Ægir - 01.01.1985, Side 59
1 höfn ................................ 6%
Vegna siglinga að og frá miðum . . . 57%
Við leit og siglingu milli kasta o.fl. .. 31%
Við beinar veiðar ..................... 6%
Samkvæmt framangreindu er olíunotkun vegna
s'8linga að og frá miðum 57%, en við það má bæta
ákveðnum hluta í þættinum „leit, sigling milli kasta
°-fl-''. Ef reiknað er með um helming (16-17%) af
bessum þætti, fæst að um 73% af heildarolíunotkun-
mni fara í beinar siglingar. Hlutdeild hjálparvéla-
notkunar er um 11 % af heild og fæst því að um 65%
olíunotkunarinnar fer í að knýja skipið áfram á
beinni siglingu. Miðað við mældan mun með opin
°g lokuð göng að framan gefa umrædd 2.9%
minnkun í olíunotkun á siglingu um 1.9% heildar-
minnkun á loðnuúthaldi.
Ef reiknað er með 10.0001 loðnuafla yfir vertíð og
olíunotkun 21 lítri á tonn afla (reynslutala) fæst heild-
arolíunotkun sem er 210.000 lítrar. Framangreind
f -9% minnkun þýðir um 4.000 lítra minnkun, sem
miðað við núgildandi olíuverð er um 43 þús. kr. Ein-
hver viðbót kæmi vegna annarra veiða, en Ijóst má
vera að ávinningur virðist það lítill að hönnun og
'setning einhvers konar lokubúnaðar mundi ekki
borga sig.
Eins og getið var um hér að framan hefur umrætt
skip tiltölulega háan mótstöðustuðul. Útreiknaður
mótstöðuauki vegna hliðarskrúíuganga vegur því til-
tölulega lítið í heildarmótstöðustuðli. Ætla má að
fyrir skip, sem hefur lægri mótstöðustuðul, hafi mót-
stöðuauki ganga meira vægi í heildarmótstöðustuðl-
mum og gefi þar með hlutfallslega meiri olíu-
sparnað. Hægt er að gera tilraun til að yfirfæra
ornræddar mælingar yfir á annað skip, gengið út frá
ákveðnum forsendum.
Skip það sem verður fyrir valinu er Víkingur AK,
e'1t af stærstu loðnuskipunum, en það skip hefur
Verið mælt með tilliti til ganghraða og nýtni aflbún-
aðar, og hefur tiltölulega lágan heildarmótstöðu-
stuðul.
Gengið er út frá þeirri forsendu að opin hliðar-
skrútugöng að framan hafi sama mótstöðustuðul,
Þ-e. 10JCT = 0.43, og mæling í Dagfara ÞH gaf til
kynna, miðað við hraðastuðul á bilinu 0.87 - 1.00.
^ið samanburð á þessum tveimur skipum kemur í
'jós að þversnið hliðarskrúfuganga hefur hlutfalls-
^e8a sama flatarmál, þegar miðað er við skrokkflat-
armál neðan sjólínu.
Sambærilegt ganghraðasvið fyrir Víking AK er
12.8-14.8 hn (hraðastuðull á bilinu 0.87 — 1.00) og
tilsvarandi mótstöðustuðull á bilinu 4.5 — 5.2. Sam-
Mynd5: Dagfari ÞH íslipp milli mælinga, hleri brenndur úr.
kvæmt útreikningum fæst, gengið út frá forsendum
hér að framan og niðurstöðum aflnýtnimælinga í
umræddu skipi, að mótstöðuauki yrði að meðaltali
9.6% vegna opinna ganga og tilsvarandi aukning í
olíunotkun 6.6%. Samanburðurviðfasta olíunotkun
gefur að opin göng minnki ganghraðann um 2.1 %,
eða um 0.3 hn.
Niðurstöðutölur gefa til kynna að í þessu tilviki eru
áhrifin 2.3-falt meiri, þ.e. 6.6% aukning í olíunotk-
un á siglingu miðað við 2.9% áður. Gert ráð fyrir að
umrætt skip noti um 40% meiri olíu yfir vertíð (fastur
loðnukvóti) yrði olíusparnaður í lítrum um 3.2-falt
miðað við það sem áður fékkst, eða um 13 þúsund
lítrar, sem miðað við núgildandi olíuverð er um 140
þús. kr. Þessi ávinningur næst á aðeins hluta úr ári,
ca. fjórðungi, og með auknu úthaldi mundu tölurnar
hækka. í tilviki sem þessu, ef tölurfást staðist, mundi
hönnun og ísetning einhvers konar lokubúnaðar
frekar koma til álita, skoðað út frá arðsemissjónar-
miði.
Tæknideild er kunnugt um að göngum hafi verið
lokað „varanlega" í einu íslenzku fiskiskipi. Skip
þetta er skuttogarinn Sölvi Bjarnason BA 65, og var
það gert haustið 1982. Fremri göngunum var lokað
með því að heilsjóða stálplötur í opendana báðum
megin, slétt við byrðing, og rýmið fyllt af olíu. Skip-
stjóri skipsins hefur upplýst að við þessa lokun hafi
ekki orðið vart neinna breytinga í ganghraða, ekkert
sem er merkjanlegt. Þegar þetta skip er haft í huga er
það mjög eðlilegt að munur í ganghraða sé ekki
merkjanlegur í rekstri, þar sem skipið hefur tiltölu-
lega háan mótstöðustuðul líkt og Dagfari ÞH. Hlið-
stæður ganghraðamissir og mældist í því skipi, gæfi
vart meira en tæplega 1 /10 úr hnút í Sölva Bjarnasyni
BA.
ÆGIR-47