Ægir - 01.07.1984, Qupperneq 22
Jón Þ. Þór:
Komur breskra togara til
ísafjarðar 1952-1974 og
viðskipti þeirra við land
Með lögum, sem samþykkt voru á alþingi sumarið
1897 og staðfest af Danakonungi 6. apríl 1898, var
breskum togurum, er veiðar stunduðu hér við land,
heimilað að leita til íslenskra hafna og afla sér þar
vatns, vista og kola.1 í 2. grein landhelgissamningsins
frá 24. júní 1901 var þetta atriði ítrekað, en þar sagði:
„Grein þessi skerðir í engu hinn viðurkennda rjett
fiskiskipa, er sigla eða kasta akkerum í landhelgi, til
óheppt að fara ferða sinna þar gegn því að hegða sjer
eptir þar að lútandi dönskum lögreglu-tilskipunum,
þar á meðal þeirri, að botnvörpuskipi skuli meðan
þau eru í landhelgi hafa botnvörpur sínar í búlka
innanborðs.“2
Með þessu ákvæði var breskum togurum, sem
veiðar stunduðu hér við land, veittur frjáls réttur til
siglingar á íslenksar hafnir, svo fremi þeir hefðu
veiðarfæri sín búlkuð á meðan þeir væru innan land-
helgi.
Þennan rétt notfærðu togaramenn sér tíðum þá
þrjá aldarfjórðunga, sem þeir áttu eftir að veiða hér
við land eftir að samningurinn var gerður. Margir
íslendingar muna tíðar komur togaranna til íslenskra
hafna og þar var aldrei neitt launungarmál, að togara-
menn áttu mikil viðskipti við landsmenn. En hversu
mikil?
Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna komu-
tíðni breskra togara til ísafjarðar á árunum 1952-
1974, erindi þeirra til hafnar og viðskipti togara-
manna við ísfirðinga. ísafjörður var ein þeirra hafna,
sem togararnir komu hvað oftast til á Islandi, og hann
hefur orðið fyrir valinu vegna þess, að mér eru til-
tækar all ítarlegar heimildir um togarakomurnar
þangað á þessu tímabili.
Þessar heimildir eru togarabækur Guðmundar
Karlssonar, en hann var umboðsmaður breskra tog-
ara og jafnframt breskur konsúll á ísafirði. Togara-
bækurnar ná yfir árin 1952-1974 og eru í þeim taldar
allar komur breskra togara til ísafjarðar á þessum
árum, skipin nafngreind, skýrt frá erindi hvers ogems
og þess getið, hve mikið hvert skip greiddi við hverja
komu. Verður nú vikið að einstökum þáttum þessa
máls, en þó ber að taka skýrt fram, að hér er aðeins
um frumathugun að ræða, margir þættir bíða enn ítar'
legri rannsóknar.
1. Komufjöldi breskra togara til
ísafjarðar 1952-1974
Til þess að átta sig sem best á komutíðni breskra
togara til ísafjarðar á ofangreindu árabili, er þ®S|'
legast að setja upp töflu. Taflan hér á eftir er gerð eft|r
togarabókunum, sem áður voru nefndar og sýmr
komufjöldann í hverjum mánuði á árunum 195?'
1974.
Eins og þessi tafla ber með sér var mikill munui a
því, hve oft breskir togarar komu til ísafjarðar á áruu-
um 1952-1958 annars vegar og 1961-1974 hins vegaT
Árið 1952 komu breskir togarar aðeins 9 sinnum t*
hafnar á ísafirði og enginn á tímabilinu frá ágúst og11
ársloka. Á árunum 1953 og 1954 koniu að meðalta^
rúmlega tveir togarar til hafnar á mánuði, en 19?-
varð aftur á móti nokkur fækkun og þá voru fjór,r
mánuðir, sem alls enginn togari kom. Fyrra helmiug
ársins 1956 kom enginn breskur togari til ísafjarðar'
en 1957 fjölgaði komu þeirra verulega og á fyrri hluta
ársins 1958 komu hartnær jafnmargir togarar og al
árið 1957.
Engin einhlít skýring virðist vera á því, hvers veguJ
komur togaranna til ísafjarðar voru svo óstöðug‘,r
frá einu ári til annars á þessu tímabili. Sókn bresk1'
togaraflotans á Islandsmið jókst mjög á árunum
eft*r
heimsstyrjöldina eins og best sést af því, að árið 19
fóru breskir togarar 470 veiðiferðir á íslandsmið-L,r
yfir 3000 árið 1950.3 Á árunum fyrst eftir 1950 sótt11
350-ÆGIR