Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1982, Síða 34

Ægir - 01.04.1982, Síða 34
BOKAFREGN Guðjón Ármann Eyjólfsson Stjórn og sigling skipa Siglingareglur Höfundur Guöjón Ármann Eyjólfsson ísafoldarprentsmiðja 1982. Þegar Guðjón Ármann Eyjólfsson tók að sér skólastjórn Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og hóf að kenna siglingareglurnar þar, varð hann þess strax áþreifanlega var að mikill skortur var á öllum kennslugögnum er varðar þetta mjög svo mikilvæga námsefni hjá væntanlegum skipstjórn- armönnum. Frá gamalli tíð hefur kennsla í sigl- ingareglum verið að mestu fólgin i því að láta nemendur læra þær utanbókar, orð fyrir orð, og síðan voru tekin dæmi, er teiknuð voru upp á töfluna í skólastofunni, eða þegar meira var við haft, að litlum skipslíkönum var raðað upp á ýmsa vegu, með breytilegum afstöðustaðsetningum. Segja má, að í raun hafi engin önnur kennslugögn verið fyrir nemendur, utan sú kompa sem siglinga- reglurnar voru prentaðar í. Aftur á móti er til fjöldi erlendra bóka um þetta efni og notaðist Guðjón Ármann nokkuð við þær í kennslu- stundum, sýndi nemendum myndir o.fl. Nemendur' Guðjóns Ármanns hvöttu hann mjög til að leggja í útgáfu bókar um þetta námsefni og aðlaga hana íslenskum aðstæðum. Jónas Sigurðs- son, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, var einnig þeirrar skoðunar að mikil og brýn þörf væri fyrir slíka bók. Á árinu 1976 hefst Guðjón Ármann fyrir alvöru handa við að vinna að bókinni. Ekki var í upphafi auðvelt að fá útgefanda að henni. Var fyrst leitað til Siglingamálastofnunar ríkisins, en hún treysti sér ekki til að standa að útgáfunni vegna óhjá- kvæmilega mikils tilkostnaðar. Að lokum tók ísa- foldarprentsmiðja að sér útgáfuna, en þá hafði fengist styrkur frá fjárveitinganefnd til verksins. Bókin, Stjórn og sigling skipa, siglingareglur, er nú komin út og er mjög til hennar vandað í alla staði og víða leitað heimilda. Geysileg vinna og mikil nákvæmni liggur að Stjórn og sigling skipa siglingareglur isafoldarprentsmiöja hf. Reykjavík 1982 baki ritun og gerð bókarinnar og er vel v andað til ‘A JlV^ heimilda þeirra sem við er stuðst. Miðað vl0,lii ^ ‘A fnik*1’ þörfin fyrir þessa bók hér á landi hefur verio * j er mesta furða að fyrr skuli ekki hafa verið ra samningu og útgáfu slíks verks og á Guðjon^( mann miklar þakkir skilið fyrir þetta framtak• Efnið er mikið að vöxtum og eins og nafn ^ innar bendir til, fjallar hún um siglingaregl01^ hvernig framfylgja eigi þeim undir naer ^ kringumstæðum sem hugsast geti að skapis^3 ^fj Er bókin hin vandaðasta að allri g1 erð inSa' blaðsíður og myndskreytt með hátt í 300 skýr myndum og eru allflestar þeirra í lit. ^an Bókinni er skipt í 22 meginkafla, sem skiptast í fjölda undirkafla. Auk siglingareglna^jf sem fylla meir en helming bókarinnar, eru sers ^ kaflar um Alþjóðlega sjómerkjakerfið, Var fvUn, á siglingavakt, Stefnur skipa, Neyðarstö ^ Stöðvunarvegalengd, Snúningshring skip3^. stjórnhæfni, Þröngar leiðir og skipaskurði. ^ ingar i þoku, Notkun örbylgjutækis, Siglin® 202 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.