Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1987, Qupperneq 26

Ægir - 01.01.1987, Qupperneq 26
spurning, hve mikið máog/eða er æskilegt að veiða af honum? Þetta er spurning sem erfitt er að svara í dag. Hér áður fyrr er möskvi var mun minni í vörpum en nú er leyfilegt, veiddist jafnan allmikið af gulllaxi við karfaveiðar. Eftirað möskvinn var stækkaður, kemur ekki nema lítið eitt af honum með í vörpuna, enda gulllaxinn þannig vaxinn —sívalur og heldur mjósleginn - að hann smýgur möskva vel, en hreistrið á honum er mjög stórt og laust, svo það eru mikil líkindi fyrir því að hann afhreistrist mjög við það að smjúga möskva og drepist. í mínum huga leikur enginn vafi á því, að hér á árum áður var mjög mikið um gulllax við landið. Það var algengt að moka út 1-3 tonnum afgulllaxi íhverju karfa- hali á vissum stöðum. Sókn í karfa hefur aukist mjög í seinni tíð. Áður fyrr voru karfaveiðar stundaðar aðeins að sumarlagi. Nú er sótt í karfann allt árið, meira eða minna. Það er því við- búið að mikið sé búið að drepa af gulllaxi, þótt hann hafi ekki verið hirtur. Það er því lítið vitað um ástand stofnsins, og því alls ekki víst, hvort hér sé um alfarið ónýttan stofn að ræða í þessum skilningi. Ég leyfi méraðefast um það. Hinsvegareröruggtaðtölu- vert er enn til af gulllaxi og sjálf- sagt að nýta hann. Þar sem okkur hefur ekki verið gefið tækifæri til að gera þær forkannanir sem að haldi mættu koma til að geta gefið haldbærar vísbendingar um, hvers sé af stofninum að vænta, verða veiðar að skera út umþað. Entilþessað nýtagulllax þarf allt aðra möskvastærð í vörpur en nú tíðkast. Ég gæti hugsað mér að 60-90 mm möskvi væri hentugur. Ef stunda á sér- stakar gulllaxveiðar, þyrfti sér- staklega hannaða vörpu með háu opi, því gulllax erað jafnaði mjög laus við botn og flotvarpa kæmi vel til greina á vissum tímum a.m.k. Norðmenn nota gjarnan til þessara veiða 200-350 tonna skip, sérstaklega hannaða botn- vörpu með 40 mm möskvastærð, sem er óþarflega smár möskvi, því við myndum ekki sækjast eftir smáfiskinum. Nú virðist vera mikill áhugi á að nýta gulllaxinn. í framhaldi af því veitti sjávarútvegsráðuneytið heimild til tilraunaveiða í júní til ágústá liðnu sumri. Því miðurvar ekki staðið að þessari tilraun sem skyldi. í reynd voru tilraunir að- eins gerðar í örfá skipti, en skipið snéri sér alfarið að karfaveiðum og var svo til á sama stað mest allan tímann. En veiðieftirlits- maður var um borð, sem tryggði sýnatöku úr afla og skráði ýmsar upplýsingar. Þótt úrvinnslu gagnanna sé ekki að fullu lokið, má þó fá ýmsar nytsamar upplýsingar, en slík tilraunaveiði hefði átt að geta gefið miklu haldbetri vitneskju en raun ber vitni. Gulllaxinn þarna í Skerjadjúpi, en þar veiddi skipið mestallan tímann, var yfirleitt vænn, þótt lengdardreifing hafi verið allmik- il. Meðallengd á gulllaxi á svæð- inu reyndist 41,4 cm. Þegar fiskað vará meira en 220 fm. dýpi varhúnmeiri, mesttæpir43 cm., en minni þegar fiskað var á grynnra en þetta. Er þetta í sam- ræmi við það sem við höfum fundið víða annars staðar, þótt stærðardreifing eftir dýpi sé ekki eins skörp í Skerjadjúpi og t.d. hér í Vesturkantinum. Athugun á kynþroska leiddi í Ijós, að yfirgnæfandi meirihluti gulllaxins hafði nýlega hrygnt og enn var hluti hans hrygnandi. Fáein tog utan Skerjadjúps gáfu ekki tilefni til mikilla bollalegg- inga umfram það sem áður var vitað. Aðeins skal þess getið hér að á Eldeyjarbanka var hann smár, en mjög stór í Selvogsbanka- kantinum og á Síðu- og Öræfa- grunnum. En hvað um aflann, hve mikið veiddist — og hve mikið er hægt að veiða af honum? Þessi tilrauna- veiði gaf ekki svör við því og minni en efni stóðu til, ef rétt hefði verið að staðið. í fyrsta túrnum varað hluta sóst eftirgull- laxi. Af tæpum 38 tonnum af fiski, sem landað var eftir túrinn, voru tæp 20 tonn gulllax og rúm 17 tonn karfi, m.ö.o. gulllax yfir 50% aflans. Það gefur vísbend- ingu um að unnt sé að haga veiðum þannig að gulllax sé meirihluti afla. Það yrði of langt mál að fara út í einstök atriði, sem lesa má úr gögnum þessarar tilraunar. Hér skal það þótekiðfram, aðísumum togunum fékkst nær hreinn gull- lax og besti árangurinn gaf 1,5 tonn á togtíma. Annars var yfir- leitt um og yfir 90% aflans karfi og gulllax, þar af 'A til Vi gulllax. Ef við höldum okkur við Skerja- djúpið, þá reyndist meðalafli af gulllaxi á togtíma um 270 kg í rúmlega 30 togum en 320 kg af karfa. í flestum þessara toga var ekki reynt sérstaklega fyrir gulllax. Engu að síður er hér um umtalsverða veiðimöguleika að ræða. Gefum okkur að slíkt skip stundaði jöfnum höndum karfa- og gulllaxveiði. Ef við gefum okkur að togað sé í 18 tíma á sól- arhring gæfi það um 25 tonn eftir 5 daga veiði. Vissulega mætti fá mun meiri afla, ef veiðum væri sérstaklega beint að gulllaxi. Á þessari stundu erekki nokkur leið að spá í, hve mikla veiði stofninn þolir. Reynsla annars staðar frá sýnir, að óheftar veiðar eru fljótar að fiska stofninn niður í lægð. Norðmenn hafa kosið að setja hámarks aflamörk á þennan 18 -ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.