Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1982, Blaðsíða 52

Ægir - 01.04.1982, Blaðsíða 52
þau eru samsett. Girnisnet sjást verst og eru þvi veiðnust að þessu leyti. Þau hafa hins vegar lítið slitþol og eru óþjál í meðförum. Net úr trefjaþráðum sjást mun betur en hafa mun meira slitþol og eru þjál í meðförum. Þarna á milli eru svokölluð þráðanet, sem snúin eru saman úr 3—8 girnisþráðum án þess að mynda þátt. Þessi net hafa orðið mjög vinsæl við þorskveiðar, enda þótt þau sjáist nokkru betur en girnisnetin. Slitþol slíkra neta er lítið eitt minna en trefjanetanna og þau þykja mun þjálli í meðförum en girnisnetin. Langalgengasta efnið í netunum er polyamíð, en það efni er oft nefnt nælon. Þetta efni teygist mjög mikið en er mjög sterkt, þannig að nota má tiltölu- lega grannt efni í netin. Við laxveiðar eru stundum notuð efni sem kallast polyester (terylen, trevira). Það efni teygist allra efna minnst og skaddar laxinn mun minna en polyamíð-netin. Önnur efni eru enn sjaldgæfari. Danir nota gjarnan polyprop- ylon, þegar þeir leggja yfir skipsflök, sem fiskur safnast gjarnan við. Ástæðan er sú, að þetta efni er mjög eðlislétt (0.91) og á því síður að festast. Net úr polyethylen hafa reynst fiskin en eru samt lítið notuð enn sem komið er. Tvö síðasttöldu efnin hafa tiltölulega lítið slitþol miðað við þvermál garnsins og verða því síður gerð ósýnileg en hin efnin tvö. 2.2. Felling Felling er hlutfallið á milli lengdar þess teins, sem netið er fellt við og lengdar netsins í strekktu ástandi. Sé sú tala, sem fæst úr þessari deilingu margfölduð með 100, þá er fellingin táknuð í %, þ.e. linu x 100 = felling í %. lengd nets Norðmenn hafa fundið út, að þorskanet sé hæfi- legt að fella 60%. Net með 60% fellingu fiska betur en 50% felld net, einkum vegna þess, að netin verða lengri með meiri fellingu. Á ákveðna lengd fiska net, sem eru felld 60% mjög svipað og 50% felld net. Net sem felld eru 70% eru hins vegar mun síður aflasæl. Sé fiskurinn hins vegar lítt á hreyfingu, getur reynst vel að fella netin minna, því að þá flækist fiskur frekar í þeim. Við netaveiðar við skipsflök í Norðursjó hefur t.d. reynst vel að nota aðeins 30—35% fellingu. 2.3. Flotmagn Mikilvægt er að dreifa flotmagni sem jafnast á allan efri tein netanna. Ástæðan er sú, að þá liggur netið jafnar. Fá en stór flot með löngu valda strengjum í netinu, sem ekki þykir ^ og einnig er þá hætta á, að netin losni fra undir flotunum. Fiskilegt þykir að nota heldur ^ flotmagn, svo að netin verði sem lausust. t ^ þó ráðlegt að spara við sig flotmagnið, Þar^( straumur er mikill, því að þá gætu netin laSst . j Norðmenn mæla með 65—100 g ^otnra®Q0^ metra við þorskveiðar en við notum gjarnan ^ 200 g/m. Þessi munur á e.t.v. rætur sínar að til þess, að aflavon er yfirleitt mun meiri hja 0 og þá gætu netin sokkið meira en góðu hófi 6.* £( undan fiskþunganum í netunum, ef flotntag11 of lítið. 3. Umhverfisþættir lít>ð Áhrif umhverfisþátta á aflabrögð í net hafa ^ verið rannsökuð. Sumir þættirnir eru þó aUg > ^ svo sem vindhraði, sem getur komið í veg netin sé hægt að draga. Hins vegar er lítið vita ^ það, hvort netin séu síður veiðin, þótt vindhr mikill. jUlii Straumur getur líka valdið ýmsum vandkv# {f bæði við drátt og lagningu. Þegar strauu1 ^ sterkur getur verið nauðsynlegt að leggja hvort undan eða á móti straumi, enda þótt a leyti væri fýsilegra að leggja netin þverstrey ^ Ljósmagnið í sjónum getur haft mikið að 11 j eins og áður hefur verið drepið á, enda rí^Ur niH> mestu um það, hversu vel netin sjást. A & ^ vatni nýtur ljóssins betur og þess vegna veiða betur á nóttinni. Sama á sér stað við rekneta j enda eru þær tæpast stundaðar nema 1 , e( t Tunglskin er því ekki vel séð, þegar veiú ^ grunnu vatni, hvort heldur sem um lagne reknet er að ræða. Þá getur hitinn í sjónum skipt töluverðu h1® ^ur hann hefur áhrif á skrið fisksins. Yfirleitt er gj frekar á stjái, þegar hann er í sínum kjöfh* ^ e< hitastigið hins vegar utan við kjörhitasvi 1 ^j hætt við, að fiskurinn gangi af því svaeði og é sér heppilegra umhverfis. fjSk' Svo sem flestir sjómenn vita, safnast ýmsar. £r tegundir saman á hörðum og hólóttum bot því oft fiskilegt að leggja netin á slíka staði- ^ þarf þó að fara sunnar en i Norðursjóiun 1 e< að sannfærast um það, að slíkur veiðiskaP ^ cr ekki alltaf gæfulegur, því að á harða botnj11 ^ oft mikið um krabbaflær og önnur dýr’ 220 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.