Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1985, Page 14

Ægir - 01.01.1985, Page 14
Jakob Jakobsson: Síldarstofnar og stjórn síldveiða í norðaustan- verðu Atlantshafi INNGANGUR Síld er venjulega talinn einn algengasti fiskur í norðaustan- verðu Atlantshafi og síldveiðar í Norður—Evrópu eiga sér langa sögu. í sumum tilvikum hefur verið sýnt fram á (Devold 1963, Hpglund 1976) að á undan- förnum öldum hafa mikil síld- veiði- og síldarleysistímabil skipst á. Þessar langtíma sveiflur eru alþekktar við Noreg og Svíþjóð. Á öðrum svæðum, til dæmis í Norðursjó, virðist síldar- aflinn mun jafnari jafnvel um nokkurra alda skeið. Síldaraflinn í norðaustanverðu Atlantshafi (síldaraflinn í Eystra- salti ekki meðtalinn) á tímabilinu 1950-1963 var um 2.5 milljónir tonna. Um miðbik 7. áratugarins jókst aflinn verulega og varð um þrjár og hálf milljón tonna. Um 1970 minnkaði aflinn snögglega niður í eina milljón tonna. Eftir þetta mikla hrun minnkaði aflinn smám saman eftir því sem leið á 8. áratuginn. Hin allra síðustu ár hefur síldaraflinn í norðaustan- verðu Atlantshafi verið að aukast eins og sýnt er á 1. mynd. Ástæð- urnar fyrir hruni síldveiðanna voru brotnar til mergjar á ráð- stefnu um rannsóknir á stofn- stærð og stjórn síldveiða sem haldin var í Aberdeen árið 1978. Það sem hér fer á eftir um ástæð- urnar fyrir hruni síldarstofnanna í norðaustanverðu Atlantshafi er einkum byggtá upplýsingum sem fram komu í ritgerðum er lagðar voru fram á framangreindri ráð- stefnu. En það sem sagt verður um núverandi ástand stofnanna er aðallega fengið úr skýrslum Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem birtar eru árlega um ástand þessara stofna. Þeir kaflar sem einkum fjalla um aðferðir við stjórn síldveiða í ýmsum löndum eru fyrst og fremst byggðir á upp- 4-, lýsingum sem starfsbræður mínir í Evrópu hafa látið mér í té. Þetta yfirlit fjallar ekki um hvern einasta síldarstofn í norð- austanverðu Atlantshafi. Fáein- um smáum stofnun einkum við strendur Bretlands og írlands er sleppt. Þetta er ekki gert af því að þeir séu ekki áhugaverðir heldur vegna þess að yfirlitið hefði orðið of sundurlaust ef allt hefði verið tekið með. Af þessum sökum eru það 6 hinir helstu síldarstofnar í austanverðu Atlantshafi sem gerð verður grein fyrir hér á eftir og í næstu tveimur tölublöðum Ægis. 7. mynd. Síldaraflinn í norðaustanverðu Atlantshafi (Eystrasalt ekki meðtalið) í milljónum tonna 1951-1982. 2-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.