Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1987, Síða 27

Ægir - 01.01.1987, Síða 27
stofn í varúðarskyni, því þeim er 1 mun, að veiðarnar hrynji ekki, °g þar með sá iðnaður, sem byggir á þeim. Ég held að við ættum einnig að hafa þann hátt- lnn á, til að byrja með. Það má ávallt bæta við ef markið er sett óþarflega lágt. En 15-20 þús. tonna ársafli ætti ekki að ofbjóða stofninum. Blálanga Um blálöngu get ég verið stutt- orður. Um langt árabil hefur hún veiðst sem aukaafli við karfaveið- ar og aflinn því farið nokkuð eftir karfaveiðum. Á árinu 1979 hófust hins vegar sérstakar blá- lönguveiðar á smábletti suður af Vestmannaeyjum. Rannsóknir sýndu, að hér var eingöngu um blálöngu í hrygningarástandi að ræða. Blálangan er-einsogsvo margir djúpfiskar - heldur hæg- vaxta. Hængar verða kynþroska ca- 10-11 áraogeru þá umogyfir cm að lengd, en hrygnur ári seinna og eru þá yfir 90 cm að lengd. Þessar veiðar náðu hámarki árin 1980 og 1981 og komst blálönguaflinn þá í um 8 Þús. tonn. Veiðar þessar standa a&eins fáeinar vikur í febrúar- mars. Afli hefur síðan farið hrað- minnkandi og lögðust sérstakar blálönguveiðar af í ár. Utan hrygningartíma virðist blálanga vera mjög dreifð, ókyn- þroska blálanga hefur einkum 'engist SV-lands. Veiðarnar S af Vestmannaeyj- urn voru einkum stundaðar á um 800 m dýpi og allt niður á 1000 m- Svo þarna a.m.k. hrygnir hún á þessu dýpi. Svæði þetta er svo 1,'tið um sig, að okkur þykir næsta ótrúlegt, að þetta sé eina hrygn- 'ngarsvæði hennar hér við land. í eiðangri árið 1985 var sérstak- °ga hugað að hrygnandi blá- l°ngu á svæðinu frá Reykjanes- grunni og austur á Færeyjahrygg. Skemmst frá að segja fundust engin ný hrygningarsvæði, en það skal tekið fram að austan Háfadjúps er í raun hvergi hægt að toga á þessu dýpi vegna botnlags, svo þess vegna gætu verið á þessu svæði hrygningar- blettir þótt við höfum ekki náð til þeirra. Nú leikur okkur hugur á að kanna Reykjanessvæðið og Vesturkantinn í þessu tilliti. Langhali Hér við land finnast margar tegundir af langhalaætt. Aðeins tvær þeirra eru meðal nytjafiska, þótt við séum ekki farnir að nýta okkur þær. Þetta eru slétti og snarpi langhali. Slétti langhali er hér mest við S-ströndina en snarpi langhali í kaldari sjó, fyrir vestan, norðan og austan. Lítiðer vitað um lifnaðarhætti þessara fiska, en þó hefur nokkrum fróð- leiksmolum verið safnað um þá á liðnum árum. Slétti langhali lifir á miklu dýpi, mest fyrir neðan 700 m. Snarpi langhali heldursig nokkru grynnra. Vitað er að slétti langhali hrygnir íallstórum stíl úti fyrir SA-landi, sennilega uppi í sjó, því sjaldan fást hrygnandi fiskar í botnvörpu. En fiskar komnirfast að hrygningu ogeink- um alveg nýhrygndir hafa fengist þar í töluverðum mæli. Skemmst er að minnast, er togarar á þessum slóðum ráku óvart í stór höl afhonum. Þetta varnýhrygnd- ur fiskur sem gengið hefur grynnra en hann á vanda til, sennilega á eftir æti. Smælki þessarar tegundar er dreift víða, en þungamiðja uppeldissvæðis er m.a. við Reykjaneshrygg á miklu dýpi. Þaðerenginn vafi á, aðumtals- vert magn mætti veiða af þessum fiski. Rússar veiddu töluvert af honum hér við land fyrir um það bil 20árum. Sú veiði mun þóekki hafa staðið mjög lengi, enda voru þeir stórtækir á meðan hún stóð. Reynsla af öðrum slóðum er líka sú, þar sem hann hefur verið veiddur án takmarkana, t.d. við Nýfundnaland, að afli hefur í fyrstu verið mjög góður, en fljót- lega dottið niður, enda eru þessar veiðar stundaðar á miklu dýpi, svodágóðurafli þarfað haldasttil þess að unnt sé að stunda þær. Háffiskar Hægt væri að halda áfram að tala um ýmsar fleiri tegundir, en það orkar tvímælis hvort tíma- bært sé að tala um þær með nýt- ingu í huga. Þó held ég að við skulum ekki gleyma að margar tegundir háffiska eru á djúpslóð hér við land. Heyrt hefi ég, að ýmis efni í lifur vissra háffiska séu mjög verðmæt. Tel ég að kerfis- bundna könnun ætti að gera á ÆGIR- 19

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.