Ægir - 01.06.1983, Síða 58
SKIPSTAPAR OG SLYSFARIR
Hafrún ÍS strandaði undir
Stigahlíð
,,Hafrún“ var byggð á Akureyri árið 1967, 41-''
brl. að stærð, tveggja þilfara. Var þetta eitt a
okkar glæsilegustu skipum og hafði alla tíð, fral11
til þessa, reynst afla- og happaskip. Eigandi var
Einar Guðfinnsson h/f, Bolungavík.
Ákveðið hefur verið af viðkomandi tryggingar'
félagi, að björgun skipsins verði ekki reynd.
,,Hafrún“ ÍS 400 (ex ,,Eldborg“), strandaði
undir Stigahlíð (sjá kort) þann 2. mars s.l. Var
,,Hafrún“ að koma úr róðri, sem hún hafði lagt
upp í um níuleytið um morguninn, en vegna veðurs
voru aðeins þrjár trossur dregnar, þegar ákveðið
var að halda til lands. Meðan skipið var að veiðum
fór rafmagnið af og þegar skipt var frá ljósavél yfir
á rafal aðalvélar, bilaði annar dýptarmælirinn og
annar radarinn, en hinn var bilaður áður en lagt
var í róðurinn. Hálftíma eftir að lagt var af stað,
eða um klukkan 14.30, strandaði svo skipið. Við
sjópróf kom fram, að rétt áður en skipið strandaði
hafði skipstjórinn tekið eftir því að óðum
grynnkaði undir skipinu og er honum varð litið út
um glugga, sá hann fjöruna og setti á fulla ferð
afturábak. Um það bil sem skipið var að stöðvast,
tók það niðri og álítur skipstjórinn að munað hafi
aðeins sekúndum að komist
hefði verið hjá strandinu. Svarta
bylur var á þegar þetta gerðist.
Skipstjóri í þessari veiðiferð var
Finnbogi Jakobsson, en á skip-
inu var 11 manna áhöfn.
Á þeim slóðum sem ,,Haf-
rún“ strandaði er mjög aðdjúpt
og venja að sigla nærri landi. Er
þá 20 faðma jafndýpislínunni
fylgt. Hvað þarna fór úrskeiðis
er erfitt að gera sér grein fyrir, en
áður en stefnan var sett til lands,
var staðarákvörðunin tekin með
loran og að stefnunni ákvarðaðri
var sjálfstýringin sett á. Hallast
menn helst að því, að sjálfstýr-
ingin hafi orðið fyrir bilun vegna
rafmagnstruflananna sem áður
er getið.
Hafrún á strandslað itndir Stigahlið.
338 — ÆGIR