Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1987, Side 39

Ægir - 01.01.1987, Side 39
James á íslandsmið, en sú færsla ®r höfundi Sailing trawlers óskiljanleg, og ekki get ég hjálpað honum. Ef einhver Ægis- ^sandi vill glíma við textana þá er hann hér: „Itm iij Last iiij Barrel °f Gaske at viij ye Last amounting to j- vj. viij. ". Höfundur Sailing Trawlers segist ekkert botna í Pessari færslu, en telur víst að hér se um tunnustafi að ræða. Eflaust hefur skreiðarverkun °0rgað sig betur fyrir okkur á Þessum tíma og svo kom einok- Ur>in meðsínataxta. Til verzlunar 'nnan lands var skreiðin okkur miklu hentugri bæði að verðlagi °8 til flutnings og einnig til átu. . Englendingar færðu okkur lóð- 'na, líkt og trollið síðar, og við hölvuðum Englendingum, enda v°ru þeir að hugsa um sjálfa sig, °g við bölvuðum báðum veiðar- mrunum. Mættum þeim með örðum Alþingissamþykktum. í Albingissamþykkt 1500 segir svo: . ir útlendingar sem með °ðir fara og engan annan kaup- skap skulu ófriðhelgir". Pað var sem sé snarlega brugðist við lóð- inni, ogsíðartóku við bænarskrár til kóngsins að bjarga okkur undan þessu veiðarfæri. Um leið og togara varð vart með vörpu 1889, samþykkti Alþingi samstundis: „í landhelgi íslands skulu botnvörpuveiðar algerlega bannaðar." Og allur landslýður beið í hryllingi eftir að frétta af láti síðasta þorsksins, og bíður enn. Á James tóku þeir með sér 40 tylftir af lóðastrengjum (líklega 40 faðma strengjum í þennan tíma fremur en 60 faðma) Og tylftin af línustrengjunum kostaði 6s. 8d. og með þessari línu taka þeir 15000 krekjur á 6s. þúsundið. Þrjár tylftir af bátsárum og árin hefur ekki kostað nema 1s. 5d. stykkið. 8 Ibs af benzlatvinna taka þeir með og hann kostar 7 pence Ibs. Svo eru þarna 2 stórar körfur, sem notaðar voru bæði um borð og við land á vinnu við fisk, sem geymdur var lifandi í sjó. Þetta skip hefur þó varla veitt fisk til geymslu á sjó nema þá síð- ustu dagana fyrir heimferð. Lif- andi fiskur var í háu verði. Þá er á reikningnum tjörutunna og tunna afbarkarlitáseglin, tværluktirog tveir „boet compassys." Þeir hafa líklega veitt á dorium frá þessu skipi. Bækistöðvum Englendinga var tekið að fækka, þegar kom fram á þennan tíma líklega engin eftir nema Vestmannaeyjar. Tveir báts- stjakar eru á reikningnum á 8 pence og hengilás á 5 pence. Kostreikningur þeirra Jamesverja er trúlega skilgóð heimild um kostinn almennt í íslandssigl- ingum. Þar hefur ekki verið um neinar birgðir frá fyrri ferðum að ræða, líkt og verið hefur í öðrum búnaði til ferðarinnar. Þeir taka með sér 1 Vi kvartél af haframjöli, 2 kvartél af saltaðri síld, 26 lengjur af beikon, kex og mjöl til baksturs fyrir 2 sterl. pd., 381 kg (60 stones) af nautakjöti og það hefur verið ódýr matur í þennan tíma. Eitt „stone" 6,35 kg. kostað 11 pence sem væri 41 eyrir á okkar gengi nú. Miðað við, að það eru 33 menn á, sýnist kjötmetið ekki mikið til langrar útivistar. Þeir gera ráð fyrir kaupum við landsmenn, og margri kindinni stálu þeir, ef í nauðir rak. Svo hafa þeir étið mikið af fiski, eftir að til íslands kom, en með sér í siglinguna tóku þeir 50 pund af þorski, (haulf a cwt), og hann vardýr, £1 6s. 6d., sem er miklu hærra verð en skreiðarverðið var á þessum tíma á enska markaðnum. Hér getur varla hafa verið um skreiðarfisk að ræða, heldur saltfisk, eða reyktan fisk, ef ekki lifandi fisk. í fyrri grein var sagt frá verð- hækkun á skreið á 14du og 15du öld og þá sótt dæmin til verðhlut- falla hér innanlands, verðgildi fisks, miðað við kúgildi eða jarð- arhundrað, sem hvorttveggja ÆGIR-31

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.