Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Síða 17

Ægir - 01.01.1985, Síða 17
Síldarmerkingar byrjuðu eftir nokkurt hlé árið 1974 og síðan nafa um 30.000 síldir verið merktar á hverju ári. Síldin er merkt með stálmerkjum sem skotið er inn í kviðarholið og fara merkingarnar fram á ýmsum stöðum við norsku ströndina. Meðan síld var brædd fundust slík merki venjulega í síldarverk- smiðjunum og komu þar fram á seglum verksmiðjanna. Þar sem nkki er um slíkt að ræða lengur 1ata Norðmenn tekið sérstakan merkjaleitara í gagnið en hann fyggist á því að síldin rennur Iramhjá segulsviði og hafa stál- merkin áhrif á það. Til þess að tinna merkin hafa þeir veitt 400- 1000 tonn síldar á hverjum vetri viö e^a á hrygningarstöðvunum °g síðan er þessum síldum (1-2 mNljónum) rennt fram hjá merkja- eitaranum og þannig hefur hlut- all merktu síldarinnar verið tundið miðað við ómerkta. Allt frá árinu 1979 hafa niður- stöður þessara síldarmerkingatil- rauna verið notaðar til að reikna út stærð hrygningarstofnsins. Niðurstöðurnar benda til þess að stofninn hafi aukist frá því að vera um 84.000 tonn árið 1973 í u.þ.b. 400.000 tonn árið 1978. Á árunum 1979 til 1982 virtist stofninn vera um 400-500.000 tonn. Árið 1983 var stofninn hins vegar kominn í 650.000 tonn en þá gat hann af sér fyrsta stóra árganginn sem komið hefur s.l. 20 ár. 3. Stjórn veiðanna Norsk íslenski síldarstofninn hrundi á síðari hluta 7. áratugar- ins án þess að nokkrum veiðitak- mörkunum eða stjórn veiðanna yrði við komið. Norsku fiskifræðingarnir Olav Dragesund, Johannes Hamre og Oivind Ulltang rituðu grein um norsk-íslensku síldina er birtist í ritum Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins 1980. í þessari grein kanna þeir hvað hefði þurft að gera og hvenær til að bjarga þessum síld- arstofni frá hruninu. Niðurstaða þeirra var: bann við veiði smá- síldar á 1. og 2. aldursári hefði dugað til að bjarga stofninum frá hruni jafnvel þótt engar aðrar veiðitakmarkanir hefðu verið í gildi. Úr því að málið var svona einfalt er eðlilegt að menn spyrji hvers vegna í ósköpunum ráð- lögðu fiskifræðingar ekki bann við veiði smásíldar. Svarið er ofur einfalt: þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir íslenskra og sovéskra fiski- fræðinga náðist ekki samkomu- lag á vegum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins vegna þess að norskir fiskifræðingar með Finn Devold í broddi fylkingar fuIlyrtu að smásíldarveiðin hefði engin áhrif á afkomu stofnsins. Þessi ályktun norskra fiskifræðinga var einkum byggð á þeirri skoðun að meginhluti uppeldisstöðvanna væri langt úti í hafi en smásíldin væri eingöngu veidd á fjörðum inni. Þetta mátti til sanns vegar færa þegar um mjög stóra ár- ganga var að ræða en allir meðal- og minni árgangar voru þurrkaðir upp í smásíldarveiðum Norð- manna í fjörðum og flóum. Eftir- tektarvert er að fiskifræðingar náðu ekki samkomulagi um að ráðleggja bann við veiðum smá- síldar fyrr en 1970 eða tveimur árum eftir að veiði stórsíldar nán- ast hætti. Jafnvel þegar svo var komið neitaði norska ríkisstjórnin að fara að ráðleggingum fiski- fræðinga og banna veiði smásíld- ar. í janúar 1971 ákváðu norsk stjórnvöld að banna að veiða síld til bræðslu. Þessi ákvörðun bjarg- aði síðustu leifum 1969 árgangs- ins og þar með norsk-íslenska síldarstofninum, því að ekki var um aðra árganga að ræða. Skildi lína/nd- hrygningarstofns norsk-íslensku síldarinnar 1950-1983 (heil °8 iskveididánarstuðlar (brotin lína). ÆGIR-5

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.