Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 58

Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 58
Áhrif veiða á lífkeðjuna Því miður er sáralítið vitað um mikilvægi marsíl- isins sem fæðu fyrir sjófugla, fiska og sjávarspen- dýr og vantar tilfinnanlega meiri rannsóknir á því sviði. Talsverðar líkur má leiða að því að kría, lundi og annar svartfugl veiði fyrst og fremst ókyn- þroska fisk þ.e. seiði og eins árs gömul síli. Senni- legast er að þorskur, ufsi, ýsa, skarkoli og ýmsir aðrir fiskar sæki í alla aldursflokka og selur fyrst og fremst í fullorðin síli. Ef þetta er nokkuð nærri lagi myndu veiðar hafa lítil áhrif á fæðuöflun fugla en gætu haft áhrif á fæðuöflun ýmissa fiska. Vitað er að við Suðvestur- og Suðurland er síli fæða þorsks, ýsu, skarkola og fleiri tegunda sérstaklega síðla sumars og á haust- in. Upplýsingar vantar til þess að hægt sé að meta hvað sílið er mikilvægt í fæðu þessara fiska, en til þess að framboð af marsíli sem fæðu fyrir þessa fiska minnki svo nokkru nemi, þyrftu að koma til veiðar svipaðar og í Norðursjó þ.e. mikil sókn í stofninn og veruleg sókn í ókynþroska hluta stofnsins. Veiðarfceri og óæskileg aukaveiði í Norðursjó og við tilraunaveiðarnar hér við land hefur verið notuð mjög fínriðin botnvarpa. í Norðursjó veiðist með sandsílunum þorskur, ýsa, lýsa, ufsi, síld, makríll og fleiri tegundir t.d. flatfiskur. Ekki hefur verið litið á þessa aukaveiði sem verulegt vandamál nema einna helst stað- og tímabundna veiði á síldarseiðum og eins árs síld. Norðmenn veiddu 1979 100 þúsund tn, 1980 145 þús. tn. og 1981 53 þús. tn. af sandsílum í Norður- sjó. Samkvæmt upplýsingum frá þeim var aukaafli þessi ár 1—2%. Við tilraunaveiðarnar hér 1978—1980 reyndist aukaafli vera talsvert vandamál og var aukaafli, sérstaklega 1980, meginástæða fyrir því að tilraun- unum var hætt 1981. Raunin var reyndar sú að á meðan góður sílisafli fékkst var sílið hreint og aukaafli óverulegur eins og kemur fram i töflum 5, 6 og 7 hér að framan, en þegar lítið fékkst af sili var aukaaflinn verulegt vandamál og alls óviðun- andi. Þannig var ástandið t.d. 1980, þegar mjög lítið fékkst af síli, alveg óviðunandi. í aukaaflan- um var ýsa mest áberandi og alvarlegast að oft bar mikið á smáýsu í aflanum, einnig fékkst síld, lýsa, sandkoli og fleiri tegundir. Marsílið er sundmagalaust og lóðar því illa á því, þó kemur það fram sem ryklóðning á dýptar- mæli þar sem mikið er af því. Þegar veiðarnar voru stundaðar lóðaði ekki eingöngu á sílinu við boti1 heldur voru lóðningar uppi um allan sjó yfir daS' inn. Á næturnar hvarf sílið alveg og hefur annat' hvort leitað upp undir yfirborð eða grafið sig | botninn. Ekki hefur verið reynt að veiða sílið upPJ í sjó t.d. í nót eða flotvörpu. Með veiðum í ÞesSI veiðarfæri væri sennilegast hægt að losna að mestu við aukaafla þ.e. flestar tegundir nema síld. Eius og kemur fram í töflu 3 er sílið við Suðurland,sef' staklega við Ingólfshöfða, það stórt að það héldist sennilega í smáriðinni loðnunót. Hafrannsókn^' stofnunin hefur lagt til að fengið verði nótaskip11 að reyna þessar veiðar í sumar. Danir fá stóran hluta af sínum sandsílisafla í og júni. Seley reyndi veiðar fyrir Suðausturlandi1 maí og júní 1979. Sílið sem fékkst i maí var mjö£ rýrt og horað eftir veturinn (sjá töflu 4), fita ufl1 1.1%. Um 58% af aflanum var eins árs sili senn1' legast nýgengið að Suðausturlandi. í júlí og ágús' 1979 var silið aftur á móti 7—8% feitt og búið & taka út sumarvöxtinn. Eins og sést á töflu 3 var eins árs síli þá aðeins 22% af aflanum. í ágúst oí september fer sílið að þroska kynfæri og horast Þa aftur. Ef sílið reynist veiðanlegt i júlí og ágúst et það heppilegasti timinn fyrir veiðar. HELSTU HEIMILDIR: Eyjólfur Friðgeirsson, 1979. „Notes on capelin and sand^ larvae collected in lcelandic waters 1976—1979.“ l.C.E s' C.M. 1979/L:28. Eyjólfur Friðgeirsson, 1980. ,,On sandeel in O-group survö' in lcelandic and adjacent waters 1970—1979.“ l.C.E.S. C.^ ' 1980/G:15. Hermann Einarsson, 1951. „The post-larval stages of san^ eels (Ammodytidae) in Faroe, lceland and W-Greenland V'a1 ers.“ Acta Naturalia Islandica Vol. 1 — No. 7 1951. Hermann Einarsson, 1955. „On the post-larval stages a Ammodytes lancea Cuvier." Acta Naturalia Islandica Vol- — No. 1. 1955. Hjálmar Vilhjálmsson, Jutta V. Magnússon, Eyjólfur Fr^ geirsson, 1980. „Report on the O-group fish survey in lcelandlC and East-Greenland waters, August 1980.“ l.C.E.S. C.^ ' 1980/H:64. ENGLISH SUMMARY Sandeels Three species of sandeels are found at Iceland. Ammodyte' tobianus, Ammodytes marinus and Hyperoplus lanceolatus- Á tobianus and H. lanceolatus are uncommon but A. marinus among the most common fishes at Iceland. The former species are only found at S- and SW-Iceland but A. marinus11 around Iceland. Framhald á bls■ 6 106 —ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.