Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 32
Ljósmynd eflir málverki Engilberls Gíslasonar frá fyrstu starfs- árum samlagsins. vinnslu. Lýsisframleiðslan úr þessu lifrarmagni er 52.262 tonn. Auk þess sem framleidd voru 414 tonn af lifrarmjöli á árunum 1934—1938. Þá rak samlagið kaldhreinsun um tima og fellur þá til efn- ið stearin. Alls nam framleiðsla þess 296 tonnum á árunum 1941—1950, en þá féll kaldhreinsun niður vegna söluerfiðleika á kaldhreinsuðu lýsi. Þá hafa 126 tonn af lifur farið í niðursuðu frá 1980—1982. Auk þess hefur niðursuðuverksmiðja samlagsins soðið niður hrogn í nokkrum mæli og nú hefur verið mikið unnið við niðursuðu á síld í sósum. En lifrarniðursuða er ekki möguleg nema yfir vertíð- ina frá febrúar til maíbyrjunar. Rekstur í hálfa öld í rekstri Lifrarsamlagins hafa skipst á skin og skúrir eins og í öðrum atvinnurekstri til lands og sjávar. Komið hafa góð ár með háu lýsisverði og slæm ár með lágu heimsmarkaðsverði á lýsi. Fram- an af var lýsið sett í tunnur og flutt þannig til kaup- enda erlendis. í þessu sambandi þurfti að byggja sérstakt húsnæði, svokallað stálhús, þar sem nið- ursuðuverksmiðjan er nú til húsa. Seinna var ráðist í að smíða tanka undir framleiðsluna og þurfti að fjölga tönkum þegar lýsið seldist illa, til að geta geymt næstu vertíðarframleiðslu. Býr verksmiðjan i dag mjög vel i tankarými, sem kemur sér vel eftir að farið var af stað í kaldhreinsun á lýsi fyrr á þessu ári. Lifrarsamlagið hefur ávallt verið heppið með starfsfólk og stjórnendur. Framan af voru starfs- menn flestir ráðnir til starfa eingöngu yfir vertíðar- mánuðina, en seinna breyttist þetta. Þá hafði starfsfólki fækkað með aukinni tækni við rekstur- inn. Við bræðslu og kaldhreinsun vinna nú 6 menn. í niðursuðuverksmiðjunni vinna að jafnaði um 15 manns, en vinnslutími hefur verið um 10 mánuðir á ári. Mesta lifrarmagn á einu ári varð 1959, en þá komu 4.050 tonn í samlagið og lýsisframleiðslan varð 2.565 tonn eða 63,3% nýting. Minnsta magn á einu ári varð að sjálfsögðu gosárið 1973, en þá komu 274 tonn af lifur í samlagið og framleitt lýsi var 190 tonn. Um atkvæðisrétt í samlaginu er þannig farið að eitt atkvæði á aðalfundi er fyrir hverja 1000 lítra lifrar, sem samlagsmaður hefur lagt inn til sant- lagsins, eða brot úr þúsundi og eitt atkvæði fyrir hvert heilt þúsund lifrar þar framyfir. Þó má eng- inn samlagsmanna fara með meira en 20% af satn- anlögðu atkvæðamagni í samlaginu. Hafa þessar reglur verið óbreyttar frá stofnun samlagsins. Niðursuða og kaldhreinsun Árið 1980 hóf samlagið rekstur niðursuðuverk- smiðju, en aðdragandann að stofnun hennar má rekja til 1976, en þá voru nokkrar umræður um málið hjá stjórnendum samlagsins. Árið eftir komst málið á rekspöl og fest voru kaup á tækja- búnaði til verksmiðjunnar. Unnið var að breyting- um á húsnæði og breytingum lokið í árslok 1979- Síðan verksmiðjan var opnuð 1980 hefur tækja- búnaður verið aukinn, og er hún nú ágætlega tækj- um búin til þeirra verkefna sem unnið er að. En það er niðursuða á lifur yfir veturinn og síldarnið- ursuða á öðrum tíma. í árslok 1981 var ákveðið að Lifrarsamlagið tæki þátt i stofnun hlutafélags um kaldhreinsun á lýsi. Er fyrirtækið til húsa hjá samlaginu og hóf starfrækslu um mitt ár 1982. Þurfti að kaupa mik- inn og fullkominn tækjabúnað til verksmiðjunnar- En ýmislegt var til staðar í samlaginu auk húsnæð- is, má þar nefna tanka bæði stóra og litla auk ýmislegs annars sem nota þarf við kaldhreinsum Auk Lifrarsamlagsins eiga lifrarbræðslur á Ólafs- vík og Patreksfirði og Pétur Pétursson í Reykjavík hlut i Lýsisfélaginu hf. Er hlutur Lifrarsamlagsins 40% af heildarhlutafénu. Er lýsi frá Ólafsvík og Patreksfirði flutt hingað til Eyja eftir vetrarvertíð til kaldhreinsunar. Hlutur Lifrarsamlagsins í lýsis- magninu yfir landið hefur verið um 20% undan- farin ár. Með tilkomu Ólafsvíkur og Patreksfjarð- ar í kaldhreinsun fer hlutur Lýsisfélagsins í rúm- lega 25% af lýsismagninu á öllu landinu. 80 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.