Ægir - 01.02.1984, Side 54
Erlingur Hauksson, sjávarlíflræðingur:
Selveiðamar 1982
Inngangur
Pessi grein fjallar um árangurinn af selveiði-
greiðslunum á vegum Hringormanefndar síðastliðið
ár (1982). Hvernig selveiðarnar skiptast niður eftir
uppruna veiðimanna, veiðitíma, strandsvæðum, teg-
undum og hvort sé um að ræða kópa eða fullorðin
dýr. Einnig eru veiðarnar 1982 bornar saman við
veiðar síðustu 10 ára og reynt að meta hugsanleg áhrif
þeirra á selastofnana hér við land.
Árið 1982 var verðlaunagreiðslum þannig háttað:
Fyrir landselskópa voru greiddar 100 kr, fyrir útsels-
kópa 250 kr., fyrir fullorðna landseli (eldri en 1 árs)
500 kr. og fyrir fullorðna útseli 700 kr. Sú breyting var
gerð á verðlaunagreiðslunum í byrjun ágústmánaðar,
að hætt var að mestu að greiða fyrir veiði landsela, en
einungis greitt fyrir útseli auk þess sem þá var byrjað
að greiða fyrir selkjöt, 7 kr. á kg útselskópaskrokka,
en áður höfðu verið greiddir 50 aurar á kg selskrokka
komna í frystihús.
Veiðarnar
Eins og fram kemur í töflu 1A eru sjómenn algeng-
ustu þátttakendurnir í selveiðinni s.l. ár, en hlunn-
indabændur í öðru sæti. Sportveiðimenn eru færri. í
flokkinn aðrir eru settir þeir, sem upplýsingar skortir
um og undirritaður.
Hvað heildarveiði og meðalveiði snertir (Tafla 1B
og C) eru hlunnindabændur í efsta sæti, en sjómenn í
öðru. Þetta fer þó nokkuð eftir tegundum og hvort
um kópa eða fullorðin dýr er að ræða. Til dæmis hafa
sjómenn veitt fleiri fullorðin dýr en bændur ef á heild-
ina er litið, en meðalfjöldi fullorðinna landsela er þó
meiri hjá hlunnindabændum en sjómönnum. Veiði
sportveiðimanna er mjög lítil á heildina litið, mest
fullorðin dýr. Hvað varðar kópaveiðar, bæði útsels og
landsels, eru hlunnindabændur nær einráðir eins og
gefur að skilja. Nokkuð kom þó af kópum í
hrognkelsanet sjómanna.
Mest veiddist af landselskópum eða alls 2.367, þá
útselskópum eða 1.154, en minna af fullorðnum
dýrum (Tafla 1B).
Mest er veiðin í Breiðafirði, eða um 40% veiddra
dýra, en svæðið Strandir-Húnaflói-Skagafjörður
fylgir fast á eftir. Á því svæði (4) er mesta landsels-
kópaveiðin, en útselskópaveiðin er mest í Breiða-
firði. Flest fullorðin dýr veiddust aftur á móti við
Vestfirði og á svæði 4 (Tafla 2B).
Mánuðurnir júní, júlí og október eru mestu sel-
veiðimánuðirnir. Þá veiddust nær 90% allra sela.
Landselskópaveiðin (vorkópaveiðin) er að mestu
bundin við júní og júlí en einnig veiðist meira af full-
orðnum dýrum á þessu tímabili en á öðrum árstím-
um. Útselskópaveiðin (haustkópaveiðin) er aftur á
móti bundin við mánuðina október og nóvember og
þá eykst einnig veiði fullorðinna útsela nokkuð (Tafla
2A).
Selveiðarnar 1982 og veiðar fyrri ára
Selveiðar hér við land eru jafngamlar búsetu
manna. í fyrstu var hér eingöngu um veiðar fyrir eigin
þarfir að ræða, en seint á nítjándu öld hófst útflutn-
ingur á selskinnum. Frá þeim tíma er hægt að henda
reiður á fjölda veiddra sela við landið. Er þannig hægt
að fá upplýsingar með nokkurri vissu um selveiðar alH
frá árinu 1897, úr fiski- og hlunnindaskýrslum árin
1897-1945 og verslunarskýrslum frá 1946 og fram á
okkar dag.
Meðalselveiði á ári var um 6.000 dýr á tímabilinu
1897-1919, en síðan minnkar veiðin verulega og nær
lágmarki á árunum 1939-1959, um 2.500 dýr á ári að
meðaltali. Pessi minnkun í veiði stafar líklega ekki af
ofveiði, heldur hafa margir þættir komið hér við sögu
102 - ÆGIR