Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Síða 58

Ægir - 01.01.1985, Síða 58
mjög góða samsvörun, þegar bornir eru saman mælipunktar úr fyrri og seinni mælingum. Á línuriti 2 eru bornir saman ferlar olíunotkunar með lokuð og opin hliðarskrúfugöng. í samanburði verður að skoða ferla með sama snúningshraða og verða tekin hér nokkur dæmi um mun í olíunotkun með opin og lokuð göng. Dæmi 1: Snúningshraði vélar 818 sn/mín: Á 10.75 hn ganghraða er olíunotkun 156.2 l/klst með lokuð göng en 161.2 l/klst með opin, þ.e. 3.2% aukning í olíunotkun. Dæmi 2: Snúningshraði vélar 713 sn/mín: Á 10.25 hn ganghraða er olíunotkun 115.2 l/klst með lokuð göng en 118.1 l/klst með opin, þ.e. 2.5% aukning í olíunotkun. Dæmi 3: Snúningshraði vélar 635 sn/mín: Á 9.75 hn ganghraða er olíunotkun 87.8 l/klst með lokuð göng en 90.7 l/klst með opin, þ.e. 3.3% aukning í olíunotkun. Ef ganghraðasviðið 9.5 - 11.0 hn er skoðað fyrir mismunandi snúningshraða fæst að meðaltali 2.6% aukning í olíunotkun með opin göng borið samari við lokun að framan. í mælingum með opin göng reyndist eðlisþyngd olíunnar í gegnum mæli vera 0.3% meiri, sem stafar af lægra hitastigi. Ef niður- stöður hér að framan eru leiðréttar með tilliti til þess fæst um 2.9% meiri olíunotkun að meðaltali á sigl- ingu með opin göng. Ef ganghraði er borinn saman við fasta olíunotkun fæst að meðaltali 0.7% ganghraðamissir með opin göng. Ut frá niðurstöðum mælinga og upplýsingum um aðalmál, skrokkform o.fl., tekið mið af hleðslu og legu skips í mælingum, er með allgóðri nákvæmni hægt að reikna út hvað framangreind aukning í olíunotkun gefur í aukningu í skrokkmótstöðu eða mótstöðustuðli. Ef ganghraðasviðið 9.5 - 11.0 hn (svarartil hraðastuðuls, V/VL~, 0.87 - 1.00) er skoðað, fæst að meðaltali: Mótstöðustuðull 10!Ct = 0.43 hærri með opin göng, sem jafngildir um 4.5% meiri mótstöðu. Umrætt skip hefur tiltölulega háan mótstöðu- stuðul („þungt til gangs"), á bilinu 8.7 — 12.2 miðað við ganghraðasviðið 9.5 - 11.0 hn. Rétt er að gera nánari grein fyrir „hraðastuðli", sem nefndur er hér að framan. EHraðastuðull er: ganghraði skips í hnút- um deilt með kvaðratrót af sjólínulengd skips í fetum. Almenn regla í skipafræði segir að þegar umræddur stuðull er nálægt 1.0 verði mikil breyting í auknu afli og olíunotkun. Miðað við fiskiskip hér- lendis er algengt að hámarks ganghraði svari til hrað- astuðuls á bilinu 1.0— 1.1. Eins og sést hér að framan er aukningin í olíunotk- un hlutfallslega minni en mótstöðuaukningin skoðað við sama ganghraða. Skýringin er sú að aukið mót- stöðuafl gefur betri skrúfunýtni (aukinn skurður) og þar með hlutfalIslega minni aukningu í vélarafli, og meira vélarafl til að mæta mótstöðuaukningunni gefur að jafnaði heldur hagstæðari eyðslustuðul. Ávinningur í olíunotkun En hver yrði hugsanlegur ávinningur í olíunotkun þegar á heildina er litið? Mældur ávinningur hér að framan gildirfyrirsiglingu, og því verður að taka með í reikninginn hvernig olíunotkunin skiptist. Nærtækt er að skoða loðnuskipin. Samkvæmt mælingum og athugunum Tæknideildar í sjö skipum á loðnuvertíð 1978 (vetrarvertíð) fékkst að meðaltali eftirfarandi skipting heildarolíunotkunar: 46-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.