Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1983, Page 34

Ægir - 01.06.1983, Page 34
allt að 14% undirmálsþorsks án þess að til lokunar svæðis komi. Þetta hlutfall undirmálsfisks hlýtur að teljast of hátt. Með hliðsjón af þessum aðstæðum kemur mjög til álita að nota sömu lengdarmörkin allt árið og miðist þau við mitt árið (sbr. 4. mynd). Raunar hefur Hafrannsóknastofnunin þegar lagt til að við- miðunarmörk verði hækkuð þannig að lengdar- mörk verði 57 cm allt árið 1983 í stað 53 cm janúar til júní og 59 cm júlí til desember. Hlutfallsmörkin verði hinsvegar 30% í stað 25% og verði endur- skoðuð á miðju ári með tilliti aflasamsetningar á vetrarvertíð. Með þessum tillögum er að því stefnt að draga úr veiðum á 4ra ára þorski fyrri hluta árs meðan sá fiskur er enn tiltölulega smár. Síðari helmings árs verði veiðum á hinn bóginn fremur beint að þeim hluta aldursflokksins, sem er stærstur og því vax- inn upp fyrir lengdarmörkin. Árangur veiðieftirlits. Eftirlit til verndunar smáfisks hefur verið með þorskveiðum i rúm 6 ár, eða síðan 1976. Því er eðlilegt að spurt sé um árangur af þessu starfi, og hvaða aðgerðum skuli beitt i heild til verndunar uppvaxandi þorsks á komandi árum. Á 6. mynd er sýnt hvernig veiðar á 3ja og 4ra ára smáþorski hafa þróast síðan árið 1971. Eins og sjá má varð stórfelld breyting í þessu tilliti á árunum 1976 og 1977 þegar árleg veiði á 4ra ára þorski miðað við landaðan afla fór úr því að verða u.þ.b. 25% aldursflokksins í fiskum talið árin 1971—75, niður í 10—12% síðan 1978. Á sama tíma fór veiði á 3ja ára þorski úr 10—12% aldursflokksins niður í 2—3%. Þessi mikla breyting á sér stað samtímis því að möskvi togveiðarfæra er stækkaður úr 120 mm í 135 mm árið 1976 og síðan í 155 mm i poka árið 1977. Vart getur farið á milli mála að það er stækkun möskvans, sem veldur þessari snöggu og miklu breytingu í veiðum á 3ja og 4ra ára porskungviði, en ekki tilkoma veiðieftirlitsins, sem var fremur takmarkað og i mótun árin 1976 og 1977. Á hinn bóginn má álykta að veiðieftirlit hafi stuðlað að því að veiðar á 3ja og 4ra ára þorski hafa ekki auk- ist á ný síðustu árin, ef marka má fyrrgreindar nið- urstöður, sem byggjast á lönduðum afla. Þær nið- urstöður eru þó ekki einhlítar þar sem fyrir liggur að hlutfall undirmálsþorsks í afla togskipa, og þar með úrkast, hefur aukist síðustu ár, eins og að var vikið fyrr. Þau mál munu verða rædd ítarlega 1 annarri grein. Svo virðist því sem ýmsir annmarkar séu á því að veiðieftirlit um borð í fiskiskipum megni að tryggja æskilega verndun þorskungviðis. Stærð flotans og víðátta fiskimiðanna er slík, að eftirlitið þarf að vera mjög umfangsmikið til þess að það komi að tilætluðum notum. Ennfremur er virkm eftirlitsins mjög háð því að skipstjórar fiskiskip3 séu sammála þeim reglum sem unnið er eftir varð- andi skyndilokun svæða. í þessum efnum hefur verið talsverður munur á þeim fiskifræðilegu for' sendum, sem taldar eru nauðsynlegar til að tryggJ3 æskilega verndun þorskungviðis annars vegar og hins vegar skoðun sjómanna á því hvenær afla' samsetning sé ,,góð“ og hvenær ,,slæm“. Ljóst er, að til lengdar er ekki hægt að hafa við' miðunarmörk veiðieftirlits strangari en svo, a skipstjórar telji fiskveiðar framkvæmanlegar við þær aðstæður, svo framarlega sem eftirlitinu ef ætlað að fara fram um borð í fiskiskipum. ^ síðustu mánuðum hefur komið í ljós, að skipstjor' ar sætta sig ekki við þær reglur sem gilt hafa. Þa bil, sem hér er greinilega fyrir hendi verður tæpaSt brúað með öðrum hætti en að komið verði til m0‘s við kröfur sjómanna um ,,raunhæf“ viðmiðunar' mörk. Þar með væri vissulega slakað á ítrustu fiskifræðilegum forsendum, en þess í stað væntati' lega tryggt, að eftirlitið væri virkt svo langt sen1 það næði. Til lengri tíma litið má telja vænlegra til áranS urs og hagkvæmara að halda veiðum á þorskunS viði niðri með grundvallarbreytingum í stjórnu2 fiskveiðanna. Hér er átt við atriði eins og stær flotans eða kjörhæfni togveiðarfæra. Vart fef a milli mála að hlut smáþorsks í heildarþorskafl2 togskipa mætti minnka varanlega með því 2 fækka togskipum eða auka kjörhæfni togveiðaf færa. Telja verður að breytingar í þessa átt mynd stuðla að varanlegri lausn i þessum efnurn skapa nauðsynlegu veiðieftirliti mun eðlilegri viðráðanlegri grundvöll. Framhald á bis. 3^ 314 —ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.