Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 31
a,nlogsmenn og gestir á aðalfundinum 11. des. 1981.
Stofnfundur 7. desember 1932
. ^ð þessum undirbúningi loknum kvaddi nefnd-
!n ^ann 7. desember 1932 til stofnfundar lifrarsam-
8S 1 Vestmannaeyjum. Var fundurinn haldinn í
. °°dtemplarahúsinu við Vestmannabraut. Fund-
lnn sett' Jóhann Þ. Jósefsson alþm., en hann var
0rsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar. Á
Undinn mættu yfir 70 útgerðarmenn auk banka-
stJora Útvegsbankans í Reykjavik, Helga Guð-
y.Un^ssonar og bankastjórans í Eyjum, Haraldar
•8gós Björnssonar. Þá mættu einnig Ásgeir Þor-
steinsson verkfræðingur og B. P. Kalman mála-
. utn>ngsmaður. Kynnt voru drög að kaupsamn-
“Jgimilli bankans og væntanlegs samlags um kaup
Heklu, útbúinni sem fullkominni bræðslustöð.
a var lagt fram á fundinum tillaga að lögum fyrir
1 rarsamlag Vestmannaeyja. Nokkrar umræður
r u á fundinum um kaupin á bræðslustöðinni og
Sum samlagsins. Voru fundarmenn mjög áhuga-
mir að stofna sameiginlega bræðslu og kaupa
>gnir Heklu af bankanum. í lok fundarins voru
,°g Lifrarsamlagsins samþykkt, en áður hafði ver-
samþykkt með atkvæðum 72 útvegsmanna að
° na Lifrarsamlag Vestmannaeyja og fela vænt-
egri stjórn að semja við Útvegsbankann á
rundvelli fyrirliggjandi kaupsamnings. í lok
ndarins var kosin fyrsta stjórn samlagsins og
utu Þessir kosningu i aðalstjórn sem í eiga sæti 3
^enn: Formaður Jóhann Þ. Jósefsson alþm.,
afur Auðunsson útgm. Þinghól og Hjálmur
°nráðsson kaupfélagsstjóri í Kf. Bjarma. í vara-
stjórn voru kosnir Pétur Andersen útgm. Sólbakka
og Guðmundur Einarsson útgm. Viðey. Endur-
skoðendur voru kjörnir Bjarni Jónsson Svalbarði
og Sigurður Ólason Þrúðvangi. Til að annast bók-
hald og útborganir réð stjórnin Bjarna Jónsson frá
Svalbarði.
Fyrsta starfsárið
Fyrsta starfsár Lifrarsamlags Vestmannaeyja
varð 1933, en árið áður en Lifrarsamlagið var
stofnað störfuðu hér að minnsta kosti 6 bræðslur.
Við stofnun samlagsins voru allar þessar bræðslur
lagðar niður, þó varð samlagið að nota tvær eða
þrjár þeirra framan af vertíðinni, þar til lifrar-
bræðslan varð tilbúin, sem var í byrjun apríl 1933.
Á fyrsta starfsári var tekið á móti 1.159 tonnum af
lifur í samlagið og var lýsisframleiðslan 462 tonn
eða tæplega 40% nýting. Nýtingin átti eftir að
aukast mikið strax árið 1934 upp í rúmlega 50%.
Verksmiðjustjóri og umsjón með lýsisvinnslunni
fyrsta starfsár samlagsins hafði Þórður Runólfs-
son vélfræðingur frá Héðni, en Vélsmiðjan Héð-
inn í Reykjavík hafði með uppsetningu á tækjum
og vélum að gera. Starfsmannafjöldi í samlaginu á
fyrsta starfsári voru 11 manns sem unnu við lýsis-
bræðsluna og var ráðningatími til maíloka og laun
á mann kr. 200 á mánuði.
88 þúsund tonn af lifur
Á þeim 50 árum sem Lifrarsamlagið hefur starf-
að hefur það tekið á móti 88.069 tonnum af lifur í
ÆGIR — 79