Ægir - 01.07.1985, Blaðsíða 12
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur:
Sjórannsóknir í kjölfar
Eiríks og Leifs við Grænland
og í Labradorhafi í
október og nóvember 1984
Inngangur
Þýsku hafrannsóknaskipin
Walther Herwig og Anton Dohrn
voru í október og nóvember 1984
við rannsóknir í hafinu við
Grænland, eða í Grænlandshafi
og Labradorhafi (1. mynd). Á
Anton Dohrn fóru fram fiskirann-
sóknir, en sjórannsóknir á Walt-
her Herwig. Höfundi þessa pistils
var boðin þátttaka í leiðangrinum
á Walther Herwig til að vinna við
athuganir á ástandi sjávar við
Austur-Grænland og í Labrador-
hafi. Einnig var þar danskur haf-
fræðingur, Erik Buch frá Græn-
lensku hafrannsóknastofnuninni
í Kaupmannahöfn og Nuuk eða
Godthaab. Hann hefurunniðsér-
staklega að athugunum við
Vestur-Grænland (1). Leiðang-
ursstjóri á Walther Herwig var
Manfred Stein frá Hafrannsókna-
stofnuninni í Hamborg. Loka-
verkefni hanstil prófs við Háskól-
ann í Kiel 1973 (2,3) fjallaði um
strauma og sjógerðir í Grænlands-
hafi. Efnivið í verkefnið safnaði
hann m.a. í leiðangri á rann-
sóknaskipinu Bjarna Sæmunds-
syni í ágúst 1971 með höfundi
þessa pistils, en báðir eru nem-
endur sama kennara í Kiel, próf.
Gunther Dietrich, sem lést 1972.
Aðrir þátttakendur frá Þýskalandi
voru fjórir, Peter Kanje og Franz
Molter, rannsóknamenn og Dag-
mar Thiele og Anja Skibowski,
stúdentar í sjávarlíffræði (2.
mynd). Áhöfnin á Walther
Herwig taldi 40 manns, þar á
meðal voru læknir og veður-
fræðingur, en skipið er um 2200
lestir að stærð (3. mynd). Skip-
stjóri var Edwin Littkemann frá
Bremerhaven.
Ekki er því að leyna, að áhugi
Þjóðverja á slóðunum við Græn-
land tengist ríkisstyrktum fisk-
veiðum og úrsögn Grænlendinga
úr Efnahagsbandalagi Evrópu.
Þjóðverjar hyggja á áfrarnh3
andi veiðar við Grænland 0
reyna að tryggja sér gott & ,
komulag við Grænlending3
þessum efnum.
Rannsóknasvæðib
°g gagnasöfnun
Sjórannsóknir fóru fram a^ ^
Dohrnbanka við Austur-Gr^T
land og þaðan suður fyrir HVl1
rannsóknaskipinu „ Walther Herwig" í október og nóvember 1984.
Heitir straumar--------------»
Kaldir straumar -------------»
Djúp- og botnstraumar .............-»
Sjórannsóknir --------------*
368-ÆGIR