Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 60

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 60
Notagildi, reynsla Til þess að gera sér grein fyrir notagildi og reynslu af olímælum var útbúið eyðublað sem starfsmenn Tæknideildar fóru með um borð í fiskiskip og útfylltu eftir upplýsingum frá skipstjórnar- og vélstjórnar- mönnum. Könnunin stóð yfir á tímabilinu frá apríl 1982 til síðastliðinna áramóta, og söfnuðust þannig upplýsingar frá 101 skipi eða tæplega 38% þeirra skipa sem voru með mæla um áramótin. Mynd 1 sýnir eyðublaðið, sem er tvær síður, og verður hér á eftir komið inn á einstaka hluta þess og helztu niðurstöður kynntar. Fyrsti hlutinn eru upplýsingar um hvaða skip um er að ræða og hver það er sem veitir upplýsingarnar. Næsti hluti eru upplýsingar um aðalvél og mögu- leika til mælingar á ganghraða. Dreifing aðalvélarafls þeirra skipa, sem komu inn í könnunina var mjög svipuð heildardreifingunni, sem fram kom í töflu I hér að framan, en þó voru hlutfallslega heldur fleiri skip með stærri vélar sem komu inn í könnunina. Aðeins 60 skip í úrtakinu voru búin rafmagnsvegmæl- um, en aftur á móti höfðu 98 skip einn eða fleiri tölvu- lorana, og 55 skip voru búin báðum þessum tækja- gerðum. Þriðji hluti eyðublaðsins fjallar um framleiðanda olíumælis, aldur hans og notkun, ásamt upplýsingum um keyrsluvenjur og breytingar á þeim frá þeim tíma sem enginn mælir var um borð. Af þessum 101 mæli sem komu inn í könnunina voru 72 frá Örtölvutækni s.f. eða um 41% af þeim 174 sem um borð voru, 26 af 88eðaum30% afmælumTæknibúnaðarh.f. og3eða helmingur af öðrum mælum. Niðurstöður könnunar um keyrsluvenjur á stími, eftir að mælir kom um borð, koma fram á línuritum II og III. Línurit II sýnir algengnan snúningshraða hjá þeim sem eru með skiptiskrúfu. Af línuritinu sést, að rúm 50% keyra með yfir 95% af fullum snúnings- hraða og tæp 25% keyra á bilinu 90-95% af fullum snúningshraða. Línurit III sýnir aftur á móti stign- ingshlutfallið sem algengast er á stími. Hér kemur í ljós, að aðeins um 18% keyra með yfir 95% af fullum skurði, en flestir keyra með skurð á bilinu 65-80%. í sambandi við breyttar keyrsluvenjur eftir tilkomu olíumæla þá kváðu 55 aðspurðra breytingu hafa orðið á keyrslulagi í átt til meiri hagkvæmni. 30 til viðbótar töldu að skipin væru keyrð með tilliti til mælis, en samanburð vantaði af ýmsum ástæðum, svo sem að mælir kom í skipið nýtt, mælir kom um leið og skipt var um vél, eða að aðspurður hefði ekki verið á skip- inu mælislausu. Aðeins þrír töldu lítið tekið tillit til mælis, einn ekkert og sjö kváðu ekki unnt að gera það, ýmist vegna takmörkunar á vél eða að mælir væri ónothæfur. I fimm tilvikum fengust engin svör um þetta atriði. I tæpum 30 tilfellum fengust upplýsingar um olíu- notkun á stími bæði fyrir og eftir tilkomu mælis, og meðaltal þess sem þar kom fram er, að olíunotkunin hafi minnkað um tæp 25%, og ganghraðaminnkun þessu samfara hafi verið óveruleg. Af því sem fram kom hér að framan um keyrsluvenjur má ráða, að sá sparnaður sem fram hefur komið, er að langmestum hluta til kominn með lækkun skrúfuskurðar, en að minna leyti með lækkun snúningshraða, sem ætti að geta gefið ennþá meiri sparnað. Síðasti hlutinn á fyrri síðu eyðublaðsins fjallar um aflesturstækið í brú. Kannað var hvaða aflestursmögu- leikar væru fyrir hendi, hvað menn notuðu og hvað Línurit II: Dreifing snúningsliraða sem almennt er notaður a stími, í skipum með olíumœli. Línurit III: Dreifing skrúfuskurðar sem almennt er notaður á stími, í skipum með olíumœli. 108-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.