Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1984, Side 64

Ægir - 01.02.1984, Side 64
aukna olíunotkun en hann verður stöðugur fyrir ofan ákveðið lágmark, á myndinni 301/k. Þetta er að sjálf- sögðu breytilegt eftir gerð nemans, en einnig er K stuðullinn háður seigju olíunnar. Olíumælar sem byggja á straumhraðanemum tengjast einum eða tveimur straumhraðanemum. Þegar notaður er einn nemi, þá er hann staðsettur fyrir framan bakflæðis- lögn frá vél, þannig að hann mæli aðeins þá olíu er vélin notar. Sé bakflæðislögn til dagtanks þá verður að breyta henni. Sumirframleiðendur olíumæla nota tvo straumhraðanema, þ.e. á olíuleiðslu að vél og einnig á olíuleiðslu frá vél. Mismunur merkjanna frá nemunum gefur þá olíunotkun vélarinnar. Með því að auka flæðið gegnum nemana með dælu, má tryggja að rennslið sé fyrir ofan lágmarkið á línuriti V, jafn- framt vinna nemarnir á hlutfallslega þrengra sviði. Að vísu þýðir þetta að heildar mæliskekkja verður meiri en skekkja hvors nema fyrir sig, en á móti kemur sú staðreynd að hægt er að meta þessa skekkju, því þegar drepið er á vél þá er sama rennsli í gegnum báða nemana og þá á mælirinn að sýna 0 stöðu. Að lokum er rétt að taka það fram, að notkun tveggja nema hleypir verði mælisins talsvert upp. Frá olíunemanum fara rafboðin eftir kapli til af- lestrartækisins. í flestum tilfellum er um að ræða ljós- töluaflestur, vísisaflestur eða að lesin er hæð ljóssúlu. Fleildarnotkunin er þó oft sýnd með mekanískum teljara, til þess að straumrof til tækisins þurrki ekki út upplýsingarnar er teljarinn geymir. Aðrir mælar eru gjarnan búnir rafeindateljara og neyðarrafhlöðum í sama tilgangi. Uppsetning mælis Uppsetning olíuskynjara virðist fljótt á litið vera einföld, og er það reyndar í mörgum tilvikum. Þó er ýmislegt sem varast ber, og hafa starfsmenn Tækni- deildar bæði rekið sig á ýmis vandamál í eigin mæl- ingum og einnig lagfært uppsetningar í skipurn þar sem þessi vandamá! hafa verið. Varast ber að setja nemann á vélina sjálfa eða á stað þar sem titringur frá vélinni er mikill, því almennt þola þessir nemar ekki titring til lengdar. Ef um er að ræða brennsluolíukerfí dieselvélar, sem ekki hefur fæðiolíudælu (sjá mynd 2), en byggir á hæðarmun daghylkis og dieselvélar er skynjarinn einfaldlega settur inn í lögnina, og slefolían, sem almennt er mjög lítil, annað hvort látin renna niður í kjöl eða í botntank. í sumum tilvikum er slefolían tekin inn í lögnina að vélinni aftur, og þarf hún þá að Mynd 3 Fæðidæla Mynd 5 112-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.