Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1983, Page 32

Ægir - 01.06.1983, Page 32
efni standa til. Sé hlutur eldri fisks á hinn bóginn vanmetinn verða hlutfallsmörk of há, og myndu því leiða til færri skyndilokana af völdum smáfisks en vera ætti. Hlutfallsmörkin miðast við, að einstakir aldurs- flokkar stofnsins veiðist tiltölulega jafnt yfir árið. Svo er þó ekki í raun, þar sem kynþroska fiskur (7 ára og eldri) er einkum veiddur á vetrarvertið, en ókynþroska fiskur í meira mæli síðari hluta ársins. Hlutfallsmörk voru því endurskoðuð með tilliti til aldursskiptingar aflans að lokinni vetrarvertíð 1982 og hækkuð í 21% fyrir síðara misseri ársins í framhaldi af því. Svo virðist sem útbreiðsla 4ra ára þorsks hafi verið mjög afmörkuð á árinu 1982. Þetta kom í ljós í árlegum leiðangri til rannsókna á þorskung- viði í mars það ár. Mælingar veiðieftirlitsmanna um borð í togurum og tíðar skyndilokanir á Vest- fjarðamiðum um sumarið bentu ennfremur í sömu átt. Með hliðsjón af þessu voru hlutfallsmörk hækkuð úr 21% í 30% 1. ágúst það ár, enda ljóst að leyfa verður hærra hlutfall á einum miðum þeg- ar það er verulega lægra á öðrum, ef ná á meðal- hlutfalli af stærðargráðunni 20%. Gera má ráð fyrir að slíkum leiðréttingum verði beitt áfram við hliðstæðar aðstæður. b) Lengdarmörkin. Eins og fram hefur komið segja hlutfallsmörk til um leyfilegt hlutfall 4ra ára þorsks og yngri í aflan- um. Ógerlegt er þó að ákvarða aldur fisks með skjótum hætti, heldur er lengd fisksins mæld. Þvi verður að finna þau lengdarmörk, sem aðgreina 4ra ára fisk og yngri frá eldri hluta stofnsins. Á 3. mynd er sýnd lengdardreifing þorskár- gangsins frá 1978 á aldursskeiðinu 1 til 4ra ára, þ.e. þegar hann er 1 árs (í nóv.—des. 1979), 2ja ára (okt.—nóv. 1980), 3ja ára (sept. 1981) og 4ra ára (júní—júli 1982). Lengdardreifingin myndar greinilegan topp hverju sinni. Vöxt árgangsins ma ráða af tilfærslu hans til hægri, sem lýsa má með meðallengd hans eftir aldri. Meðallengdin fer úr 19.5 cm hjá 1 árs fiski í 32.0 cm hjá 2ja ára, 40.7 cm hjá 3ja ára og 54.8 cm hjá 4ra ára þorski af ár- gangi 1978. Þessar niðurstöður byggjast á gögn- um, sem safnað var á miðum fyrir norðan land og austan. Meðallengd hentar þó ekki til þess að aðgreina 4ra ára fisk frá eldri fiski í viðmiðunarmörkum- Eðlilegra er að notast við þá lengd þar sem helm- ingur fisksins er 4ra ára og hinn helmingurinn 5 ára og eldri. Hliðstæða lengd má einnig finna fyrir yngri aldursflokka, og er skilgreind hér sem efn 50% lengd eða lengdarmörk. Lengdarmörk ár- gangs 1978 voru 27 cm þegar hann var 1 árs, 38 cm í október—nóvember ári síðar, 46 cm í september LM (cm) 3. mynd. Lengdardreifing þorskárgangs 1978 eins til fjögurra ára að aldri, þ.e. hlutfallslegur fjöldi fiska afþessum árgangi af tiltekinni lengd. LMl til LM4 tákna lengdannörk árgangsins við 1 til 4ra ára aldur, þ.e. þá lengdþar sem helmingur fiskanna tilheyrir þessum árgangi (og yngri árgöngum), en hinn helming- urinn tilheyrir eidri árgöngum. gangs 1978 (viðmiðunarárgangs árið 1982) og framreikningW lengdarmarka. Tölur við þrep sýna þau framreiknuðu lengdar- mörk, sem giltu árið 1982. Krossar sýna þau lengdarmörk, setá gögn ársins 1982 gáfu. Punktalína sýnir þau lengdarmörk, se’n gilt hefðu (< 56 cm) ef ein og sömu lengdarmörk hefðu verið notuð allt árið 1982. 312 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.