Ægir - 01.02.1983, Side 50
Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræðingur:
Sandsíli
Við ísland finnast þrjár tegundir af sandsílum:
sandsíli (Ammodytes tobianus), marsíli eða marar-
síli (Ammodytes marinus) og trönusíli (Hyperoplus
lanceolatus).
Sandsílið og trönusílið eru frekar sjaldgæfar teg-
undir hér við land. Hermann Einarsson (1951 og
1955) taldi víst að báðar þessar tegundir hrygndu
hér við land og sýndi fram á að útbreiðslusvæði
þeirra væri eingöngu við suður- og vesturströnd-
ina.
Sandsílið er líkt marsíli en styttra og virkar því
gildara. Hryggjarliðir sandsílis eru 60—65 en mar-
sílis 68—75. Sandsílið heldur sig eingöngu á
grunnu vatni við fjörur vestan og sunnan lands.
Eina sýnið, sem ég hef náð í af sandsíli, var veitt í
botnsleða á nokkurra metra dýpi 10 til 15 sjómíl-
um vestan Ingólfshöfða.
Trönusílið heldur sig á meira dýpi en sandsílið
sunnan- og vestanlands. Það verður stærra en mar-
sílið, sést oft um og yfir 30 sm langt. Meðan til-
raunaveiðar á sandsíli stóðu yfir sást trönusíli í afl-
anum þar sem það skar sig vel frá marsílinu vegna
stærðar sinnar og grænleits litar. Trönusíli var þó
aldrei nema lítið brot af aflanum.
Marsílið er langalgengast af þessum þrem teg'
undum og er meðal algengari fiska hér við land-
Þess má geta að i Norðursjó, þar sem veidd hafa
verið á undanförnum árum 500 til 800 þúsund tonn
á ári af sandsíli, eru 5 tegundir sandsíla. Ank
þeirra tegunda, sem finnast hér við land eru \>ar
hreinsíli (Ammodytes immaculatus) og sléttasíl'
(Gymnammodytes semisquamatus). Marsílið
langalgengast og hefur verið um 95% af aflanum >
Norðursjó.
Marsílið er allt umhverfis land. Síli á fyrsta ári er
að finna víða bæði djúpt og grunnt en stærri síw
halda sig mest innan 100 metra botndýpis.
Hrygning og klak
Marsílið hrygnir á haustin frá október og líkast
til fram að áramótum. Þrír hrygningarstaðir hafa
fundist, grunnt úti af Rifi á Snæfellsnesi, úti af Vík
í Mýrdal og grunnt við Ingólfshöfða. Hrogn hafa
einnig fundist í kolamögum síðla hausts á innan-
verðum Faxaflóa. Sýni af marsili með þroskuð
hrogn hafa fengist á Faxaflóa siðast í september og
með rennandi hrognum og úthrygnd í október og
nóvember. Frá nóvember 1978 eru einnig sýni fra
98 — ÆGIR