Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 22
Verksmiðjan var opnuð í október 1938 og stóð við
Lindargötu í Reykjavík. Ekkert var til verksmiðj-
unnar sparað og sögðu erlendir sérfræðingar að
hún stæði ekki að baki nýtísku verksmiðjum er-
lendis. Niðursuðuverksmiðjan veitti tugum manna
atvinnu.
í niðursuðuverksmiðju SÍF var unnt að sjóða og
leggja niður flestar tegundir sjávarafurða, græn-
meti og fleira. Meðal vörutegunda, sem verksmiðj-
an framleiddi, voru reykt síld, gaffalbitar, síldar-
flök, fiskbollur, gulrætur og grænar baunir. Fram-
leiðslan var bæði seld innanlands og utan og fór
mikið af útflutningnum til Bandaríkjanna. Rekst-
ur verksmiðjunnar gekk misjafnlega þau ár sem
S.Í.F. starfrækti hana en verksmiðjan var seld árið
1952. Þá töldu menn að hún hefði lokið því for-
gangsverkefni sem henni var ætlað í upphafi, þ.e.
að sýna hvað hægt væri að gera í niðursuðumálum
hér á landi.
Samdráttur í seinni heimsstyrjöld
Seinni heimsstyrjöldin hafði i för með sér stór-
felldan samdrátt í saltfiskframleiðslu íslendinga.
Árið 1945 var t.d. sú framleiðsla, sem S.Í.F. hafði
til umráða, komin niður i 745 tonn.
Á stríðsárunum var megnið af fiskframleiðslu
íslendinga flutt út sem isfiskur eða freðfiskur.
Gerðir voru viðtækir samningar við Breta og
Bandaríkjamenn en fiskurinn fór aðallega til
neyslu í Bretlandi. Þar var nægur markaður öll
stríðsárin fyrir allan þann fisk sem íslendingar
gátu framleitt og fór megnið af saltfiskframleiðsl'
unni einnig þangað.
Vegna sölusamninganna við Breta og Banda'
ríkjamenn dró verulega úr saltfiskframleiðslu Is'
lendinga á striðsárunum og þótt samningununi
hefði ekki verið til að dreifa er vísast að lítið hefð'
verið fengist við saltfiskverkun. Bæði var hægt að
losna við áhættu af verkuninni og fá skjóta
greiðslu fyrir fiskinn nýjan. Auk þess skorti fólk til
að verka fiskinn. Heimsstyrjöld og hernám höfðu
fært íslendingum björg í bú og atvinnuleysi hvarf
eins og dögg fyrir sólu. Siðast en ekki síst reyndis1
ókleift vegna ófriðarins að fá saltfisk fluttan til
þeirra landa sem áður höfðu keypt megnið af salt'
fiskframleiðslu íslendinga.
Ýmsir voru þeirrar skoðunar á stríðsárunum að
saltfiskverkun hér á landi væri nú að syngja sitt
síðasta og að í framtíðinni mundi þorskfiskafli Is'
lendinga einkum verða seldur ísaður og hraðfryst'
ur. Þeir menn voru þó til sem töldu þetta fjarstaeðu
eina og að öldungis væri víst að sala á saltfisk'
mundi hefjast á ný þegar aðstaða skapaðist til að
hafa bein sambönd við gömlu saltfiskmarkaðina-
Bjartsýnismennirnir bentu á að þjóðirnar við Mið'
jarðarhaf hefðu öldum saman étið saltfisk og
hefðu ekki misst lystina á honum þótt þær hefðn
orðið að vera án hans um stundarsakir að meira
eða minna leyti. Þegar frá leið kom i ljós að þetta
sjónarmið var á rökum reist.
Rétt úr kútnum
Eftir stríð var tekið til við að styrkja og endut'
heimta ýmsa þá markaði sem saltfiskframleiðsla
íslendinga hafði byggst á um fjölda ára fyrir stríð-
70 — ÆGIR