Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1984, Qupperneq 66

Ægir - 01.02.1984, Qupperneq 66
efri ferlinum. Vissulega er í mörgum tilfellum unnt að ná fram umtalsverðum sparnaði með því móti, en sparnaðurinn verður ennþá meiri ef snúningshraði vélar er minnkaður og skurður aukinn, en jafnframt verður að gæta þess, að beita skrúfunni ekki það mikið að álag á vélina verði of mikið. Hér að framan hefur einingin lítrar á klukkustund verið notuð til mælinga á olíunotkun, en sú eining er að okkar mati handhægust til viðmiðunar. Önnur ein- ing sem flestir mælar gefa möguleika á er lítrar á sjó- mílu, sem fljótt á litið virðist kannski eðlilegri við- miðun. I raun er hér um mjög svipaða mælieiningu að ræða, tiltölulega er aflesturinn í 1/sml lægri og breyt- ingar því minni, einnig sýnir 1/sml hlutfallslega minni aukningu á olfunotkun en 1/klst við aukna keyrslu. Báðar þessar mælieiningar eru hjálpartæki fyrir skip- stjórnarmenn til að auðvelda þeim að meta í hverju tilfelli hvernig hagkvæmast er að keyra skipið. Að okkar mati er 1/klst heppilegri mælikvarði til að meta breytilega notkun vélbúnaðar, en 1/sml getur verið heppilegri til að meta hagkvæmni við beina siglingu ákveðna vegalengd. í framtíðinni má hugsa sér, að kominn verði á markaðinn sjálfvirkur búnaður, sem velur ávallt hagkvæmustu notkun á vélbúnaði við mis- munandi siglingahraða og síðan tæki sem mælir alla olíunotkun skipsins, bæði aðal- og hjálparvéla, og haldinn hraða, sem síðan gæfi, heildar olíunotkun og siglingartíma við mismunandi ganghraða miðað við þá vegalengd sem sigla á. I könnun Tæknideiidar kom fram, að aðeins rúmur helmingur þeirra skipa sem lentu í úrtakinu voru búin vegmæli, og í sumum til- vikum var vegmælirinn ekki tengdur olíumælinum. Yfir 90% skipanna voru aftur á móti búin tölvuloran, en þau tæki geta sýnt haldinn hraða, þannig að í dag virðist einingin 1/sml ekki mikið notuð. Lokaorð Hér að framan hefur verið fjallað um olíumæla, olíumælingar, notkun, notagildi og reynslu af þeim búnaði. Einnig hefur nokkuð verið farið inn á skynj- ara, mismunandi gerðir og eðli þeirra og upp- setningu. Reynsla af mælibúnaðinum virðist almennt vera nokkuð góð, en aflestur mætti vera nákvæmari, bæði hvað varðar augnablikseyðslu, og einnig í sambandi við hlutfallslega breytingu á olíunotkun við breytt álag. Stjórnun snúningshraða og stigningar getur haft veruleg áhrif á olíueyðsluna. Rétt uppsetning mælibúnaðarins er mjög mikil- vægur þáttur í því að búnaðurinn geti starfað eins og ætlast er til af honum. Jafnvel eru dæmi þess, að olíumælir hafi verið dæmdur ónothæfur, eingöngu vegna þess, að uppsetningu var ábótavant. Af heildarfjölda íslenzkra fiskiskipa var tæpur þriðjungur kominn með olíumæla um síðastliðin ára- mót, og er um 98% mælanna frá innlendum framleið- endum. Fiskiskip með yfir 500 ha aðalvélarafl brenna a.m.k. 80% af þeirri olíu sem fiskiskipaflotinn notar, og miðað við þær tölur, sem fram koma í töflu I hér að framan, má ætla að tveir þriðju af þessari olíu fari í gegn um olíumæla í dag. Um 40% olíunnar er notuð til siglinga og ef gert er ráð fyrir, að 55% þeirra sem eru með olíumæla hafi minnkað olíunotkun til sigl- inga um 25%, samanber niðurstöður úr könnuninni hér að framan, fæst, að heildarolíunotkun fiskiskipa- stólsins hefur minnkað um 3,5% með tilkomu mæl' anna. Hvað varðar veiðarnar þá er enginn vafi á að til- koma mælanna hefur í sumum tilvikum minnkað olíunotkunina, sem dæmi í andófi á línu- og netaveið- um, og einnig á togveiðum, en olíunotkunin er mjög háð snúningshraða aðalvélar. Að okkar mati er unnt að minnka notkunina enn meira en orðið er, með því að auka skrúfuskurð og minnka snúningshraða, þetta má einnig gera á sumum skipum með ásrafal með því að færa raforku- framleiðslu á hjálparvél á meðan, sem í mörgum til- vikum getur gefið hagstæðari heildareyðslu við vissar aðstæður. 114-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.