Ægir - 01.01.1987, Page 33
5 mynd Rennsli Atlantssjávar (Sverdrup) milli einstakra athugunarstaöa á 3. og
4. mynd og heildarrennsli samkvæmt mælingum í júní 1986 noröur af Færeyjum
(Hanseno.fi. 1986).
að kanna rennsli annars vegar
beint inn í Norðurhaf og hins
vegar áfram réttsælis í kringum
færeyska landgrunnið. Eins og
Irmingerstraumurinn með sín 1-
2 Sverdrup er ein meginstoð lífr-
íkis á íslandsmiðum, þá verður að
telja Færeyjastraum með sín 3-4
Sverdrup vera það einnig fyrir
Færeyjamið og það öllu fremur
en strauminn um sundið milli
Færeyja og Shetlandseyja.
Færeyjastraumur er þannig
áhrifaríkur bæði fyrir Færeyjar og
miðin í kring sem og Noregs-
straum í Norðurhafi.
f Mælingar við Færeyjar hafa
notið stuðnings frá haffræðinefnd
Norðurlandaráðs (NKFO) og auk
þess greiddi Norðurlandaráð
(Nordiske forskerkurser) götu
böfundar til að dvelja í mánaðar-
tíma í september 1986 við
Háskólann í Björgvin við úr-
vinnslu gagna og ritstörf. Ber að
þakka það. Ritgerð (ásamterindi
flutt af Boga Hansen frá Færeyj-
um) um straummælingarnar við
Færeyjar var lögð fram á ársfundi
Alþjóðahafrannsóknaráðsins í
Kaupmannahöfn í október 1986
á sérstökum fundi um hafrann-
sóknir í Norðurhöfum. Þessar
rannsóknir ganga undir heitinu
"Deep Water Project" og
NANSEN (North Atlantic-North-
em Seas Exchange). Fyrra verk-
efnið fjallar einkum um djúpsjáv-
armyndun m.a. í Norður-Græn-
landshafi og íslandshafi, en hið
síðara um rannsóknir á straum-
skiptum Norðurhafa og Norður-
Atlantshafs á hafsvæðinu frá
Grænlandi til Skotlands.
Ritað að loknu jólaleyfi 5. janúar
1987 og tileinkað Birgi ritstjóra
Flermannssyni með þökk fyrir ánægju-
legt samstarf á liðnum árum.
Svend-Aage Malmberg
Nokkrar heimildir
1. Bogi Hansen og jens Meincke
1979. Eddies and Meanders in the
lceland Faroe Ridge area. Deep-
Sea Res. 26A, 1067-1082.
2. Bogi Hansen, Svend-Aage
Malmberg, Odd. H. Sælen ogSvein
Ósterhus 1986. Measurement of
flow north of the Faroe Islands june
1986. ICES. C.M. 1986C:12.
3. Frede Hermann 1949. Hydrograp-
hic conditions in the south-western
part of the Norwegian Sea. Annls.
biol. 5, 19-21.
4. Gunther Dietrich o.fl. 1975. All-
gemeine Meereskunde. Gebruder
Borntraeger. Berlin, Stuttgart. 1-
593.
5. Sv. A. Malmberg 1983. Hydrograp-
hic Investigations in the lceland and
Greenland Seas in late winter 1971.
- "Deep Water Project". Jökull
33:133-140.
6. Sv. A. Malmberg, jón Ólafsson og
Stefán S. Kristmannsson 1986.
Hydrographic conditions in the lce-
land Sea in late winter 1971, 1975
and 1982. ICES. C.M. 1986./C:23.
7. Unnsteinn Stefánsson 1961. Hafið.
Almenna bókafélagið, 1-293.
8. Wolfgang Krauss 1986. The North
Atlantic Current Journ. Geoph. Res.
91, C4, 5061-5074.
ÆGIR-25