Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1984, Side 31

Ægir - 01.02.1984, Side 31
vinnubúningum. Sumir telja, að flothæfni bún- ■nganna sé ekki nægjanleg, þegarslys berað höndum. Fríborðið sé of lítið, og menn vilja fá fæturna neðar í sjóinn. Þótt reynslan hafi sýnt, að ýms atriði þessara björg- unarbúninga þurfi að endurskoða, þá er enginn vafi á Því, að björgunarbúningar eru stórkostlega góð Fjörgunartæki og vörn gegn kulda í sjó. Vitað er, að Þegar hafa 22 menn bjargast í björgunarbúningum frá norskum skipum og olíuborturnum. Það er því °rðið tímabært að taka slíka björgunarbúninga í uotkun í íslenskum skipum sem allra fyrst. Þróun þeirra getur tekið langan tíma, og því ekki f®rt að bíða hennar. Ef gerðar yrðu nú þegar kröfur um að björgunarbúningar yrðu settir um borð í 'slensk skip, þá yrðu það þær gerðir björgunar- Fúninga, sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur nú þegar viðurkennt, og þeir búningar, sem viðurkenn- lngu hljóta á næstunni. Þegar endurbættar gerðir slíkra björgunarbúninga koma á markað, myndu þeir að sjálfsögðu smátt og smátt verða teknir í notkun á íslenskum skipum, en Þeir búningar, sem fyrir voru, yrðu þó áfram viður- kenndir til notkunar. 6* Þjálfun áhafna skipa ®jörgunar- og eldvarnaræfingar í skipum Um langt skeið hefur það verið áhugamál Sigl- mgamálastofnunar ríkisins að geta náð betur til sjó- manna en verið hefur varðandi skoðanir og yfirferð 0ryggisbúnaðar skipa. Við hinar lögboðnu árlegu skoðanir skips og búnaðar eru skipverjar oftast fjar- verandi að fáum undanteknum, verður því ekki náð t]l þeirra þar, til kynningar á þeim búnaði sem er til skoðunar. Kunnátta og þjálfun ráða oft mestu um vernig til tekst þegar grípa þarf til öryggisbúnaðar. v> bauð siglingamálastjóri forsvarsmönnum farm- skipa til fundar um þau máli í ársbyrjun 1983, þar sem Peim voru kynnt áhugamál stofnunarinnar. 1 maímánuði síðastliðnum var að tilhlutan verk- stjórnarfræðslu og Iðntæknistofnunar haldið nám- Keið fyrir yfírmenn farskipa þar sem víða var komið Vlð með fræðslu. Meðal annars var Siglingamála- stofnun ríkisins gefinn kostur á að kynna þau mál, Sem undir hana heyra. Kom þar að sjálfsögðu til um- r^ðu hvernig best yrði náð til áhafnar skipa við yfir- erð og þjálfun í notkun öryggisbúnaðar. Var það menn skoðun skipstj órnarmanna er þar voru, að við r°ttför skips úr innlendri höfn yrði best að slíkri æflngu staðið og hvöttu þeir mjög til að aðgerðum yrði komið í framkvæmd. Stuttu síðar, eða þann 25. maí 1983, sendi Siglingamálastofnun ríkisins bréf til Sambands ísl. kaupskipaútgerða, en þar segir m.a., varðandi björgunar- og brunaæfingar um borð í ís- lenskum kaupskipum: „Samkvæmt gildandi ákvæðum alþjóðasam- þykktar um öryggi mannslífa á hafinu, SOLAS 1960, svo og ákvæðum SOLAS 1974, sem vonast er til að taki gildi hér á landi innan tíðar*, skulu yfirvöld við- komandi ríkja sjá svo um, að gerðar séu fullnægjandi ráðstafanir til að tryggja þjálfun skipshafna í meðferð björgunarbáta, svo sem sjósetningu þeirra og notkun. I kaflanum um eldvarnir í ofangreindum alþjóða- samþykktum eru sömuleiðis ákvæði um brunaæfingar og þjálfun áhafnar í slökkvistörfum. Til þess m.a. að fullnægja þessum skyldum, hefur stofnuninni komið til hugar, að í samvinnu við eigendur skipanna gætu starfsmenn okkar, einu sinni á ári við brottför skips úr höfn t.d. hér í Reykjavík, verið viðstaddir báta- og brunaæfingar með áhöfn um borð og sýnt meðferð reykköfunartækja. Æfingar þessar myndu fara fram utan hafnar og má ætla, að í þær færi u.þ.b. 1-2 klst. í hverju skipi á ári. Auk þjálfunar á áhöfn skipanna, gæfist starfsmönnum Siglingamálastofnunar tækifæri til þess að athuga ástand sjósetningarbúnaður björg- unarbáta, sem oftast er illmögulegt að kanna við ár- lega búnaðarskoðun í höfn, þegar skipið er án áhafnar og innilokað af öðrum skipum. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri við yður, og er stofnunin tilbúin að ræða við yður um ein- stök framkvæmdaatriði þessarar áætlunar svo og aðrar leiðir að því marki að auka öryggi skips og áhafnar í þessu sambandi, ef sambandið telur, að það megi betur tryggja með öðrum hætti. Vegna ákvæða gildandi alþjóðasamþykkta, sem hér hafa verið lauslega rakin, telur stofnunin óhjá- kvæmilegt, að sem fyrst verði hafist handa við að tryggja framkvæmd þessara ákvæða og væntir því heiðraðs svars yðar við fyrsta hentugleika. í von um gott samstarf og með bestu óskum hinum nýju samtökum yðar til handa“. Lítið gerðist í málinu fyrr en í lok ágúst að gefið var samþykki Hafskips um að fara út á höfn með SELÁ. Fékk þá Siglingamálastofnunin sér til liðveislu menn frá Slökkvistöðinni í Reykjavík og Slysavarnarfélagi íslands. Sambærileg æfing var gerð á SKAFTÁ þann 21. september og af sömu aðilum, þar sem slakað var niður föstum björgunarbátum, gúmmíbjörg- *) Þessi ákvæði hafa nú tekið gildi hér á landi. ÆGIR-79

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.