Ægir - 01.01.1985, Qupperneq 39
LÖG OG REGLUGERÐIR
LÖG
Uni atvinnuréttindi vélfræðinga, vél-
stjóra og vélavarða
á íslenskum skipum.
Forseti Islands
Slörir kunnugt: Alþingi hcfur fallist á Iög þessi og ég staðfest
Nu nteð samþykki mínu:
I. KAFLI
a.
b.
c.
d.
e.
Orðaskýringar.
1- gr-
■ firvélstjóri er æð6ti maður í vélarrúmi skips.
1 • vélstjóri (í eldri lögum 2. vélstjóri) er næstæðsti maður
vélarrúms.
Undirvélstjóri er hver sá vélstjóri sem cr lægra settur en
yfirvélstjóri.
Vélstjóri er hver sá sem ráðinn er til vélstjórastarfa.
1 kílówatt (kw.) = 1,36 hö.
II. KAFLI
Um fjölda vélstjóra og vélavarða o.fl.
... . 2. gr.
Fjöldi vélavarða og vélstjóra á íslenskum skipum skal vera
sem hér segir:
a- Á skipi með 75-220 kw. vél (u.þ.b. 101-300 hö.) einn
vélavörður.
D- Á skipi með 221-750 kw. vél (u.þ.b. 301-1020 hö.) yfir-
vélstjóri og einn vélavörður.
c- A skipi með 751-1500 kw. vél (u.þ.b. 1021-2040 hö.)
tveir vélstjórar. yfirvélstjóri og 1. vélstjóri.
Á skipi með stærri vél en 1500 kw. (u.þ.b. 2040 hö.) þrír
vélstjórar. yfirvélstjóri og tveir undirvélstjórar.
A farþega- og flutningaskipum með 1300 kw. vél (u.þ.b.
11 hö.) og stærri skal auk upptalinna vélstjóra vera einn
velavörður eða aðstoðarmaður.
in. rv/Ai i.1
Um atvinnuréttindi vélstjóra.
S-- . . 3’gr'
a sern lokið hefur vélstjóranámi 1. stigs hcfur öðlast i
lil að vera vélavörður á skipi.
Atvinnuskírteini: Vélavörður (VV).
Á* sem lokið hctur vélstjóranámi 2. stigs hefur öðlast í
til að vera vélavörður á skipi.
Atvinnuskírteini: Vélavörður (VV).
Að loknum 9 mánaða starfstíma sem vélavörður á ski
Þaraf a.m.k. 5 mánuði á skipi með400-750 kw. vél. he
hann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 750
kw. vél og minni.
Atvinnuskírtc'ni: Vélstjóri III (VS III).
3. Sá sem lokið hefur vélstjóranámi 3. stigs hefur öðlast rétt
til að vera vélavörður á skipi.
Atvinnuskírteini: Vélavörður (VV).
Að loknum 6 mánaða starfstíma sem vélavöröur á skipi
með 400-750 kw. vél hefur hann öðlast rétt til að vera
yfirvélstjóri á skipi með 750 kw. vél og minni.
Atvinnuskírteini: Vélstjóri III (VS III).
Að loknum 12 mánaða starfstíma scm vélavörður eöa
vélstjóri á skipi með 400 kw. vél og stærri hefur hann öðl-
ast rétt til að vera I. vélstjóri á skipi meö 1500 kw. vél og
minni.
Atvinnuskírteini: Vélstjóri II (VS II).
Að loknum 12 mánaða starfstíma sem vélstjóri á skipi,
þar af a.m.k. 3 mánuði við 750 kw. vél og stærri. hefur
liann öðlast rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi meö 1500
kw. vél og minni og 2. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða
vélarstærð.
Atvinnuskírteini: Vélstjóri II (VS I).
4. Sá sem lokið hcfur vélstjóranámi 4. stigs, ásamt sveins-
prófi í viðurkenndri málmiönaðargrein (þ.e. vélfræðing-
ur), hefur öðlast rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með
1500 kw. vél og minni og 2. vélstjóri á skipi með ótak-
markaða vélarstærð.
Atvinnuskírteini: Vélfræðingur IV (VF IV).
Að loknum 6 mánaða starfstíma sem vélstjóri á skipi með
750 kw. vél og stærri hefur hann öðlast rétt til að verayfir-
vélstjóri á skipi með 1500 kw. vél og minni.
Atvinnuskírteini: Vélstjóri I (VS I).
Að loknum 12 mánaða starfstíma scm vélstjóri á skipi
með 750 kw. vél og stærri hefur hann öðlast rétt til aö vera
1. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð.
Atvinnuskírteini: Vélfræðingur III (VF III).
Að loknum 24 mánaöa starfstíma sem vélavörður eða
vélstjóri á skipi, þar af í 12 mánuði að fengnu atvinnu-
skírteini VF III, hefur hann öðlast rétt til að vera yfirvél-
stjóri á skipi með 3000 kw. vél og minni.
Atvinnuskírtcini: Vélfræðingur II (VF II).
Að loknum 36 mánaða starfstíma sem vélavörður eða
vélstjóri á skipi, þar af a.m.k. 12 mánuði sem 1. vélstjóri
á skipi með 1500 kw. vél og stærri, hcfur hann öðlast rétt
til að vera yfirvélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélar-
stærð.
Atvinnuskírteini: Vélfræðingur I (VF I).
5. Við mat á starfstíma til atvinnuréttinda er heimilt að taka
tillit til starfsreynslu við vélstjórn við aðrar stærðir véla en
að framan greinir.
4. gr.
Starfstími vélstjóra samkvæmt 2. gr. telst sá tími sem hann
er lögskráður á skip og vinnur við það, aö meðtöldum lög-
skráningardegi og afskráningardegi.
Til starfstíma samkvæmt 3. og 4. lið 3. gr. má einnig telja
ÆGIR-27