Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 50

Ægir - 01.02.1983, Blaðsíða 50
Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræðingur: Sandsíli Við ísland finnast þrjár tegundir af sandsílum: sandsíli (Ammodytes tobianus), marsíli eða marar- síli (Ammodytes marinus) og trönusíli (Hyperoplus lanceolatus). Sandsílið og trönusílið eru frekar sjaldgæfar teg- undir hér við land. Hermann Einarsson (1951 og 1955) taldi víst að báðar þessar tegundir hrygndu hér við land og sýndi fram á að útbreiðslusvæði þeirra væri eingöngu við suður- og vesturströnd- ina. Sandsílið er líkt marsíli en styttra og virkar því gildara. Hryggjarliðir sandsílis eru 60—65 en mar- sílis 68—75. Sandsílið heldur sig eingöngu á grunnu vatni við fjörur vestan og sunnan lands. Eina sýnið, sem ég hef náð í af sandsíli, var veitt í botnsleða á nokkurra metra dýpi 10 til 15 sjómíl- um vestan Ingólfshöfða. Trönusílið heldur sig á meira dýpi en sandsílið sunnan- og vestanlands. Það verður stærra en mar- sílið, sést oft um og yfir 30 sm langt. Meðan til- raunaveiðar á sandsíli stóðu yfir sást trönusíli í afl- anum þar sem það skar sig vel frá marsílinu vegna stærðar sinnar og grænleits litar. Trönusíli var þó aldrei nema lítið brot af aflanum. Marsílið er langalgengast af þessum þrem teg' undum og er meðal algengari fiska hér við land- Þess má geta að i Norðursjó, þar sem veidd hafa verið á undanförnum árum 500 til 800 þúsund tonn á ári af sandsíli, eru 5 tegundir sandsíla. Ank þeirra tegunda, sem finnast hér við land eru \>ar hreinsíli (Ammodytes immaculatus) og sléttasíl' (Gymnammodytes semisquamatus). Marsílið langalgengast og hefur verið um 95% af aflanum > Norðursjó. Marsílið er allt umhverfis land. Síli á fyrsta ári er að finna víða bæði djúpt og grunnt en stærri síw halda sig mest innan 100 metra botndýpis. Hrygning og klak Marsílið hrygnir á haustin frá október og líkast til fram að áramótum. Þrír hrygningarstaðir hafa fundist, grunnt úti af Rifi á Snæfellsnesi, úti af Vík í Mýrdal og grunnt við Ingólfshöfða. Hrogn hafa einnig fundist í kolamögum síðla hausts á innan- verðum Faxaflóa. Sýni af marsili með þroskuð hrogn hafa fengist á Faxaflóa siðast í september og með rennandi hrognum og úthrygnd í október og nóvember. Frá nóvember 1978 eru einnig sýni fra 98 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.