ekki er rétt sem heyrst hefur í
þessari gagnrýni, að greitt hafi verið úr sjóðnum.
Sjóðurinn var að heita má „hlutlaus” gagnvart
saltfiski, greitt var inn í sjóðinn af framleiðslu
1981, þó ekki væri það mikið.
Af þessu tilefni er rétt að geta þess að fulltrúar
saltfiskframleiðenda í stjórn sjóðsins hafa öðru
hverju viðrað hugmyndir um endurskoðun á við-
miðunarverðum í lok hvers tímabils. Viðmiðunar-
verð eru ákveðin i upphafi tímabils, áður en sölu-
samningar eru gerðir og enda þótt taka þurfi tillit
til margra atriða þegar viðmiðunarverð eru ákveð-
in, þá hafa fulltrúar saltfiskframleiðenda í stjórn
sjóðsins reynt að tryggja þokkalega afkomu. Þegar
uppgjör fer fram í lok tímabils sýnir reynslan, að
þær forsendur sem gengið var út frá við ákvörðun-
ina um söluverð, magn á einstaka markaði, gengi
o.fl., standast ekki, með þeim afleiðingum að of
lítið er greitt inn í sjóðinn eða of litið út úr sjóðn-
um eftir atvikum.
Þessu höfum við viljað breyta og endurmeta
ákvörðunina þegar staðreyndir málsins liggja ljós-
ar fyrir.
Má í raun líkja þessu við sparifjáreiganda, sem
væri neyddur til þess í upphafi árs að ákveða
hversu mikið hann leggur inn á sparisjóðsbók sína,
en hefur að öðru leyti mjög óljósar hugmyndir um
fjármál sín á komandi ári.
Hin ranga gengisskráning íslensku krónunnar
mestan hluta síðasta árs olli mjög verulegum tap-
rekstri hjá frystihúsunum og þýddi jafnframt litlar
sem engar greiðslur í saltfiskdeild Verðjöfnunar-
sjóðs, þrátt fyrir mjög hagstætt markaðsverð.
Þetta ber mjög að harma, þar sem reynsla
saltfiskframleiðenda á mögru árunum 1977—1979
sannaði ótvírætt gildi Verðjöfnunarsjóðs. Til að
jafna þann afkomumun sem varð á síðasta ári á
milli hinna einstöku greina fiskvinnslu — og ætíð
hlýtur að verða — var því miður gripið til þess ráðs
að leggja á mismunandi útflutningsgjöld og
millifæra gengismun i stað þess að láta þessa
fjármuni renna í eðlilegum farvegi inn í
viðkomandi deildir Verðjöfnunarsjóðs.
Fagna ber því að við fiskverðsákvörðun frá
síðustu áramótum tókst með sanngjörnum hætti
að jafna sem kostur er væntanlegan afkomumun
hinna þriggja aðalgreina bolfiskvinnslu.
Pétur Pétursson:
Þorskalýsisframleiðslan
1981
Á árinu 1981
framleidd samtals
tonn þorskalýsis,
frá
árinu
er aukning
undan, sem nernut
tonnum. Þetta er
aukning milli
346
þess^
tveggja ára, en sanna
aukningin frá 1978 0
tæp 50%. áttur
Hinn mikli sarnd ,u
í þorskalýsisframle'^^.
sem átti sér stað á íslandi, Noregi, Færeyjum, ^
landi og Þýskalandi fram til ársins 1979 ha ^
sjálfsögðu áhrif til hækkunar á þorskalýsis^j
en sú þróun mun hafa náð hámarki á fyrrl
árs 1981. Afleiðing þessarar hækkunar hefur ^
ið minni eftirspurn svo og aukið framboð eu1 j
frá Noregi og íslandi. í lok vetrarvertíðar 1 ^ ^
lækkuðu þarlendir verð sín á öllum te®un
þorskalýsis allverulega, en íslenskir útflyOe f-
hafa reynt að hamla gegn þessari verðþróun ^ af
leiðingin orðið birgðasöfnun hér svo sem sja1
meðfylgjandi töflu um framleiðslu og úti í
þorskalýsis. Mestur hefur samdrátturinn °gfsá
útflutningi meðalalýsis eða tæp 600 tonn-
186 —ÆGIR