Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1984, Side 63

Ægir - 01.02.1984, Side 63
Línurit IV: Dœmi: Hliðrunarfrávik mœlis = 10IIk. Frávikfrá réttum vexti = -t-20%. hámarksolíunotkun á mæli tæknideildar (dálkar 2 til 9). Ef mæligildi eru sett upp í línurit sjá (línurit IV) og l'na dregin sem næst öllum punktum, heildregna Enan (þessi lína er fundin með aðstoð tölvu), þá kemur í Ijós að um er að ræða ákveðna hliðrun á óllum mæligildum skipsmælisins (línan ætti að skera nsana þar sem þeir mætast í 0 punktinum). Á línurit- 'nu er einnig sýnd kjörlína fyrir skipsmælinn (strikaða línan) og sést að lína mælisins vex hægar en kjörlína hans. Ef eingöngu er verið að skoða t.d. aukningu á eyðslu við ákveðna álagsbreytingu þá má líta svo á að hliðrunin komi þar ekki að sök en þá verður að gera Þá kröfu að vöxtur mælilínunnar sé sá sami og vöxtur kjörlínunnar, annars fæst ekki rétt aukning í eyðslu á mæli skipsins. í töflu III (dálkur 13), er hliðrunin 8efín upp í lítrum á klukkutíma, og í dálki 14 er frávik frá réttum vexti gefið upp í % af eyðsluaukningunni, fíæmi: (sjá línurit IV) hliðrun = 10 1/k og frávik frá rettum vexti = -^20%. Hér vegur negatift frávik frá rettum vexti að nokkru upp á móti positífri hliðrun (niælirinn sýnir eingöngu rétt þar sem línan sker kjör- fínuna). Mælir skipsins sýnir hins vegar um 20% minni aukningu en hann ætti að gera. Ef t.d. raunveruleg eyðsluaukning er 100 lítrar á klukku- stund þá myndi þessi mælir aðeins sýna aukningu upp á 80 lítra á klukkustund. Línurit V: Að lokum er fjöldi mælipunkta gefin upp í töflunni (dálkur 15) og einnig staðlað meðalfrávik mæli- punkta frá línu mælisins í lítrum á klukkustund (dálkur 16). Gerð nema í höfuðatriðum er um að ræða tvær gerðir nema: a. rúmmálsnema b. straumhraðanema. Rúmmálsneminn er nákvæmari þar sem hann mælir rúmmál olíunnar er hann hleypir í gegnum sig. Það er hins vegar ókostur að ef hann stöðvast t.d. vegna bilunar þá hleypir hann engri olíu í gegnum sig. Rúmmálsnemar eru jafnframt dýrari en straumhraða- nemar og af þessum ástæðum lítið notaðir sem fastur mælibúnaður um borð í skipum. Straumhraðanemi mælir straumhraða olíunnar er streymir í gegnum hann en straumhraðinn er í hlut- falli við rennslið, þ.e. það rúmmál olíu er streymir í gegnum mælinn á tímaeiningu. Straumhraðanemar eru talsvert ódýrari en rúmmálsnemar og jafnframt stöðvast ekki rennslið í gegnum þá þótt þeir bili. Þeir eru hins vegar ekki eins nákvæmir, (þessu er mætt með því að kvarða hvern nema fyrir sig) en jafnframt eru þeir meira háðir breytingum á hitastigi og seigju olíunnar en rúmmálsnemar. Engu að síður eru straumhraðanemar mikið notaðir sem fastur mælibún- aður um borð í skipum í dag. í flestum gerðum rennslisnema er um að ræða hjól er snýst í takt við rennslið og er í húsi rennslisnemans komið fyrir búnaði er breytir þessum snúningi í raf- boð. Þessi rafboð geta verið á ýmsu formi, oft sem ákveðinn fjöldi spennupúlsa fyrir hvern snúning hjólsins. Fjöldi spennupúlsa á líter af olíu nefnist K stuðull. Á línuriti V, sem er dæmigert fyrir straum- hraðanema, sést hvernig þessi stuðull breytist við ÆGIR-111

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.