Ægir - 01.04.1982, Qupperneq 60
Tafla II: 3500-línan
Gerð
Strokkafjöldi ...........
Strokkaþvermál...........
Slaglengd ...............
Stöðugt álag.............
Snúningshraði, vél, hámark
Bulluhraði ..............
Vikur meðal þrýst........
Brennsluolíunotkun ......
Smurolíunotkun ..........
Þyngd vélar .............
3508 3512 3516
stk. 8 12 16
mm 170 170 170
mm 190 190 190
hö 715 1073 1430
sn/mín 1800 1800 1800
m/sek. 11.4 11.4 11.4
kp/cm2 10.37 10.37 10.37
g/höklst 163 163 163
g/höklst Ekki gefin upp af framleiðanda
kg 6105
Miðað er við brennsluoliu sem hefur hitagildi 10225 kcal/kg.
( 3516 vélar af þessari gerð eru ekki enn komnar á almennan markað.)
stáli, gegnhertir og gegnumboraðir, og þeir hvíla í
höfuðlegustólunum, sem eru boltaðir upp í botn-
ramma vélanna. Hver strokkur hefur eitt strokk-
lok, sem er úr steypujárni, með tvo eins sog- og
blástursloka úr stáli með stellitefóðraðri álagsbrún
og snúningsbúnaði.
Lokasætin eru laus, úr stáli, en ókæld. í strokk-
lokum er einnig eldsneytisloki en hann er sam-
byggður olíudælunni. Bullur eru úr álsteypu með
steypujárnsfóðraðar hringaraufar, hver með tvo
þéttihringi og einn olíuhring, alla fyrir ofan
bulluvöl. Þéttihringirnir eru með plasmahúð.
Bullurnar eru oliukældar þannig að hringrásar-
olíunni er dælt í gegnum tvo ýra upp i bullukoll-
inn. Annar ýrir í kælirúm, sem er umhverfis bullu-
hringina, en hinn ýrir á bulluvalarhúsið og upp í
bullukollinn. Að kælingu lokinni rennur olía niður
strokkfóðringuna. Með sérstökum loka sem er
utan á vélinni er lokað fyrir bullukælinguna á
meðan vélin er gangsett. Strokkfóðringar eru út-
skiptanlegar, í beinu sambandi við kælivatnið, úr
kopar-chromium steypustáli með yfirborðshertan
slitflöt, krosshónaðan. Milli strokkloks og strokk-
fóðringar er millileggsplata úr stáli til þess að verja
efri brún strokkfóðringar gegn sliti.
Vélarnar eru smurðar með hringrásarolíu sem
geymd er í botnpönnu vélanna og kæld í fersk-
vatnskældum kæli. Vélarnar eru ferskvtnskældar,
en ferska vatnið er kælt í sjókældum kæli. Kælar
til að kæla kælivatn og smurolíu geta verið
annaðhvort í formi kælileiðslna sem liggja utan á
skipssíðunni eða að þeir eru inni í skipi og sjónum
Þversnið af Caterpillar dieselvél, 3500 línunni.
228 — ÆGIR
J