Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1982, Page 42

Ægir - 01.08.1982, Page 42
Elías Kristjánsson: Flutningar á vörupöllum Þar sem nú hefur verið ákveðið að flytja frystan fisk á vörupöllum til Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna og SÍF er að hugsa um hvort heppilegt sé að flytja þannig pakkaðan saltfisk til Portúgals, þá er ekki úr vegi að fjalla aðeins um flutninga á pöllum almennt og þróun i þeim málum á síðasta áratug, þótt erfitt sé að gera því góð skil í stuttri grein. Á áratugnum 1960-1970 varð fyrst veruleg aukn- ing á flutningum á vörupöllum, pallar voru þá smíðaðir af öllum stærðum, gerðum og gæðum og ber aðeins á því enn að fyrirtæki láti smíða fyrir sig sérstakar stærðir palla, heldur en að nota staðlaðar umbúðir sem henta á þá palla sem eru almennt í notkun. Flutningar á sjó Helstu vandamál við flutning palla á sjó, hafa lengst af verið að lestarlag skipanna hentaði illa, fláalögun að neðan og til endanna. Var varan oft laus á pöllunum, t.d. óbundnir sekkir, þannig að við velting og titring vildi farmurinn skríða b lestunum, oft með hinum alvarlegustu afleiðingu Undirritaður var sjálfur á skipi, sem kvaddi 'j^ borð sjávar mjög skyndilega, en farmurinn sekkjaður siliconsalli á brettum. Helstu ráð til að koma í veg fyrir skrið farI^’ hefur verið að koma uppblásanlegum gúmmi-P ^ um (Dunnage bags) fyrir í holrúmi milli pa|la skorða af með timbri og binda, þar sem þv' va við komið. Skipulag Vegna þessara vandamála og misjafnra stasrjja og gerða, og einnig vegna þess hve vörunni vnf 1 hlaðið á pallana og umbúðastærðir óhentugar’ fóru hagsmunasamtök í flutningum að halda ra stefnur og fundi um skipulagningu þessara f|utn inga og tæknilega hagræðingu og hagkvæmm- Út úr þessum fundum kom hugtakið ,,einWg hleðsla". Hugtakið er einfalt, en með því er átt V1 Transitpallur 1200x1000 Pakkningarstœrð: 500x600 mm, 300x400 mm, 400x600 mm. 434 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.