Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1983, Page 58

Ægir - 01.02.1983, Page 58
Áhrif veiða á lífkeðjuna Því miður er sáralítið vitað um mikilvægi marsíl- isins sem fæðu fyrir sjófugla, fiska og sjávarspen- dýr og vantar tilfinnanlega meiri rannsóknir á því sviði. Talsverðar líkur má leiða að því að kría, lundi og annar svartfugl veiði fyrst og fremst ókyn- þroska fisk þ.e. seiði og eins árs gömul síli. Senni- legast er að þorskur, ufsi, ýsa, skarkoli og ýmsir aðrir fiskar sæki í alla aldursflokka og selur fyrst og fremst í fullorðin síli. Ef þetta er nokkuð nærri lagi myndu veiðar hafa lítil áhrif á fæðuöflun fugla en gætu haft áhrif á fæðuöflun ýmissa fiska. Vitað er að við Suðvestur- og Suðurland er síli fæða þorsks, ýsu, skarkola og fleiri tegunda sérstaklega síðla sumars og á haust- in. Upplýsingar vantar til þess að hægt sé að meta hvað sílið er mikilvægt í fæðu þessara fiska, en til þess að framboð af marsíli sem fæðu fyrir þessa fiska minnki svo nokkru nemi, þyrftu að koma til veiðar svipaðar og í Norðursjó þ.e. mikil sókn í stofninn og veruleg sókn í ókynþroska hluta stofnsins. Veiðarfceri og óæskileg aukaveiði í Norðursjó og við tilraunaveiðarnar hér við land hefur verið notuð mjög fínriðin botnvarpa. í Norðursjó veiðist með sandsílunum þorskur, ýsa, lýsa, ufsi, síld, makríll og fleiri tegundir t.d. flatfiskur. Ekki hefur verið litið á þessa aukaveiði sem verulegt vandamál nema einna helst stað- og tímabundna veiði á síldarseiðum og eins árs síld. Norðmenn veiddu 1979 100 þúsund tn, 1980 145 þús. tn. og 1981 53 þús. tn. af sandsílum í Norður- sjó. Samkvæmt upplýsingum frá þeim var aukaafli þessi ár 1—2%. Við tilraunaveiðarnar hér 1978—1980 reyndist aukaafli vera talsvert vandamál og var aukaafli, sérstaklega 1980, meginástæða fyrir því að tilraun- unum var hætt 1981. Raunin var reyndar sú að á meðan góður sílisafli fékkst var sílið hreint og aukaafli óverulegur eins og kemur fram i töflum 5, 6 og 7 hér að framan, en þegar lítið fékkst af sili var aukaaflinn verulegt vandamál og alls óviðun- andi. Þannig var ástandið t.d. 1980, þegar mjög lítið fékkst af síli, alveg óviðunandi. í aukaaflan- um var ýsa mest áberandi og alvarlegast að oft bar mikið á smáýsu í aflanum, einnig fékkst síld, lýsa, sandkoli og fleiri tegundir. Marsílið er sundmagalaust og lóðar því illa á því, þó kemur það fram sem ryklóðning á dýptar- mæli þar sem mikið er af því. Þegar veiðarnar voru stundaðar lóðaði ekki eingöngu á sílinu við boti1 heldur voru lóðningar uppi um allan sjó yfir daS' inn. Á næturnar hvarf sílið alveg og hefur annat' hvort leitað upp undir yfirborð eða grafið sig | botninn. Ekki hefur verið reynt að veiða sílið upPJ í sjó t.d. í nót eða flotvörpu. Með veiðum í ÞesSI veiðarfæri væri sennilegast hægt að losna að mestu við aukaafla þ.e. flestar tegundir nema síld. Eius og kemur fram í töflu 3 er sílið við Suðurland,sef' staklega við Ingólfshöfða, það stórt að það héldist sennilega í smáriðinni loðnunót. Hafrannsókn^' stofnunin hefur lagt til að fengið verði nótaskip11 að reyna þessar veiðar í sumar. Danir fá stóran hluta af sínum sandsílisafla í og júni. Seley reyndi veiðar fyrir Suðausturlandi1 maí og júní 1979. Sílið sem fékkst i maí var mjö£ rýrt og horað eftir veturinn (sjá töflu 4), fita ufl1 1.1%. Um 58% af aflanum var eins árs sili senn1' legast nýgengið að Suðausturlandi. í júlí og ágús' 1979 var silið aftur á móti 7—8% feitt og búið & taka út sumarvöxtinn. Eins og sést á töflu 3 var eins árs síli þá aðeins 22% af aflanum. í ágúst oí september fer sílið að þroska kynfæri og horast Þa aftur. Ef sílið reynist veiðanlegt i júlí og ágúst et það heppilegasti timinn fyrir veiðar. HELSTU HEIMILDIR: Eyjólfur Friðgeirsson, 1979. „Notes on capelin and sand^ larvae collected in lcelandic waters 1976—1979.“ l.C.E s' C.M. 1979/L:28. Eyjólfur Friðgeirsson, 1980. ,,On sandeel in O-group survö' in lcelandic and adjacent waters 1970—1979.“ l.C.E.S. C.^ ' 1980/G:15. Hermann Einarsson, 1951. „The post-larval stages of san^ eels (Ammodytidae) in Faroe, lceland and W-Greenland V'a1 ers.“ Acta Naturalia Islandica Vol. 1 — No. 7 1951. Hermann Einarsson, 1955. „On the post-larval stages a Ammodytes lancea Cuvier." Acta Naturalia Islandica Vol- — No. 1. 1955. Hjálmar Vilhjálmsson, Jutta V. Magnússon, Eyjólfur Fr^ geirsson, 1980. „Report on the O-group fish survey in lcelandlC and East-Greenland waters, August 1980.“ l.C.E.S. C.^ ' 1980/H:64. ENGLISH SUMMARY Sandeels Three species of sandeels are found at Iceland. Ammodyte' tobianus, Ammodytes marinus and Hyperoplus lanceolatus- Á tobianus and H. lanceolatus are uncommon but A. marinus among the most common fishes at Iceland. The former species are only found at S- and SW-Iceland but A. marinus11 around Iceland. Framhald á bls■ 6 106 —ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.