Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1984, Side 20

Ægir - 01.02.1984, Side 20
Stór útgerðarfyrirtæki með yfir 10 milljón króna höfuðstól eru nokkur í Japan. Þessi skip stunda veiðar á fjarlægum miðum, svo sem togveiðar, tún- fiskveiðar á línu, hvalveiðar og laxveiðar í net. Stjórnun fiskveiða í Japan í Japan er fiskveiðum stjórnað annað hvort beint af fiskimálaráðuneytinu í Tokyo eða þá af hinum ein- stöku fylkisstjórnum. Tilgangur þessara afskipta hins opinbera er að samræma hina einstöku þætti veið- anna, efnahagslega og pólitískt og einnig að stuðla að skynsamlegri nýtingu á auðlindum hafsins. Ráðuneytið gefur leyfi til túnfiskveiða, hvalveiða o.fl. á fjarlægum miðum. Það ákveður einnig skipa- fjölda, stærð skipa og gerð veiðarfæra. Stjórnir einstakra fylkja ákveða um veiðar smærri skipa á grunnmiðum og eru þær allar bundnar leyfum. Fylkisstjórarnir ákveða veiðar með lagnetum, rétt til fiskeldis og almennan rétt til veiða á grunnmiðum. Þær skipta einnig veiðisvæðum milli einstakra út- gerðaraðila bæði með tilliti til almennra veiða svo og til fiskeldis. Vandamál í fiskveiðum Japana Eins og að framan getur þá eru fiskveiðar Japana ákaflega miklar að vöxtum. Það er samt sem áður ekki hagkvæmt að hafa of mörg veiðiskip til þess að ná þessu magni. Það eru ýmis vandamál fjárhagslegs eðlis í veiðum okkar. Eitt þeirra er að sóknin er of mikil, en eins og að framan getur eru um 220 þúsund útgerðir í land- inu, stórar og smáar og 460 þúsund fiskimenn. Mest er hér um að ræða einn mann á bát á grunnslóð. Mikill kostnaður við nýbyggingar og stóraukinn veiðibúnaður hjá skipum af stærðinni tíu til eitt þús- und tonn gerir útgerðinni erfitt fyrir, en skip af þessari stærð eru meginundirstaðan í veiðum Japana. Að meðaltali er hlutfall skulda af eignum um 90% hjá þessum fyrirtækjum og eru þau því óburðug fjárhags- lega. Vaxtakostnaður og afborganir eru því mikill baggi á þessum útgerðum. Ef bannaðar yrðu loðnu- veiðar í Japan eins og þið látið ykkur hafa það, þá held ég að yrði smáuppreisn í japönskum fiskiðnaði. Útfærsla efnahagslögsögu í 200 sjómílur hjá nágrönn- um okkar og hækkun olíuverðs hafa þó skapað mun flóknari vandamál. Annað atriði sem nefna má er það, að ungt fólk er frábitið fiskáti vegna beinanna í fiskinum. Hús- mæðrum geðj ast ekki að lyktinni af soðnum fiski, t. d. sardínum og vegna tímans sem tekur að sjóða fiskinn. Japanir sækjast meira eftir rækjum og hrognum úr fiski og innflutningur á þessum afurðum eykst stöð- ugt. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa farið út í ýmsan annan rekstur og hafa jafnvel meiri tekjur af því en sjálfum veiðunum. Auk þess má nefna að ástand fiskstofna við Japan er alls ekki gott, nema þá helst er varðar sardínur og bónító. Erfitt fjárhagsástand útgerðarinnar leiðir til þess að meira er sóst eftir dýrari tegundum. Eftirfarandi tafla sýnir nýtingu á sardínu og makríl árið 1980 (þús. tonna). Til manneldis Til annars Nýr ívinnslu Fiskimjöl Fiskafóður. Alls Sardína . 120 650 900 770 2240 Makríll . 120 730 70 380 1300 Nú er farið að framleiða pasta úr sardínum og líkist það einna helst íslenskum fiskibollum. Að minni hyggju er fyrirmyndarveiði sú veiði, þar sem jafnvægi er á milli skynsamlegrar nýtingar stofn- anna, bestrar afkomu fiskimannanna og bestrar nýt- ingar landaðs afla. Hjá hinum þróuðu þjóðum hafa margir fiskstofnar verið ofnýttir og þróunarþjóðum hefur einnig reynst erfitt að halda samræmi á milli hinna þriggja þátta, sem að ofan greinir. Þó þróunarlöndin ráði mörg hver yfir ónytjuðum fiskstofnum, er framboð fisks og neysla hans takmörkuð vegna ófullnægjandi veiði- tækni, skorts á geymslurými og lélegra samgangna svo sem í mörgum ríkjum Afríku og Suðaustur-Asíu. í þessum löndum er fisks aðeins neytt á eða nálægt löndunarstað; fiskflutningur til fjarlægra staða eru mjög erfiðir og þar er fiskur í mjög háu verði. Yfirlit um fiskirannsóknir í Japan Kerfisbundnar rannsóknir á fiskstofnum við Japan eru framkvæmdar af rannsóknastofnunum ríkisins, sem heyra undir fiskveiðadeild landbúnaðar- og fiski- málaráðuneytisins. Auk þess eru rannsóknir þessar framkvæmdar af fiskitilraunastöðvum hinna einstöku fylkja. Japansmiðum er skipt í sex svæði í samræmi við út- breiðslu fiskstofna og ástand sjávar. Alls eru rann- sóknastofnanir þessar sex að tölu og eru þær þessat (5. mynd): Norður rannsóknastofnunin í Hokkaido; norð- austur rannsóknastofnunin í Shiogama; miðsvæðis 68-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.