Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 32
Ljósmynd eflir málverki Engilberls Gíslasonar frá fyrstu starfs-
árum samlagsins.
vinnslu. Lýsisframleiðslan úr þessu lifrarmagni er
52.262 tonn. Auk þess sem framleidd voru 414
tonn af lifrarmjöli á árunum 1934—1938. Þá rak
samlagið kaldhreinsun um tima og fellur þá til efn-
ið stearin. Alls nam framleiðsla þess 296 tonnum á
árunum 1941—1950, en þá féll kaldhreinsun niður
vegna söluerfiðleika á kaldhreinsuðu lýsi. Þá hafa
126 tonn af lifur farið í niðursuðu frá 1980—1982.
Auk þess hefur niðursuðuverksmiðja samlagsins
soðið niður hrogn í nokkrum mæli og nú hefur
verið mikið unnið við niðursuðu á síld í sósum. En
lifrarniðursuða er ekki möguleg nema yfir vertíð-
ina frá febrúar til maíbyrjunar.
Rekstur í hálfa öld
í rekstri Lifrarsamlagins hafa skipst á skin og
skúrir eins og í öðrum atvinnurekstri til lands og
sjávar. Komið hafa góð ár með háu lýsisverði og
slæm ár með lágu heimsmarkaðsverði á lýsi. Fram-
an af var lýsið sett í tunnur og flutt þannig til kaup-
enda erlendis. í þessu sambandi þurfti að byggja
sérstakt húsnæði, svokallað stálhús, þar sem nið-
ursuðuverksmiðjan er nú til húsa. Seinna var ráðist í
að smíða tanka undir framleiðsluna og þurfti að
fjölga tönkum þegar lýsið seldist illa, til að geta
geymt næstu vertíðarframleiðslu. Býr verksmiðjan
i dag mjög vel i tankarými, sem kemur sér vel eftir
að farið var af stað í kaldhreinsun á lýsi fyrr á
þessu ári.
Lifrarsamlagið hefur ávallt verið heppið með
starfsfólk og stjórnendur. Framan af voru starfs-
menn flestir ráðnir til starfa eingöngu yfir vertíðar-
mánuðina, en seinna breyttist þetta. Þá hafði
starfsfólki fækkað með aukinni tækni við rekstur-
inn. Við bræðslu og kaldhreinsun vinna nú 6
menn. í niðursuðuverksmiðjunni vinna að jafnaði
um 15 manns, en vinnslutími hefur verið um 10
mánuðir á ári.
Mesta lifrarmagn á einu ári varð 1959, en þá
komu 4.050 tonn í samlagið og lýsisframleiðslan
varð 2.565 tonn eða 63,3% nýting. Minnsta magn
á einu ári varð að sjálfsögðu gosárið 1973, en þá
komu 274 tonn af lifur í samlagið og framleitt lýsi
var 190 tonn.
Um atkvæðisrétt í samlaginu er þannig farið að
eitt atkvæði á aðalfundi er fyrir hverja 1000 lítra
lifrar, sem samlagsmaður hefur lagt inn til sant-
lagsins, eða brot úr þúsundi og eitt atkvæði fyrir
hvert heilt þúsund lifrar þar framyfir. Þó má eng-
inn samlagsmanna fara með meira en 20% af satn-
anlögðu atkvæðamagni í samlaginu. Hafa þessar
reglur verið óbreyttar frá stofnun samlagsins.
Niðursuða og kaldhreinsun
Árið 1980 hóf samlagið rekstur niðursuðuverk-
smiðju, en aðdragandann að stofnun hennar má
rekja til 1976, en þá voru nokkrar umræður um
málið hjá stjórnendum samlagsins. Árið eftir
komst málið á rekspöl og fest voru kaup á tækja-
búnaði til verksmiðjunnar. Unnið var að breyting-
um á húsnæði og breytingum lokið í árslok 1979-
Síðan verksmiðjan var opnuð 1980 hefur tækja-
búnaður verið aukinn, og er hún nú ágætlega tækj-
um búin til þeirra verkefna sem unnið er að. En
það er niðursuða á lifur yfir veturinn og síldarnið-
ursuða á öðrum tíma.
í árslok 1981 var ákveðið að Lifrarsamlagið
tæki þátt i stofnun hlutafélags um kaldhreinsun á
lýsi. Er fyrirtækið til húsa hjá samlaginu og hóf
starfrækslu um mitt ár 1982. Þurfti að kaupa mik-
inn og fullkominn tækjabúnað til verksmiðjunnar-
En ýmislegt var til staðar í samlaginu auk húsnæð-
is, má þar nefna tanka bæði stóra og litla auk
ýmislegs annars sem nota þarf við kaldhreinsum
Auk Lifrarsamlagsins eiga lifrarbræðslur á Ólafs-
vík og Patreksfirði og Pétur Pétursson í Reykjavík
hlut i Lýsisfélaginu hf. Er hlutur Lifrarsamlagsins
40% af heildarhlutafénu. Er lýsi frá Ólafsvík og
Patreksfirði flutt hingað til Eyja eftir vetrarvertíð
til kaldhreinsunar. Hlutur Lifrarsamlagsins í lýsis-
magninu yfir landið hefur verið um 20% undan-
farin ár. Með tilkomu Ólafsvíkur og Patreksfjarð-
ar í kaldhreinsun fer hlutur Lýsisfélagsins í rúm-
lega 25% af lýsismagninu á öllu landinu.
80 — ÆGIR