Ægir - 01.07.1985, Blaðsíða 30
Skólaslit Stýrimannaskólans
í Reykjavík 1985
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík var slitið í 94. skipti við hátíð-
lega athöfn skólans hinn 25. maí
s.l.
Skólaslitin hófust með því að
Anna Þóra Benediktsdóttir spilaði
vals eftir Chopin. Minnst var
sjómanna, fyrri nemenda og
kennara skólans, sem hafa látist
á skólaárinu. Sérstaklega var
minnst skipverjanna á Bervík,
sem fórust undan Rifi á Snæfells-
nesi 27. mars s. I., Axels Thor-
steinsson, fréttamanns og rithöf-
undar, sem kenndi tungumál við
Stýrimannaskólann fyrr á tíð og
Markúsar B. Þorgeirssonar, mik-
ils áhugamanns um björgun-
armál og hönnuðar björgunar-
nets, sem við hann er kennt, en
Markús vargamall nemandi skól-
ans og mikill velunnari.
Guðjón Ármann Eyjólfsson
skólastjóri gerði grein fyrir starfi
skólans á liðnu skólaári.
Undirbúningsnámskeið fyrir
þá nemendur sem fullnægðu ekki
inntökuskilyrðum með 9. bekk
grunnskóla eða samsvarandi
námi var haldið frá 15. - 31.
ágúst og sátu 10 nemendur nám-
skeiðið, 8 stóðust próf inn í 1.
bekk.
Skólinn var settur 1. september
og hófu þá 82 nemendur nám í
fimm bekkjardeildum. Nokkur
truflun varð á náminu vegna
verkfalls opinberra starfsmanna
á haustdögum og því mikið álag
á vorönn. Tilskilin kennsla náðist
með því að kenna á laugardögum
og flytja haustpróf fram í janúar.
Nokkrir nemendur hættu í
kjölfarverkfallanna, sem Iauk30.
október og höfðu þá tapast 19
kennsludagar.
Undanþágur til skipstjórnar,
sem hafa verið öllum hugsandi
mönnum áhyggjuefni, taldi
skólastjóri að stefndu í jákvæðari
átt með bráðabirgðaákvæðum
laga um atvinnuréttindi, sem
samþykkt voru á haustþinginu
1984.
Menntamálaráðuneytið býður
nú upp á námskeið víða um
landið fyrir þá skipstjórnarmenn,
sem starfað hafa á undanþágu í
a.m.k. tvö ár. Áformað er, að
fyrra námskeiðið standi í 70 virka
kennsludaga með prófum og á
það að veita 80 rúmlesta réttindi,
en framhaldsnámskeið fyrir þá
sem þess óska er áætlað í 50 virka
kennsludaga og veiti 200 rún1
lesta réttindi.
Nemendur námskeiðannaeig3
að fá sömu kennslu í siglin?a
fræði og sjómannafræðum
nemendur í 1. bekk, en verða a
taka inntökupróf í tungumáln11'
og stærðfræði til að geta hald'
áfram námi í 2. bekk Stýrimanna
skólans. Þá hefur nýskipuð
undanþágunefnd tekið mál þeS?!
fastari tökum en verið hefur. h1
væri því einhver von um að koma
þessum málum í eðlilegtogsania
horf og er hjá öðrum starfsstétW11’
þjóðfélagsins, þar sem
lögum er krafist sérmenntunar
starfa. „Stýrimannaskólarnir,
sem störfum að menntun $10
manna, og ekki síst skipstjórn2[
menn með fullgilt nám, og Þelí.
nemendur, sem hér hafa ni'
<eð
Tveir hæstu nemendur á skipstjórnarprófi 2. stigs. Nordlendingarnir Jens Kristin^
Kristinsson til vinstri ogAlbert Gunnlaugsson til hægri.
386-ÆGIR