Ægir - 01.08.1982, Page 16
að stunda sérstakar veiðar úr vannýttum stofni, og
minnki síðan aftur eftir að búið er að taka „kúf-
inn“ af. Hættan liggur svo í því, að í ákafanum við
að halda uppi afla, verði gengið of nærri stofn-
inum, en ekki numið staðar við þau mörk, sem tal-
ist gætu eðlileg nýting. Því miður erum við ekki
ennþá í stakk búin til að segja um, hver er
afrakstursgeta blálöngustofnsins við ísland, til
þess þarf lengra tímabil veiða og kerfisbundinna
rannsókna. Stærð hans er því enn óþekkt. Á
meðan ekki eru þekktar aðrar gotstöðvar hér við
land en á aðal blálönguveiðisvæðinu, verður að
gera ráð fyrir — annað væri óvarlegt — að got-
stofn íslenska blálöngustofnsins sé þar allur
samankominn til hrygningar yfir gottímann.
Við núverandi kringumstæður er ég ekki svo
mjög hrædd um, að gengið verði svo nærri
blálöngustofninum að honum sé stór hætta búin.
Kemur þar ýmislegt til, en einkum tvö atriði tel ég
þar vega mest. Sérstakar blálönguveiðar eru
eingöngu stundaðar á hrygningarstofninum á
hrygningartíma. Veiðarnar eru nánast íhlaup um
tiltölulega skamman tíma frá öðrum veiðiskap.
Fiskað er á miklu dýpi, sem er tafsamara en á
grunnu, svo afli þarf að vera góður með því verði
sem nú er á blálöngu, borið saman við ýmsan
annan fisk. Ég hefi því þá trú, að veiðum verði
hætt ár hvert, þegar afli fer að tregðast verulega,
og skipin snúi sér að öðrum veiðiskap. Sú hætta
skal þó ekki útilokuð, að svo mikið veiðist af
gotstofninum, áður en fiskurinn nær að hrygna,
að helst til litið verði eftir til hrygningar. Þessi
hætta felst meðal annars í því, hve
hrygningarsvæðið virðist takmarkað og hve þétt
fiskurinn stendur á þessum tíma, nánast í torfu.
Samkvæmt aldursgreiningu er slikra áhrifa þó ekki
farið að gæta í veiði þessara tveggja ára, þ.e. 1980
og 1981. En þær aldursgreiningar, sem búið er að
gera úr afla 1982, benda til þess að stofninn sé
farinn að sýna viðbrögð við veiðum. Minna er um
elstu fiskana í aflanum en var árin á undan. Árin
1980 og 1981 var mest um 13 ára fisk í afla ís-
lendinga (hængar og hrygnur samanlagt), en árið
1982 er það 12 ára fiskur sem er mest áberandi.
Auk þess er meðallengdin mun minni en hin a ^
og yngri fiskur kominn í veiðina. Á hitt ber sV°
líta, að ókynþroska hluta stofnsins er ekki
bein hætta af þessum veiðum því þssr bel
eingöngu í kynþroskahluta stofnsins eins °S a
er getið. Nokkuð veiðist af ókynþroska fis^1 satj
aukaveiði við annan veiðiskap, en að mínu ^
ekki í það ríkum mæli, að stofninum sé heetta .
af því. Nýliðun í hrygningarstofninn er þvl
veruleg hætta búin vegna veiðanna. ^
Með tilliti til framansagðs er brýn nauðsyn
vel verði fylgst með þróun blálönguveiðanna
áhrifum þeirra á stofninn, svo hægt verði að gr
í taumana, ef blikur eru á lofti.
Heimildir
Bjarni Sæmundsson, 1926: Fiskarnir. Reykjavík. . 0n |
Magnússon, J.V., 1975—1981: Icelandic investigauo ^
blue ling (Molva dypterygia). Annls. Biol., Copen
32—38. fhluel>nS
Magnússon, J.V., 1982: Age, growth and weight ot ^ ^
(Molva dypterygia) in lcelandic waters. ICES,
1982/G:22. 59i
Rollefsen, G., 1960: Havet og váre fisker. Bergen, nr-
bls. 36. ajrar
Vilhelmina Vilhelmsdóttir, 1976: Langhalar, gulUax og
fisktegundir á djúpslóðum. Sjávarfréttir, 7. tbl., 4. arg- ,ujr
Vilhelmína Vilhelmsdóttir, 1980: Um blálöngu. Sjávar
7. tbl., 8. árg.
Summary
This paper outlines the general biology of blue hng
(tfo^
Ávth anj
dypterygia). It deals with the age composition, Br0".'n' j980
weight and an analysis of the Icelandic blue ling catches i
and 1981. f e»
Females grow faster than males but males are y°uU® uoUt 75
size-
reaching maturity. They are then appr. 9 years old and a .
cm in size but females appr. 11 years old and 88 cm m ^
The Icelandic catches of blue ling in 1980 and 198 )and
mainly from the spawning stock S off the Westman "'^^es
The analysis of the age composition shows that the
consist mainly of the age groups 10 to 14, the peak bemg ^sU
group 11 for males and at age group 13 for females wh‘c efVed
the peak for the sexes combined. Males are no longer o
in the catches after the age of 17. on is
The sudden increase in the blue ling catches from jerjve
discussed. It is assumed that the blue ling at Ieelan s0rtie
mainly from one spawning stock S off lceland but also
extent from the spawning stock off the Faroes.
408 — ÆGIR